Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.94 bls. 4
  • Förum aftur til að byggja upp þakklæti

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Förum aftur til að byggja upp þakklæti
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Byggðu á áhuganum með því að fara í áhrifaríkar endurheimsóknir
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Aðstoðum sauðumlíkt fólk að byggja á traustum grunni
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Byggðu upp djörfung til að fara í endurheimsóknir
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Farðu aftur með gleði til að hjálpa þeim sem sýnt hafa áhuga
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 1.94 bls. 4

Förum aftur til að byggja upp þakklæti

1 Innihaldsríkar endurheimsóknir stuðla að því að örva smám saman og auka stig af stigi vöxt húsráðandans í þá átt að taka trú. Hér eru nokkrar hagnýtar tillögur sem gott er að hafa í huga þegar farið er aftur til þeirra sem sýnt hafa áhuga.

2 Fyrst af öllu skaltu undirbúa þig vel. Undirbúningur fyrir endurheimsókn hefst þegar í fyrstu heimsókninni. Hvernig þá? Með því að skrá nákvæmlega hverjir sýndu áhuga. Skrifaðu hjá þér nafn húsráðandans, hvað þið rædduð um, viðbrögð hans og ritin sem hann þáði hjá þér. Skoðaðu síðan millihúsaminnisblaðið áður en þú ferð í endurheimsóknina og hugleiddu vandlega hvað þú ætlar að segja.

3 Núna ert þú tilbúinn. Hvað getur þú sagt? Ef þú skildir eftir spurningu hjá húsráðandanum í fyrstu heimsókn getur þú byggt ofan á það efni þegar þú kemur aftur. Ef fyrsta heimsóknin snerist til dæmis um blessanir Guðsríkis gætir þú borið fram spurninguna: „Hvers vegna leyfir Guð illskuna?“

Þegar þú kemur aftur gætir þú sagt eftir að hafa kynnt þig:

◼ „Þegar við töluðum saman síðast ræddum við um hvers vegna Guð leyfir hina miklu illsku nú á dögum. Hefur þú hugleitt það eitthvað frekar?“ [Gefðu kost á svari.] Heldur þú að Guð beri í raun umhyggju fyrir mannkyninu? [Gefðu kost á svari.] Líttu á það sem Biblían segir í Jóhannesi 3:16.“ Eftir að hafa lesið versið gætir þú vakið athygli á 16. kafla í Sköpunarbókinni og bent þar á nokkur atriði sem þú hefur valið fyrirfram.

4 Önnur íhugunarverð spurning, sem þú gætir skilið eftir í fyrstu heimsókn, gæti verið: „Ef Guð ætlaði mönnum eilíft líf, hvers vegna hrörna menn þá og deyja?“ Þegar þú kemur aftur gætir þú sýnt þeim að svar Biblíunnar við spurningunni er að finna í Rómverjabréfinu 5:12. Þegar þú hefur lesið ritningarstaðinn skaltu vekja athygli húsráðandans á tölugrein 8 og 9 í 16. kafla Sköpunarbókarinnar.

5 Ef þú ræddir í fyrstu heimsókn um hvers vegna við getum treyst Biblíunni og skildir eftir smáritið um það efni gæti góð spurning til að byggja á endurheimsókn verið: „Er Biblían í andstöðu við nútímavísindi?“ Þegar þú kemur aftur gætir þú talað um afmarkað efni í 17. kafla Sköpunarbókarinnar.

6 En nokkur varnaðarorð: Vertu varkár í spurningum þegar þú kemur aftur. Spurningar eins og „Lastu það sem ég skildi eftir?“ eða „Manstu eftir mér?“ eða „Manstu eftir hvað við töluðum um þegar ég var hér síðast?“ geta gert húsráðandann vandræðalegan. Yfirleitt gefa slíkar spurningar ekki góða raun. Vertu hins vegar vingjarnlegur, sveigjanlegur og stuttorður. Þeir eiginleikar verða boðskapnum til framdráttar.

7 Nota má þessar aðferðir og aðrar til að glæða þakklæti í hjörtum áhugasamra manna. Hví ekki að setja sér það persónulega markmið að fara í að minnsta kosti eina endurheimsókn í viku? Notfærðu þér hinar hagnýtu tillögur hér að framan og leitaðu uppi reynda boðbera sem hjálpa þér. Gleði þín mun aukast þegar þú byggir ofan á byrjunaráhugann með því að fara í áhrifaríkar endurheimsóknir.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila