Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.94 bls. 1
  • Starf á svæði sem oft er farið yfir

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Starf á svæði sem oft er farið yfir
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Notarðu þessi hjálpargögn?
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Undirbúum árangursríkar kynningar
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Vertu fjölhæfur í þjónustu þinni
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Hafðu stöðugt gát á kennslu þinni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 1.94 bls. 1

Starf á svæði sem oft er farið yfir

1 Það er ánægjulegt að frétta að víða um heim geti söfnuðir farið oft á ári yfir svæði sín. (Matt. 24:14; 1. Tím. 2:3, 4) Þó að því fylgi sérstök áskorun hefur reynslan sýnt að henni má mæta með góðum árangri ef við erum vel undirbúin og útbúin til að takast á við ýmsar aðstæður sem upp koma.

2 Áhrifarík inngangsorð skipta höfuðmáli: Það er mjög mikilvægt að vera undir það búinn að nota ein eða fleiri vel úthugsuð inngangsorð. Þar ættu að koma fram hnitmiðaðar fullyrðingar sem draga skýrt fram hina þýðingarmiklu ástæðu tíðra heimsókna okkar.

3 Rökræðubókin hefur að geyma mörg góð dæmi um viðeigandi inngangsorð sem nota má. Þrjú dæmi er að finna á blaðsíðu 15 undir fyrirsögninni „Á svæði sem oft er farið yfir.“ Æfðu þau sem þú vilt nota á svæði þínu.

4 Sumum boðberum reynist árangursríkt að nota efni úr dagblöðunum á staðnum til að koma af stað samræðum á svæðum þar sem oft er starfað. Rökræðubókin gefur þrjú dæmi um hvernig gera megi það. Skoðaðu önnur inngangsorðin undir fyrirsögninni „Glæpir/Öryggi“ á bls. 10 og fyrstu tvenn inngangsorðin undir fyrirsögninni „Atburðir líðandi stundar“ á bls. 10 og 11.

5 Inngangsorð sem þú undirbýrð: Þú skalt óhikað setja saman og nota inngangsorð sniðin eftir þeim sem er að finna í Rökræðubókinni. Notaðu orðalag sem er þér tamt, þín eigin orð. Þú gætir æft inngangsorðin þín með reyndum boðbera áður en þú notar þau í boðunarstarfinu.

6 Þú gætir til dæmis sagt eitthvað á þessa leið:

◼ „Frá því að við heimsóttum þig síðast, [nefndu nýlega og alþekkta atburði]. Margir hér um slóðir hafa látið í ljós verulegar áhyggjur af þessu af því að það hefur áhrif á okkur öll á einn eða annan hátt. Þú hefur ef til vill velt þessu fyrir þér líka. [Stutt málhvíld til að hleypa að hugsanlegu svari.] Þegar litið er á heimsástandið, ert þú þá ekki sammála því sem spámaðurinn Jeramía skrifaði í 10. kafla og versi 23?“ Þegar þú hefur lesið versið skaltu fá álit húsráðandans og beina síðan athyglinni að ritningarstað sem sýnir hvernig Jehóva mun leysa það vandamál sem þú minntist á.

7 Eða þú gætir sagt:

◼ „Þú tókst væntanlega eftir því í fréttunum í dag [nefndu sérstaka frétt]. Þú ert kannski sammála því að þetta snertir okkur öll. [Stutt þögn til að hleypa að svari.] Við getum vonast til að stjórnvöld komi með einhverja skammtímalausn; Biblían sýnir hins vegar hvernig þessi vandi verður leystur til frambúðar.“ Beindu athyglinni að ritningarstað sem útskýrir hvað Guð muni gera.

8 „Hvers vegna komið þið svona oft?“ Þessi spurning gæti bundið enda á samræðurnar en viðeigandi svör eru gefin í Rökræðubókinni á blaðsíðu 20 undir fyrirsögninni „Hvers vegna komið þið svona oft?“ Við getum, jafnvel án þess að vera spurð, gripið hvert viðeigandi tækifæri til að hjálpa öðrum að gera sér ljóst að ósvikinn kærleikur til Guðs og náungans fær okkur til að koma í heimsókn eins oft og mögulegt er. Umræður um orð Jesú í Jóhannesi 21:15-17 gætu reynst mjög gagnlegar í þessu samhengi.

9 Uns Jehóva segir að nóg sé komið skulum við halda áfram að taka þeirri áskorun að starfa á svæðum sem oft er farið yfir. Ef við erum staðráðin í því getum við verið viss um að hann muni leiða, vernda og blessa okkur allt til enda. — Matt. 28:19, 20.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila