Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.96 bls. 1
  • Verið gerendur — ekki aðeins heyrendur!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Verið gerendur — ekki aðeins heyrendur!
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Glaðir „gjörendur orðsins“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Leitum fyrst Guðsríkis — með því að bera alltaf fram lofgjörðarfórn
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Farið eftir orðinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2024
  • Lofum Jehóva dag hvern
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 1.96 bls. 1

Verið gerendur — ekki aðeins heyrendur!

1 Sannkristnir menn nú á tímum taka til sín áminningu Biblíunnar um að vera gerendur orðsins, ekki aðeins heyrendur. (Jak. 1:22) Það gerir þá mjög ólíka þeim sem segjast vera kristnir menn en þjóna Guði aðeins með vörunum. (Jes. 29:13) Jesús tók greinilega fram að einungis þeir sem gerðu vilja Guðs yrðu hólpnir. — Matt. 7:21.

2 Tilbeiðsla án verka, sem eru Guði þóknanleg, hefur enga þýðingu. (Jak. 2:26) Við ættum því að spyrja okkur: ‚Hvernig sanna verk mín að trú mín sé ósvikin? Hvað sýnir að ég lifi svo sannarlega í samræmi við trú mína? Hvernig get ég líkt betur eftir Jesú?‘ Heiðarlegt svar við þessum spurningum hjálpar okkur að sjá hvaða framförum við höfum tekið eða þurfum enn að taka til að gera vilja Guðs.

3 Sem fylgjendur Jesú verðum við að láta það sem fram kemur í orðum sálmaritarans vera helsta markmiðið í lífi okkar: “Af Guði hrósum vér oss ætíð og lofum nafn þitt að eilífu.“ (Sálm. 44:9) Kristni er lífsstefna sem kemur í ljós alla daga og í öllu sem við gerum. Við finnum til mikillar ánægju þegar við sýnum í öllum athöfnum okkar einlæga löngun til að vegsama Jehóva. — Fil. 1:11.

4 Að lofa Jehóva felur meira í sér en að lifa heiðarlegu lífi: Ef Guð krefðist einungis góðrar hegðunar myndum við einfaldlega einbeita okkur að því að fága persónuleika okkar. En tilbeiðsla okkar felur líka í sér að víðfrægja dáðir Jehóva og kunngera nafn hans. — Hebr. 13:15; 1. Pét. 2:9.

5 Prédikun fagnaðarerindisins meðal almennings er eitt mikilvægasta verkið sem við vinnum. Jesús helgaði sig þessu starfi vegna þess að hann vissi að það þýddi eilíft líf til handa þeim sem myndu hlusta. (Jóh. 17:3) Nú á tímum er ‚þjónusta orðsins‘ ekki síður mikilvæg; hún er eina leiðin til að verða hólpinn. (Post. 6:4; Rómv. 10:13) Við getum skilið hvers vegna Páll hvatti okkur til að ‚prédika orðið‘ og ‚gefa okkur að því‘ þegar við sjáum hversu víðtæk og góð áhrif það hefur. — 2. Tím. 4:2.

6 Hversu oft skyldum við hrósa okkur af Jehóva eða vegsama hann? Sálmaritarinn sagði að það væri í huga hans „ætíð [„allan daginn,“ NW].“ Er okkur þannig innanbrjósts? Já, og í hvert sinn sem við komumst í snertingu við fólk lítum við á það sem hugsanlegt tækifæri til að tala um nafn Jehóva. Við munum leita að viðeigandi tækifæri til að beina samtalinu inn á andlegar brautir. Við munum líka leitast við að taka að staðaldri þátt í boðunarstarfinu sem söfnuðurinn skipuleggur. Þeir sem búa við kringumstæður sem leyfa þeim að vera braut­ryðjendur geta hugleitt alvarlega að taka upp það starf vegna þess að það hjálpar okkur að setja prédikunarstarfið í fyrsta sætið á hverjum degi. Orð Guðs fullvissar okkur um að við verðum sæl ef við látum ekki af að gera vilja Guðs. — Jak. 1:25.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila