Höfum gagn af Guðveldisskólanum fyrir árið 1996 — 1. hluti
1 Hefur þú lesið leiðbeiningarnar sem fylgdu „Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1996“? Tókstu eftir einhverjum breytingum? Frá byrjun janúar til lok apríl er verkefni nr. 3 byggt á Rökræðubókinni, og frá maí til desember er það byggt á nýju Þekkingarbókinni. Verkefni nr. 4 er byggt á persónu úr Biblíunni og er ný persóna lögð til grundvallar í hverri viku.
2 Nemendaverkefni: Verkefni nr. 3 er falið systur. Þegar það er byggt á Rökræðubókinni ætti sviðsetningin að vera starfið hús úr húsi eða óformlegur vitnisburður. Þegar það er byggt á Þekkingarbókinni ætti sviðsetningin að vera endurheimsókn eða biblíunám. Sú sviðsetning ætti að reynast mjög gagnleg vegna þess að Þekkingarbókin verður notuð í miklum mæli sem hjálpargagn í heimabiblíunámum.
3 Ef sviðsetningin er heimabiblíunám geta báðar systurnar setið. Komið ykkur beint að náminu með því að hafa stutt inngangsorð og spyrja síðan prentuðu spurninganna. Hlutverk húsráðandans ætti að vera raunhæft. Fletta mætti upp og lesa tilvitnaða ritningarstaði eftir því sem tíminn leyfir. Systirin ætti að nota spurningar til að fá húsráðandann til að tjá sig og einnig ætti hún að rökræða út frá ritningarstöðunum sem notaðir eru. Á þann hátt beitir hún góðri tækni við fræðsluna.
4 Hvað ætti að gera ef í hinu úthlutaða efni er vísað í fleiri ritningarstaði en hægt er með góðu móti að ræða um á fimm mínútum? Veljið lykilritningarstaðina sem draga skýrt fram aðalatriðin. Ef aðeins eru fáeinir ritningarstaðir má ræða þeim mun ítarlegar um aðalatriðin í lexíunni. Öðru hverju mætti lesa eina tölugrein eða málsgrein í bókinni og ræða síðan efni hennar við húsráðandann.
5 Ef ræðuverkefnið nær yfir síðustu tölugreinar kaflans gæti boðberinn notað efnið í rammanum „Reyndu þekkingu þína“ í lok hvers kafla Þekkingarbókarinnar til stuttrar upprifjunar. Upplýsingar í römmum, sem falla innan hins úthlutaða efnis, má líka taka til umræðu eftir því sem tíminn leyfir. Ef slíkur upplýsingarammi er milli tveggja ræðuverkefna má systirin, sem fær fyrra verkefnið, fara yfir rammaefnið. Gefa má athugasemdir um myndirnar í bókinni hvenær sem þær falla að efninu sem verið er að ræða um.
6 Verkefni nr. 4 ætti að vera mjög athyglisvert og hagnýtt. Í hverri viku er fjallað þar um raunverulegt fordæmi — persónu sem Biblían segir frá. Kannið vandlega það sem bókin Innsýn í Ritningarnar, 1. bindi, segir um viðkomandi persónu í Biblíunni. Byggið ræðuna upp í kringum ræðustefið og veljið lykilritningarstaði sem munu hjálpa áheyrendunum að fá skýra mynd af biblíupersónunni og persónuleika hennar, þar með talið þeim eiginleikum hennar, eðlisþáttum og viðhorfum sem við viljum annaðhvort líkja eftir eða forðast. Taka má með ritningarstaði sem ekki tengjast beint biblíupersónunni ef þeir draga glögglega fram hvernig Jehóva lítur á vissa góða eða slæma eðlisþætti eða ef þeir tengjast ræðustefinu.
7 Ef við nýtum okkur til fulls þá þjálfun sem skólinn veitir verðum við færari um að ‚prédika orðið‘ á þann hátt sem veitir áheyrendum okkar og nemendum góða „fræðslu.“ — 2. Tím. 4:2.