Aðstoðum sauðumlíkt fólk að byggja á traustum grunni
1 Til að byggja hús þarf vandlega unna áætlun og samræmt átak. Þegar húsið hefur verið hannað þarf að undirbúa byggingarstaðinn og leggja traustan grunn. Byggingunni miðar áfram stig af stigi uns henni er að fullu lokið. Á sama hátt verðum við að aðstoða sauðumlíkt fólk að læra sannleikann stig af stigi. Í fyrstu heimsókn gerum við okkur far um að glæða upp áhuga. Þar næst förum við í endurheimsóknir og leggjum traustan grunn með því að kenna grundvallarsannindin um Guð og tilgang hans með mannkynið. — Lúk. 6:48.
2 Áður en hægt er að leggja grunninn verðum við þó að undirbúa byggingarstaðinn, ef svo má að orði komast, og þá þurfum við að taka aðstæðurnar með í reikninginn. Hvaða efni var áður tekið til umfjöllunar? Hvaða ritningarstaðir voru notaðir? Hver urðu viðbrögðin? Hvaða rit voru skilin eftir? Þegar þú ferð aftur skaltu hafa ákveðin atriði í huga og leggja grunninn smátt og smátt. Þekking húsráðandans vex með hverri heimsókn og trú hans á Guð eykst.
3 Ef hann hefur fengið „Lifað að eilífu“ bókina gætir þú sagt:
◼ „Ég er mjög ánægður að hitta þig heima. Þú manst ef til vill að þegar við ræddum saman síðast veltum við fyrir okkur dvínandi áhuga manna á Guði hér á landi. Biblían gefur skýrt til kynna að Guð hefur áhuga á mannkyninu og að réttlátir menn muni öðlast blessun fyrir milligöngu ríkis hans. [Lestu Matteus 6:9, 10.] Þetta ríki mun koma því til leiðar að réttlætið mun ná yfirhöndinni.“ Lestu Jesaja 11:3-5 og vektu síðan athygli húsráðandans á fyrstu tveimur greinunum í 1. kafla í Lifað að eilífu bókinni. Sýndu hvernig hægt er að nema þetta efni með þeirri aðferð sem notuð er í biblíunámi.
4 Ef þú skildir eftir í fyrstu heimsókninni smáritið Líf í friðsömum nýjum heimi gætir þú rifjað upp helstu atriði þess sem þið rædduð þá um varðandi þörfina á betra ástandi og fyrirheit Biblíunnar um betri heim. Leggðu áherslu á að við verðum að afla okkur nákvæmrar þekkingar til þess að lifa í nýja heiminum. Lestu Jóhannes 17:3. Útskýrðu að þegar við höfum aflað okkur slíkar þekkingar þá verðum við að gera vilja Guðs. Lestu 1. Jóhannesarbréf 2:17. Beindu athygli hans að vissum atriðum á blaðsíðu 5 í smáritinu.
5 Ef rætt var um fjölskyldulífið þegar þú útbreiddir „Lifað að eilífu“ bókina í fyrstu heimsókn, gætir þú sagt:
◼ „Síðast þegar ég kom ræddum við um fjölskyldulífið. Við vorum sammála um að til þess að lifa hamingusömu fjölskyldulífi væri nauðsynlegt að fylgja leiðsögn Biblíunnar. Hvað heldur þú að þurfi til að láta hjónabandið heppnast?“ Gefðu kost á svari. Bentu á ákveðin atriði í því sem fram kemur á blaðsíðu 243-6 í Lifað að eilífu bókinni. Biddu húsráðandann að tjá sig um myndirnar og ræddu um atriði sem þú hefur valið eftir því sem við á. Leggðu áherslu á hagnýtt gildi þeirra meginreglna sem fram koma í Biblíunni.
6 Ef þú skildir eftir blað með grein um fjölskylduna skaltu fara yfir þær frumreglur frá Biblíunni sem þar er vakin athygli á. Ef þú nærð að vekja upp áhuga húsráðandans getur þú boðið honum Lifað að eilífu bókina. Bentu á 29. kaflann, „Farsælt fjölskyldulíf,“ og sýndu hvernig fara má yfir það efni með honum og fjölskyldu hans.
7 Förum öll reglulega í endurheimsóknir. Fylgjum eftir þeim áhuga sem menn sýna með því að fara í áhrifaríkar endurheimsóknir í september.