Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.96 bls. 2
  • þjónustusamkomur fyrir janúar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • þjónustusamkomur fyrir janúar
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 1. janúar
  • Vikan sem hefst 8. janúar
  • Vikan sem hefst 15. janúar
  • Vikan sem hefst 22. janúar
  • Vikan sem hefst 29. janúar
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 1.96 bls. 2

þjónustusamkomur fyrir janúar

Vikan sem hefst 1. janúar

Söngur 68

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar.

15 mín: „Prédikum með innsæi.“ Ræðið um aðalatriðin og látið ein eða tvenn af kynningarorðunum koma fram í sýnikennslum. Hvetjið boðberana til að nýta sér sem best í boðunarstarfinu þau rit sem til eru.

20 mín: „Verið gerendur — ekki aðeins heyrendur.“ Spurningar og svör. Ræðið, eftir því sem tíminn leyfir, um mikilvægi hlýðninnar út frá upplýsingunum í Innsýnarbókinni, 2. bindi, blaðsíðu 521, grein 1 og 2.

Söngur 5 og lokabæn.

Vikan sem hefst 8. janúar

Söngur 31

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Hrósið söfnuðinum eins og við á fyrir fjárstuðning hans við prédikun fagnaðarerindisins, bæði á svæði safnaðarins og um heim allan.

15 mín: Það verndargildi sem blóðkortið (Upplýsingar um læknismeðferð/Blóðgjöf óheimil) hefur. Öldungur ræðir við söfnuðinn um mikilvægi þess að útfylla blóðkortið á réttan hátt og bera það alltaf á sér, svo og um nauðsyn þess að börnin beri alltaf á sér „Nafnskírteini“ sín. Eins og nafn kortsins ber með sér er á því að finna upplýsingar um hvers konar læknismeðferð korthafinn vill fá (eða ekki fá). Hvers vegna er þetta kort endurnýjað á hverju ári? Nýlegt kort hefur meiri sannfæringarkraft en kort sem er orðið það gamalt að menn kynnu að álíta það úrelt eða ekki lengur örugga vísbendingu um sannfæringu korthafans. Þetta kort talar fyrir þig ef þú ert ófær um að koma sjálfur upp orði. Kortin verða afhent boðberunum í kvöld. Þegar heim er komið ætti að útfylla þau skýrt og greinilega en korthafinn ætti ekki að undirrita þau alveg strax. Eins og gert hefur verið síðastliðin tvö ár mun undirritunin og vottun undirskriftarinnar fara fram þar sem safnaðarbóknámið er haldið undir umsjón bóknámsstjórans. Þeir sem skrifa undir sem vitundarvottar ættu með eigin augum að sjá korthafann rita nafn sitt á kortið. Þetta verður gert að loknu bóknáminu í vikunni sem hefst 15. janúar. (Á blaðsíðu 2 í Ríkisþjónustu okkar fyrir janúar 1994 er að finna nánari upplýsingar um hvernig fara skuli að.) Allir skírðir boðberar mega útfylla blóðkort. Óskírðir boðberar geta útbúið sínar eigin leiðbeiningar og er þeim frjálst að nota orðalag blóðkortsins og aðlaga það að sínum aðstæðum. Foreldrar geta hjálpað börnum sínum að útfylla nafnskírteinið.

20 mín: „Haltu ótrauður áfram í braut­ryðjandastarfi.“ Farið yfir greinar 1-11 með spurningum og svörum. Dragið skýrt fram meginatriðin og bjóðið braut­ryðjendum í söfnuðinum að segja stuttlega frá jákvæðri reynslu sinni. Hvetjið alla til að sýna brautryðjandaandann þótt núverandi aðstæður þeirra leyfi þeim ekki að vera brautryðjendur.

Söngur 70 og lokabæn.

Vikan sem hefst 15. janúar

Söngur 41

10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Ræðið stuttlega um hvernig bregðast megi við því vandamáli að fólk sé í vaxandi mæli ekki heima. Hvetjið boðberana til að vega upp á móti því með því að taka þá tali sem ganga fram hjá, standa á gangstéttinni eða sitja í bílum, fyrir utan að leitast við að fara hús úr húsi á þeim tímum sem líklegast er að finna fólk heima.

15 mín: „Haltu ótrauður áfram í braut­ryðjandastarfi.“ Farið yfir greinar 12-17 með spurningum og svörum. Undirstrikið nauðsyn þess að lifa einföldu lífi og vera ekki of fljótur til að hætta í brautryðjandastarfinu þó að á móti blási um stund.

20 mín: „Förum aftur til að sumir verði hólpnir.“ Farið yfir tillögurnar að kynningarorðum. Mælið með því markmiði að stofna biblíunám í nýju bókinni, Þekking sem leiðir til eilífs lífs.

Söngur 10 og lokabæn.

Vikan sem hefst 22. janúar

Söngur 33

5 mín: Staðbundnar tilkynningar.

20 mín: „Höfum gagn af námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1996 — 1. hluti.“ Ræða umsjónarmanns skólans. Farið yfir leiðbeiningarnar varðandi verkefni nemenda er birtust í Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1996 sem fylgdi Ríkisþjónustu okkar fyrir október 1995. Útskýrið greinilega hvernig verkefnin skuli unnin.

20 mín: „Tölum af djörfung.“ Ræða og umræður sem öldungur annast. Rifjið upp þær ráðstafanir sem söfnuðurinn gerir til boðunarstarfs á laugardögum og sunnudögum. Hrósið fyrir góðan stuðning við þessar ráðstafanir og komið með tillögur til úrbóta þar sem þeirra er þörf.

Söngur 7 og lokabæn.

Vikan sem hefst 29. janúar

Söngur 3

5 mín: Staðbundnar tilkynningar.

15 mín: Boðunarstarf í óblíðu veðri. Á þessum árstíma er allra veðra von. Þrír eða fjórir boðberar ræða saman um hvernig þeir geti haldið áfram að taka góðan þátt í boðunarstarfinu þrátt fyrir rysjótt verður. Margir söfnuðir starfa í dreifbýli á sumrin, sinna þéttbýlinu sérstaklega á veturna og hafa samansafnanir á stafssvæðinu til þess að draga úr óþarfa ferðalögum. Sumir spara sér fjölbýlishúsin þangað til veðrið verður vont. Nokkrar endurheimsóknir inn á milli hjálpa okkur að halda lengur út í starfinu hús úr húsi. Klæðumst hlýjum og hentugum fötum. Nota má símann eða skrifa bréf þegar ekki er skynsamlegt að vera úti við. Ræðir hverjar þær aðrar hugmyndir sem reynst hafa hagnýtar á ykkar starfssvæði.

10 mín: „Biblíunámsstarfið — Enn er nóg að gera.“ Farið yfir aðalatriðin með einhverri þátttöku áheyrenda. Undirstrikið hvernig við sýnum í verki að við höfum ósvikinn áhuga á þeim sem við prédikum fyrir.

15 mín: Bjóðum Þekkingarbókina í febrúar. Rifjið upp það helsta sem fram kom í Ríkisþjónustu okkar fyrir desem­ber 1995 um það að kynna nýju bókina. Hvetjið alla til að nota Þekkingarbókina í ríkum mæli í boðunarstarfinu í febrúar og mars og leitast við að stofna ný biblíunám.

Söngur 76 og lokabæn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila