Þjónustusamkomur fyrir janúar
Vikan sem hefst 3. janúar
Söngur 19
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og viðeigandi tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Vekið stuttlega athygli á fáeinum atriðum í nýjustu blöðunum sem höfða til fólks á ykkar starfssvæði.
15 mín: Hver er framtíð jarðarinnar? Byggt á Rökræðubókinni, blaðsíðu 112-117. (5 mín.) Ræða um efnið undir millifyrirsögnunum sem byrja á blaðsíðu 112 og 113 og farið yfir efnið aftur að miðri blaðsíðu 114. (7 mín.) Frekar nýr boðberi og þroskaður, reyndur boðberi ræða upplýsingarnar á blaðsíðu 114-116. Veraldlegir ættingjar nýja boðberans hafa haldið því fram að Biblían segi að jörðinni muni verða eytt. Hann biður reynda boðberann að hjálpa sér að skilja ritningarstaði sem varða jörðina. (3 mín.) Að lokum skal rætt um spurninguna á blaðsíðu 117: „Hvers konar fólk mun Guð blessa með endalausu lífi á jörðinni?“ Hvetjið alla til leggja sig fram við að reynast hæfir til að öðlast svo dásamleg sérréttindi.
20 mín: „Hjálpum öðrum að meta gildi rita okkar.“ Ræðið greinina við söfnuðinn. Hafið stuttar sýnikennslur á eftir tölugrein 3 og 4. Hvetjið boðberana til að nota bæklinginn Andar hinna dánu þegar við á og takið fram við hvers konar aðstæður hann getur komið í góðar þarfir.
Söngur 38 og lokabæn.
Vikan sem hefst 10. janúar
Söngur 33
5 mín: Staðbundnar tilkynningar.
20 mín: Ert þú undirbúinn að standast prófraunir sem trú þín kann að verða fyrir á spítala? Örvandi ræða sem fær öldungur flytur til að hjálpa bræðrunum að meta að verðleikum þá vernd sem blóðkortið (Upplýsingar um læknismeðferð/Blóðgjöf óheimil) getur veitt og notar hann til þess efnið í tölugrein 1-3 í viðaukanum við Ríkisþjónustu okkar frá nóvember 1992. Á nokkrum af umdæmismótunum „Kennsla Guðs“ erlendis síðastliðið sumar kom í ljós að meira en 50 af hundraði þeirra blóðkorta, sem boðberar sýndu við bókaafgreiðslurnar til að fá ný rit sem komu út á mótinu, voru ekki með undirskrift, óvottfest eða orðin of gömul. Látið dreifa nýjum kortum til skírðra boðbera eingöngu og takið síðan til umfjöllunar bréfið frá Félaginu, dagsett 1. janúar 1994, þar sem útskýrt er hvernig útfylla á blóðkortið. Ráðleggið bræðrunum að fylla kortið EKKI út í kvöld heldur taka það með heim, íhuga vandlega hverjar þarfir þeirra eru (lyfjataka, heilsuvandamál, ofnæmi) og síðan útfylla það eins og við á. En þeir ÆTTU EKKI AÐ UNDIRRITA kortið þá. Boðberarnir skyldu gæta þess að taka kortið með í næsta safnaðarbóknám og þar munu öldungarnir veita aðstoð sína við að sjá til þess að kortið sé undirritað, staðfest af vitundarvottum og dagsett. Bóknámsstjórinn mun nota nýlega yfirfarinn nafnalista til að fullvissa sig um að allir í hópnum hans séu teknir inn í myndina. (Hjálpa mætti skírðum foreldrum að fylla út nafnskírteini fyrir börnin sín.) Þeir sem ekki eru viðstaddir þetta bóknám gætu eigi að síður fengið þessa aðstoð hjá bóknámsstjórum/öldungum á næstu þjónustusamkomu uns búið er að útfylla á réttan hátt og undirrita kort allra skírðra boðbera. Öldungarnir ættu að hafa lista yfir þá sem eftir eiga að ganga frá þessu máli og reyna að ljúka frágangi allra kortanna eins fljótt og mögulegt er.
20 mín: „Förum aftur til að byggja upp þakklæti.“ Efnið rætt við áheyrendur. Leggið áherslu á mikilvægi markviss undirbúnings. Vekið sérstaka athygli á varnaðarorðunum í tölugrein 6. Tvær eða þrjár sýnikennslur þar sem notaðar eru tillögurnar í greininni. Ljúkið atriðinu með því að undirstrika það sem fram kemur í tölugrein 7.
Söngur 43 og lokabæn.
Vikan sem hefst 17. janúar
Söngur 76
10 mín: Staðbundnar tilkynningar, reikningshaldsskýrslan og þakkir frá Félaginu fyrir frjáls framlög. Farið þakkarorðum um fjárstuðning boðberanna við starfsemi Félagsins, svo og við starf safnaðarins. Minnið hvern þann, sem ekki hefur enn þá gengið að fullu frá blóðkortinu (Upplýsingar um læknismeðferð/Blóðgjöf óheimil), að gera það í kvöld með því að leita til bóknámsstjórans síns eða annars öldungs.
15 mín: „Starf á svæði sem oft er farið yfir.“ Spurningar og svör undir stjórn starfshirðisins. Í söfnuðum, sem fara oft yfir svæði sitt, skyldi hafa sýnikennslu þar sem notuð eru einhver af inngangsorðunum í Rökræðubókinni sem vísað er til í tölugrein 4 og 5, svo og önnur viðeigandi inngangsorð, annaðhvort frá tölugreinum 6 og 7 eða inngangsorð sem útbúin eru sérstaklega fyrir svæði safnaðarins. Í söfnuðum, sem fara ekki oft yfir starfsvæði sitt, ætti í sýnikennslunum að nota önnur inngangsorð frá Rökræðubókinni sem falla betur að aðstæðum safnaðarins. Sýnikennslurnar ættu að vera raunhæfar og vel æfðar.
20 mín: „Alvarleg ábyrgð að sækja samkomur.“ Farið yfir efnið með spurningum og svörum. Í tengslum við tölugrein 2 skal hafa viðtal við boðbera sem hafa yfirstigið hindranir til þess að geta sótt samkomurnar á reglulegum grunni. Þetta atriði skyldi meðhöndlað á jákvæðan og uppörvandi hátt.
Söngur 5 og lokabæn.
Vikan sem hefst 24. janúar
Söngur 12
5 mín: Staðbundnar tilkynningar. Hvetjið alla til þátttöku í boðunarstarfinu næstkomandi helgi. Greinið frá ráðstöfunum sem söfnuðurinn hefur gert til boðunarstarfsins næstu daga.
20 mín: Hvernig fjölskyldan getur notað Árbókina. Fjölskyldufaðir stýrir örvandi upprifjun á inngangsefninu í Árbókinni 1994. Lýkur samræðunum með því að draga upp í stórum dráttum hvernig fjölskyldan mun fara yfir nokkrar blaðsíður í Árbókinni í hverri viku á komandi mánuðum.
20 mín: Starf safnaðarins úti á akrinum. Starfðhirðir og annar öldungur líta yfir starfsemi safnaðarins síðustu fjóra mánuðina. Þriðjungur þjónustuársins er nú þegar liðinn (september-desember). Hvernig stendur söfnuðurinn sig? Koma með einlæg hrósunarorð fyrir það sem söfnuðurinn gerir vel. Nefna einnig svið þar sem söfnuðurinn gæti tekið framförum og koma með raunhæfar tillögur um hvernig fara megi að því. Takið með eina eða tvær stuttar og uppörvandi frásagnir úr boðunarstarfinu frá fyrstu fjórum mánuðum þjónustuársins. Ljúka atriðinu á jákvæðum og uppbyggjandi nótum. Jesús öðlaðist gleði sína frá því að sinna þjónustu sinni til fulls. Það mun einnig reynast okkur mikill gleðigjafi að vera önnum kafin í því starfi sem Jehóva hefur veitt okkur. — Jóhannes 4:34; 1. Kor. 15:58.
Söngur 17 og lokabæn.
Vikan sem hefst 31. janúar
Söngur 106
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Hvetjið alla til að hefja boðunarstarfið snemma í mánuðinum með því að taka þátt í starfinu næstu helgi. Komið með gagnlegar tillögur um hvernig bjóða megi nýjustu blöðin.
10 mín: Spurningarkassinn. Ræða með einhverri þátttöku áheyrenda. Hjálpið öllum til að skilja hvers vegna meðhöndla ætti málin eins og útlistað er í fyrstu þremur tölugreinunum. Það kemur fyrir af og til að reiðir húsráðendur hringja eða skrifa til Félagsins og segjast hafa mælt svo fyrir alloft við votta Jehóva að þeir hættu að heimsækja þá en þeir haldi samt áfram að koma. Hafi einhver húsráðandi farið fram á að við kæmum ekki í heimsókn skyldum við þar af leiðandi virða þá ósk og gæta þess að koma slíkum upplýsingum til skila þegar við skilum inn svæðinu. Við ættum einnig að athuga hvort um nokkur slík heimili sé að ræða þegar við tökum við nýju svæði til að starfa á.
10 mín: Bjóðum bókina Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð í starfinu hús úr húsi. Stutt ræða, flutt af eldmóði um hvernig bókin hefur sannað gildi sitt við að hjálpa fólki að þekkja og tilbiðja Jehóva. Sýnið hvernig boðberi gæti notað tillögurnar í þessu tölublaði Ríkisþjónustu okkar til að búa sig undir að nota þessa bók í starfinu úti á akrinum.
15 mín: Staðbundnar þarfir eða ræða öldungs um efnið „Höfum rétt viðhorf til miskunnar Guðs,“ byggð á Varðturninum (enskri útgáfu), 1. október 1993, blaðsíðu 22-25.
Söngur 14 og lokabæn.