Glæðum áhuga á friðarríki Guðs
1 Í febrúarmánuði leggjum við áherslu á að bjóða bókina Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð. Markmið okkar ætti að vera að hjálpa hjartahreinu fólki að glæða með sér þakklæti fyrir Guðsríki og það sem það mun koma til leiðar. Viðhorfsspurningar geta reynst okkur gagnlegar við það.
2 Eftir að hafa heilsað vingjarnlega gætum við sagt eitthvað á þessa leið:
◼ „Óvæntar stjórnarfarsbreytingar eru að eiga sér stað víða um heim og oft er minnst á frið sem markmið. Heldur þú að sannur friður verði einhvern tíma að veruleika? [Gefðu kost á svari.] Margir vænta þess að mennskir stjórnendur komi á friði en samt er vert að skoða hvernig Guð lofar friði í Sálmi 46:10. [Lestu.] Hvaða breytingar á heiminum heldur þú að aðgerðir Guðs muni leiða af sér? [Hlustaðu á svar húsráðandans og sýndu síðan smáritið Líf í friðsömum nýjum heimi.] Getur þú séð fyrir þér aðstæður eins og þær sem myndin sýnir?“ Ræddu um það sem fram kemur undir millifyrirsögninni „Líf í nýjum heimi Guðs.“ Ef aðstæður leyfa mætti halda áfram og nota upplýsingarnar í Rökræðubókinni, blaðsíðu 227-32, undir spurningunni „Hverju mun Guðsríki áorka?“ Við gætum lokið samræðunum með því að spyrja: „Heldur þú að stjórn frá Guði muni koma þessum breytingum til leiðar?“ Ef húsráðandinn sýnir áhuga ætti að gera ráðstafanir til að heimsækja hann aftur.
3 Við gætum líka sagt:
◼ „Margir láta í ljós áhyggjur af þeim kvíðvænlegu atburðum og vandamálum sem eru að verða daglegt brauð hér á landi sem annars staðar. Heldur þú að það sé nokkur von um að þetta leysist? [Gefðu kost á athugasemd.] Sumum finnst kannski að Guði standi á sama um ástand mannkynsins. En líttu á hverju hann lofar í Opinberunarbókinnni 21:3, 4.“ Lestu versin. Þegar hér er komið mætti sýna Lifað að eilífu bókina, nýjasta blaðið eða smáritið Mun þessi heimur bjargast? Ef smáritið er boðið mætti fjalla um efnið á blaðsíðu 2 og 3 undir fyrirsögninni „Framtíð þessa heims.“ Ef viðmælandi þinn sýnir áhuga getur þú ákveðið hvaða annað rit þú getur boðið honum. Ef þú býður honum bæklinginn Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? mætti spyrja: „Hvers vegna hefur Guð leyft þjáningar?“ Bentu á tölugrein 6 í bæklingnum og gerðu ráðstafanir til að ræða um hana í næstu heimsókn.
4 Þú kýst ef til vill að kynna grein í nýlegu blaði með því að gefa athugasemd um ákveðið efni í grein sem þú velur.
Ef húsráðandinn sýnir áhuga, kynntu þá blaðið með því ef til vill að segja:
◼ „Þessi grein fjallar nánar um efnið. [Lestu eina eða tvær setningar sem þú hefur valið fyrirfram.] Það er fleira í greininni sem er uppörvandi fyrir þig og fjölskyldu þína. Þar sem þú virðist hafa áhuga á þessu efni væri mér ánægja að láta þig fá þetta tölublað ásamt öðru blaði.“ Ef húsráðandinn þiggur blöðin gæti verið við hæfi að minnast á hvernig frjálsum framlögum er háttað.
5 Nú á tímum er fólk oft í óvissu um hvert það á að snúa sér til að fá svör við þeim vanda sem menn eiga við að etja. Við höfum þau sérréttindi að færa mönnum skýra framtíðarvon. (Post. 17:27) Við skulum því vera iðin við að beina athygli manna að Guðsríki sem kemur á sönnum friði.