Notum tímaritin okkar hús úr húsi
1 Tilgangi Vaknið! er greinilega lýst á blaðsíðu 4 í hverju tölublaði: „Þetta tímarit byggir upp trúartraust til fyrirheits skaparans um friðsælan og öruggan nýjan heim áður en kynslóðin, sem sá atburði ársins 1914, er öll.“ Slíkt tímarit verðskuldar sannarlega að við gerum eins mikið og mögulegt er til að koma því í hendur áhugasamra manna í starfi okkar hús úr húsi.
2 Vaknið! er frábær miðill til að vekja áhuga fólks sem er ef til vill ekki andlega sinnað. Þegar þú lest hvert tölublað skaltu leita að viðeigandi atriðum til að deila með öðrum. Sumir boðberar merkja við í einkaeintaki sínu og líta síðan yfir þessar athugasemdir sínar, áður en þeir fara með það tölublað út í boðunarstarfið, til þess að geta betur haft afmarkað efni í huga til að ræða um við húsráðendur.
3 Við gætum hafið kynningarorðin með því að gefa hnitmiðaða athugasemd um málefni sem fjallað er um í því Vaknið! sem við erum að nota.
Ef húsráðandinn sýnir áhuga gætum við kynnt blaðið með því ef til vill að segja:
◼ „Þessi grein í Vaknið! fjallar nánar um þetta efni.“ Lestu síðan eina eða tvær setningar sem þú hefur valið fyrirfram og haltu svo áfram: „Þar sem þú virðist hafa áhuga á þessu málefni myndir þú þá vilja lesa þessa grein og líka hinar tímabæru greinarnar sem eru í þessu tölublaði af Vaknið!? Sé svo, vildi ég gjarnan skilja það eftir hjá þér ásamt blaðinu Varðturninn.“ Ef húsráðandinn þiggur blöðin gæti verið viðeigandi að segja eitthvað á þessa leið: „Starf okkar er unnið um heim allan og kostað með frjálsum framlögum. Ef þú kærir þig um að gefa smávegis framlag núna væri það mér ánægja að taka við því.“
4 Ef húsráðandinn sýnir augljósan áhuga á andlegum málum gætum við vísað til ritningarstaðar, eins og 2. Tímóteusarbréfs 3:1-5 um síðustu daga. Að því búnu gætum við, til þess að vekja áhuga hans á blöðunum okkar, lesið beint frá blaðsíðu 2 í nýjasta tölublaði Varðturnsins þann hluta sem hefst þannig: „Tilgangur Varðturnsins.“ Að því búnu skaltu bjóða honum nýjustu tölublöðin af Varðturninum og Vaknið!
5 Í stað þess að nota einkum blöðin gætir þú, þegar þér finnst það eiga vel við, sagt eitthvað á þessa leið:
◼ „Hér á landi, og víða á Vesturlöndum, er oftast gengið út frá því sem vísu að maðurinn og aðrar lífverur séu til orðnar vegna þróunar lífsins. Fyrir fáeinum mannsöldrum trúðu flestir því að Guð hefði skapað heiminn og allt sem í honum er. Álítur þú að það skipti einhverju máli fyrir okkur hvort lífið sé til orðið við þróun eða sköpun? [Gefðu kost á svari.] Um þetta efni er fjallað í þessari bók Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? [Lestu nokkrar valdar setningar frá tölugreinum 2 og 3 í 1. kafla.] Bókin fjallar um þetta viðfangsefni og svarar þessum mikilvægu spurningum.“ Eftir því sem tíminn leyfir skaltu sýna húsráðandanum efnisyfirlitið og eina eða tvær af myndunum í bókinni.
6 Þegar við förum hús úr húsi skulum við hafa hugfast að við höfum tvö bestu verkfærin í heimi til að hjálpa fólki að taka andlegum framförum, en það eru tímaritin Varðturninn og Vaknið! Megum við vinna að því að örva áhuga húsráðendanna á þessum tímaritum og leggja okkur fram við að útbreiða þau við sérhvert tækifæri.