Sinnum þeim sem sýna áhuga
1 Þegar við dreifum tímaritunum okkar eða öðrum guðveldislegum ritum erum við að útbreiða boðskapinn sem Jesús Kristur kunngerði. Við ættum þess vegna að gera okkur sérstakt far um að fara aftur til sérhvers manns sem sýnir áhuga.
2 Ef þú lagðir áherslu á sérstaka grein í Vaknið! sem vakti áhuga húsráðandans skaltu taka fleiri þætti greinarinnar til umfjöllunar, þegar þú kemur aftur í heimsókn, og láta samræður ykkar snúast um einn lykilritningarstað eða ef til vill eina eða tvær efnisgreinar. Ef áhugi er enn fyrir hendi getur þú bent á að Vaknið! komi allri fjölskyldunni að gagni. Sérhvert tölublað fjallar um margvísleg viðfangsefni, eins og umhverfismál, hvernig við getum bætt okkur, tekist á við vandamálin nú á tímum, og spurningar sem varða ungt fólk. Ef húsráðandinn sýnir einlægan áhuga láttu hann þá vita að hægt sé að fá Vaknið! í áskrift og að hann geti fengið 4 tölublöð næstu tólf mánuðina.
3 Hvað nú ef húsráðandinn hefur ekki áhuga á neinum af greinunum í nýjasta tölublaðinu af Vaknið!? Í stað þess að ljúka samræðunum gætir þú nýtt þér þetta tækifæri til að fræða húsráðandann meira um starf votta Jehóva með því til dæmis að nota upplýsingarnar sem er að finna á blaðsíðu 206 í Rökræðubókinni.
4 Ef þú útbreiddir áður „Varðturninn“ með því að nota 2. Tímóteusarbréf 3:1-5 og lagðir áherslu á upplýsingarnar á blaðsíðu 2 í blaðinu gætir þú, þegar þú kemur aftur, sagt eitthvað á þessa leið:
◼ „Í fyrri samræðum okkar töluðum við um þýðingu þess sem er að gerast í kringum okkur í heiminum nú á tímum. Margir virðast hafa misst áhugann á Guði og þeim hegðunarreglum sem hann gefur okkur í Biblíunni. Þetta hefur haft mikil áhrif á viðhorf fólks og framkomu hvers í annars garð, eins og lýst er í Ritningunni í 2. Tímóteusarbréfi 3:1-5. Heldur þú að það sé góð og gild ástæða til þess að vænta betra ástands í framtíðinni?“ Eftir að hafa hlustað á athugasemd húsráðandans gætir þú beint athygli hans að 2. Pétursbréfi 3:13. Að því búnu gætir þú notað eitthvað af ritningarstöðunum í Rökræðubókinni á blaðsíðu 227-33 til að beina athyglinni að því sem Guðsríki mun gera fyrir mannkynið.
5 Í endurheimsókninni kannt þú að komast að raun um að húsráðandinn hallist að því að maðurinn sé til orðin fyrir þróun en ekki sköpun Guðs. Þú gætir þá sagt eitthvað á þessa leið:
◼ „Það er mjög almenn skoðun að lífið hafi orðið til við þróun en ekki verið skapað beint af Guði eins og Biblían kennir. En hvort væri nú æskilegra fyrir framtíð mannkynsins að rétt væri? Ef Biblían fer með rangt mál hvað varðar sköpun lífsins getum við þá treyst orðum hennar um Guð og það sem Guðsríki mun gera fyrir mennina? [Gefðu kost á svari.] Það er því ómaksins vert að kynna sér hvort það sé eins líklegt að þróunarkenningin sé sönn og haldið er að okkur.“ Beindu síðan athyglinni að Sköpunarbókinni og notaðu efnisyfirlitið til að sýna hvernig efnið er meðhöndlað.
6 Við skulum leggja okkur af alefli fram við að fara aftur til allra sem sýna sannleikanum áhuga og hjálpa þeim inn á stíginn sem liggur til eilífs lífs. — Jóh. 4:23, 24.