Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.96 bls. 3-6
  • Námsskrá guðveldisskólans fyrir árið 1997

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Námsskrá guðveldisskólans fyrir árið 1997
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Millifyrirsagnir
  • Leiðbeiningar
  • NÁMSSKRÁ
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 10.96 bls. 3-6

Námsskrá guðveldisskólans fyrir árið 1997

Leiðbeiningar

Guðveldisskólinn verður haldinn samkvæmt eftirfarandi leiðbeiningum árið 1997.

KENNSLURIT: Biblían, Vottar Jehóva — boðendur ríkis Guðs (Jehovah’s Witnesses—Proclaimers of God’s Kingdom) [jv], „Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg“ (“All Scripture Is Inspired of God and Beneficial”), útgáfan frá 1990 [si], Þekking sem leiðir til eilífs lífs [kl] og Innsýn í Ritninguna (Insight on the Scriptures) 1. bindi [it-1]. Tilvísanir í jv, si og it miðast við ensku útgáfuna.

Skólinn mun hafinn Á RÉTTUM TÍMA með söng og bæn og allir boðnir velkomnir og síðan haldið áfram sem hér segir:

VERKEFNI NR. 1: 15 mínútur. Öldungur eða safnaðarþjónn flytji þessa ræðu og hún mun byggð á bókinni Vottar Jehóva — boðendur ríkis Guðs eða bókinni „Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg.“ Þegar þetta verkefni er byggt á Boðendabókinni skal flytja það sem 15 mínútna kennsluræðu án munnlegrar upprifjunar; sé það byggt á bókinni „Öll Ritningin . . .“ skal flytja það sem 10 til 12 mínútna kennsluræðu og síðan fylgja 3 til 5 mínútna munnleg upprifjun þar sem prentuðu spurningarnar í bókinni eru notaðar. Markmiðið skyldi vera að fara ekki aðeins yfir efnið heldur að beina athyglinni að hagnýtu gildi þess og leggja áherslu á það sem kemur söfnuðinum að mestu gagni. Nota skal stefið sem er í námsskránni. Ræðumaðurinn getur bent á teikningar, ljósmyndir og kort í Boðendabókinni og notað þær sem kennslutæki.

Bræðurnir, sem flytja þessa ræðu, skyldu gæta þess vel að fara ekki yfir tímann. Veita má leiðbeiningar einslega sé það nauðsynlegt eða ræðumaðurinn biður um það.

HÖFUÐÞÆTTIR BIBLÍULESEFNISINS: 6 mínútur. Þetta atriði annist öldungur eða safnaðarþjónn sem mun laga efnið á áhrifaríkan hátt að þörfum safnaðarins. Ætti ekki aðeins að vera samantekt lesefnisins. Hafa má 30 til 60 sekúndna heildaryfirlit hinna tilteknu kafla. Markmiðið er þó fyrst og fremst að hjálpa áheyrendum að skilja hvers vegna og hvernig þessar upplýsingar hafa gildi fyrir okkur. Umsjónarmaður skólans mun síðan biðja nemendur að ganga til sinnar skólastofu.

VERKEFNI NR. 2: 5 Mínútur. Þetta er upplestur frá Biblíunni á hinu úthlutaða efni og skal flutt af bróður hvort sem ræðan er haldin í aðalsalnum eða hinum deildunum. Lesverkefnin eru yfirleitt nógu stutt til þess að nemandinn geti í fáum orðum veitt fræðandi upplýsingar og útskýringar í inngangi og niðurlagi ræðunnar. Draga má fram sögulegt baksvið, spádómlega merkingu, tengsl við kennisetningar, frumreglur og heimfærslu þeirra. Lesa skyldi öll versin sem ræðumanni er úthlutað og lesturinn vera órofin. Þegar versin, sem lesa á, eru ekki samliggjandi má nemandinn að sjálfsögðu tilgreina versið þar sem lesturinn heldur áfram.

VERKEFNI NR. 3: 5 mínútur. Fela skyldi systrum þetta verkefni. Efnið er byggt á bókinni Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Sviðsetningin má vera óformlegur vitnisburður, endurheimsókn eða heimabiblíunám og þáttakendurnir mega sitja eða standa að vild. Skólahirðirinn mun einkum hafa áhuga á því hvernig nemandinn hjálpar húsráðandanum að rökhugsa og skilja efnið og hvernig ritningarstaðirnir eru heimfærðir. Nemandinn, sem fær þetta verkefni, ætti að vera læs. Umsjónarmaður skólans mun velja nemandanum einn aðstoðarmann en nota má þó fleiri en einn til aðstoðar. Nemandinn getur ákveðið hvort hann láti húsráðandann lesa ákveðnar greinar í bókinni eða sleppi því. Hugsa skal fyrst og fremst um áhrifaríka notkun efnisins en ekki sviðsetninguna.

VERKEFNI NR. 4: 5 mínútur. Bróður eða systur skyldi falið þetta verkefni. Það er byggt á persónu í Biblíunni. Nafn hennar er gefið í námsskránni, svo og stef ræðunnar. Upplýsingar um persónuna má finna í Innsýn í Ritninguna, 1. bindi, undir nafni hennar. Nemandinn ætti að kynna sér ritningarstaðina sem þar er vísað í til þess að frá skýra mynd af biblíupersónunni — atburðum í lífi hennar, persónuleika, eðlisþáttum og viðhorfum. Því næst ætti nemandinn að semja ræðu í kringum stefið og velja viðeigandi ritningarstaði til að nota í henni. Bæta má inn ritningarstöðum sem draga vel fram biblíulegar frumreglur sem tengjast stefinu. Tilgangur ræðunnar er að sýna hvað megi læra af fordæmi biblíupersónunnar. Trúföst breytni, hugrekki, auðmýkt og ósérplægni eru góð fordæmi til eftirbreytni; ótrúmennska og óæskilegir eðlisþættir eru áhrifarík víti til varnaðar til að snúa kristnum mönnum frá rangri braut. Þegar bróðir flytur ræðuna ætti flutningurinn að miðast við áheyrendurna í ríkissalnum. Þegar systir flytur þessa ræðu skal bera fram efnið í samræmi við leiðbeiningarnar við verkefni nr. 3.

LEIÐBEININGAR OG ATHUGASEMDIR: Eftir hverja nemandaræðu mun umsjónarmaður skólans veita hnitmiðaðar leiðbeiningar. Hann þarf ekki fylgja þeirri niðurröðun sem er á ræðuráðleggingakortinu heldur ætti fremur að einbeita sér að þeim þáttum ræðumennskunnar sem nemandinn þarf að taka framförum í. Ef nemandinn á ekkert annað skilið en „G“ fyrir frammistöðu sína og hvergi á kortinu stendur eftir „F“ eða „Æ“ þá ætti leiðbeinandinn að setja hring um það efni sem nemandinn skyldi vinna að fyrir næstu ræðu. Hringinn skal setja um reitinn sem „G,“ „F“ eða „Æ“ er venjulega merkt í. Leiðbeinandinn skýrir nemandanum frá því þetta sama kvöld og merkir það líka á verkefnablaðið (S-89) sem nemandinn fær fyrir næstu ræðu. Þeir sem flytja ræður ættu að sitja framarlega í salnum. Það sparar tíma og gerir umsjónarmanni skólans kleift að beina leiðbeiningum sínum beint til hvers nemanda. Eftir að leiðbeinandinn hefur gefið nauðsynlegar leiðbeiningar getur hann, eins og tíminn leyfir, gefið athugasemdir um fræðandi og hagnýt atriði sem nemendurnir tóku ekki fram. Umsjónarmaðurinn skyldi gæta þess að nota ekki meira en tvær mínútur til leiðbeininga og athugasemda eftir hverja nemandaræðu. Ef bróðirinn, sem annast höfuðþætti biblíulesefnisins, þarf á leiðbeiningum að halda mætti veita þær einslega.

UNDIRBÚNINGUR RÆÐU: Áður en nemandi hefst handa við að semja ræðu sína ætti hann að lesa vandlega það efni í Handbók Guðveldisskólans sem fjallar um þann þátt ræðumennskunnar sem hann á að vinna að. Nemendur, sem er úthlutuð verkefni nr. 2, mega velja stef sem fellur vel að þeim hluta Biblíunnar sem á að lesa. Aðrar ræður skulu samdar í samræmi við stefið sem sýnt er í prentuðu námsskránni.

TÍMAVARSLA: Engin ræða skyldi fara yfir tímann og ekki heldur leiðbeiningar og athugasemdir leiðbeinandans. Ræður nr. 2, 3 og 4 skyldu kurteislega stöðvaðar þegar tíminn er liðinn. Sá sem fengið hefur það hlutverk að gefa stöðvunarmerki ætti að gefa merki um leið og tíminn er útrunninn. Þegar bræður, sem flytja kennsluræður eða höfuðþætti biblíulesefnisins, fara yfir tímann skal veita þeim ráðleggingar einslega. Dagskrá skólans í heild tekur 45 mínútur að frátöldum söng og bæn.

SKRIFLEG UPPRIFJUN: Með reglulegu millibili mun fara fram skrifleg upprifjun. Undirbúið ykkur með því að rifja upp hið úthlutaða efni og ljúka við að lesa það sem sett var fyrir í Biblíunni. Við upprifjunina, sem tekur 25 mínútur, má aðeins nota Biblíuna. Það sem eftir er af tímanum mun notað til að ræða um spurningarnar og svörin við þeim. Hver nemandi fer yfir sitt eigið blað. Umsjónarmaður skólans mun athuga með áheyrendunum svörin við upprifjunarspurningunum og fjalla aðallega um þyngri spurningarnar, hjálpa öllum að skilja svörin greinilega. Skriflegri upprifjun samkvæmt námsskránni má fresta um viku gerist þess þörf af staðbundnum ástæðum.

NÁMSSKRÁ

6. jan. Biblíulestur: Sakaría 1 til 5

Söngur nr. 48

Nr. 1: Kynning á Sakaría (si bls. 168-9 gr. 1-7)

Nr. 2: Sakaría 2:1-13

Nr. 3: Maðurinn var ekki gerður til að deyja (kl bls. 53 gr. 1–3)

Nr. 4: Eva—Stef: Hunsum ekki guðræðislega forystu

13. jan. Biblíulestur: Sakaría 6 til 9

Söngur nr. 96

Nr. 1: Hvernig starf Guðsríkis er fjármagnað (jv bls. 340 gr. 1 bls. 343 gr. 3)

Nr. 2: Sakaría 7:1-14

Nr. 3: Ískyggileg launráð (kl bls. 55-6 gr. 4-7)

Nr. 4: Esekíel—Stef: Hvernig halda má sér lausum við blóðskuld

20. jan. Biblíulestur: Sakaría 10 til 14

Söngur nr. 47

Nr. 1: Sakaría—Hvers vegna gagnleg (si bls. 171-2 gr. 23-7)

Nr. 2: Sakaría 12:1-14

Nr. 3: Hvernig Satan hratt launráðum sínum í framkvæmd (kl bls. 56-8 gr. 8-12)

Nr. 4: Esra (aronskur prestur)—Stef: Vertu kostgæfinn gagnvart hreinni tilbeiðslu

27. jan. Biblíulestur: Malakí 1 til 4

Söngur nr. 77

Nr. 1: Kynning á Malakí og hvers vegna gagnleg (si bls. 172-5 gr. 1-6, 13-17)

Nr. 2: Malakí 1:6-14

Nr. 3: Hvernig synd og dauði breiddust út (kl bls. 58-9 gr. 13-15)

Nr. 4: Felix—Stef: Virða á yfirvöld hvort sem þau eru spillt eða sanngjörn

3. feb. Biblíulestur: Matteus 1 til 3

Söngur nr. 85

Nr. 1: Kynning á Matteusi (si bls. 175-7 gr. 1-10)

Nr. 2: Matteus 2:1-15

Nr. 3: Varaðu þig á kænskubrögðum Satans (kl bls. 59-60 gr. 16-18)

Nr. 4: Festus—Stef: Áhrif djarfmannlegs vitnisburðar

10. feb. Biblíulestur: Matteus 4 og 5

Söngur nr. 4

Nr. 1: Fjármögnun samkomustaða og stækkunar Betelheimila (jv bls. 343 gr. 4–bls. 347 gr. 1; vísa má til dæma á bls. 352-401)

Nr. 2: Matteus 4:1-17

Nr. 3: Hafðu trú og vertu viðbúinn andstöðu (kl bls. 60-1 gr. 19-21)

Nr. 4: Gabríel—Stef: Kemur boðskap Guðs trúfastlega til skila

17. feb. Biblíulestur: Matteus 6 og 7

Söngur nr. 23

Nr. 1: Starf Guðsríkis er ekki verslunarvara (jv bls. 347 gr. 2–​bls. 351 gr. 6)

Nr. 2: Matteus 7:1-14

Nr. 3: Aðferð Guðs til að frelsa mannkynið (kl bls. 62-3 gr. 1-5)

Nr. 4: Gedalja (sonur Ahíkams)—Stef: Þegar viðvörun er gefin skaltu gera varúðarráðstafanir

24. feb. Biblíulestur: Matteus 8 og 9

Söngur nr. 93

Nr. 1: Vottar til ystu endimarka jarðarinnar (jv bls. 404 gr. 1–​bls. 408 gr. 3)

Nr. 2: Matteus 8:1-17

Nr. 3: Hvers vegna Messías myndi deyja (kl bls. 63-5 gr. 6-11)

Nr. 4: Gehasí—Stef: Haltu hjarta þínu frá ágirnd og svikum

3. mars Biblíulestur: Matteus 10 og 11

Söngur nr. 9

Nr. 1: Þakklæti fékk þá til að tala (jv bls. 409 gr. 1–​bls. 414 gr. 3)

Nr. 2: Matteus 11:1-15

Nr. 3: Hvernig lausnargjaldið var greitt (kl bls. 65-8 gr. 12-16)

Nr. 4: Gídeon—Stef: Guð hefur mætur á hinum trúföstu og lítillátu

10. mars Biblíulestur: Matteus 12 og 13

Söngur nr. 55

Nr. 1: Ljós sannleikans skín um allan heim (jv bls. 414 gr. 4–bls. 422 gr. 3; má taka með samantekt á bls. 422)

Nr. 2: Matteus 12:22-37

Nr. 3: Lausnarfórn Krists og þú (kl bls. 68-9 gr. 17-20)

Nr. 4: Golíat—Stef: Treystu Jehóva, ekki eigin mætti

17. mars Biblíulestur: Matteus 14 og 15

Söngur nr. 71

Nr. 1: Hin dimmu ár fyrri heimstyrjaldarinnar og endurnýjaður þróttur þar á eftir (jv bls. 423 gr. 1–bls. 427 gr. 2)

Nr. 2: Matteus 14:1-22

Nr. 3: Er Guð ábyrgur fyrir þjáningum manna? (kl bls. 70-1 gr. 1-5)

Nr. 4: Hagar—Stef: Ambátt og spádómlegt hlutverk hennar

24. mars Biblíulestur: Matteus 16 og 17

Söngur nr. 64

Nr. 1: Kostgæfnir þjónar orðsins útbreiða dýrmæt biblíusannindi (jv bls. 427 gr. 3–bls. 433 gr. 1)

Nr. 2: Matteus 17:14-27

Nr. 3: Fullkomin byrjun og illkvittin ögrun (kl bls. 72-3 gr. 6-10)

Nr. 4: Haggaí—Stef: Gerir vilja Guðs með þolgæði

31. mars Biblíulestur: Matteus 18 og 19

Söngur nr. 7

Nr. 1: Andlegt ljós skín á hinum afríska, spænska og portúgalska akri. (jv bls. 433 gr. 2–bls. 439 gr. 1)

Nr. 2: Matteus 19:16-30

Nr. 3: Hin raunverulegu deilumál og leið Jehóva til að útkljá þau (kl bls. 74-6 gr. 11-15)

Nr. 4: Kam—Stef: Virðingarleysi getur haft skelfilegar afleiðingar

7. apríl Biblíulestur: Matteus 20 og 21

Söngur nr. 3

Nr. 1: Náð til fólks á fjarlægum svæðum og Guði hlýtt þrátt fyrir mótspyrnu (jv bls. 439 gr. 2–bls. 443 gr. 2; má taka með samantekt á bls. 443)

Nr. 2: Matteus 20:1-16

Nr. 3: Hvað sannast hefur með því að Guð leyfir illskuna (kl bls. 76-7 gr. 16-19)

Nr. 4: Haman—Stef: Hroki og hatur einkenna börn djöfulsins

14. apríl Biblíulestur: Matteus 22 og 23

Söngur nr. 76

Nr. 1: Alveg á kafi í prédikun fagnaðarerindisins (jv bls. 444 gr. 1–​bls. 448 gr. 2)

Nr. 2: Matteus 23:1-15

Nr. 3: Með hvorum stendur þú? (kl bls. 78-9 gr. 20-3)

Nr. 4: Hanna—Stef: Ósíngjörn hollusta færir blessun

21. apríl Biblíulestur: Matteus 24 og 25

Söngur nr. 86

Nr. 1: Prédikað í Evrópu þrátt fyrir ofsóknir stríðsáranna (jv bls. 448 gr. 3–bls. 454 gr. 2; farið, eftir sem tíminn leyfir, nokkrum orðum um trúfasta votta, bls. 451-3)

Nr. 2: Matteus 24:32-44

Nr. 3: Hvað verður um látna ástvini okkar? (kl bls. 80-1 gr. 1-6)

Nr. 4: Hanún (sonur Nahas)—Stef: Farðu varlega í að dæma hvað öðrum kemur til

28. apríl Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri Sakaría 1 til Matteus 25

Söngur nr. 97

5. maí Biblíulestur: Matteus 26

Söngur nr. 44

Nr. 1: Framfarir þátt fyrir þrengingar stríðsáranna (jv bls. 455 gr. 1–​bls. 461 gr. 2; taka má með samantekt á bls. 461)

Nr. 2: Matteus 26:31-35, 69-75

Nr. 3: Hvað þar þýðir í raun að hverfa aftur til moldar (kl bls. 82-3 gr. 7-10)

Nr. 4: Hasael—Stef: Vægðarlaus kúgari uppfyllir biblíuspádóm

12. maí Biblíulestur: Matteus 27 og 28

Söngur nr. 100

Nr. 1: Matteus—Hvers vegna gagnleg (si bls. 180-1 gr. 29-33)

Nr. 2: Matteus 27:11-26

Nr. 3: Hvert er ástand hinna dánu? (kl bls. 83-4 gr. 11-14)

Nr. 4: Heródes mikli—Stef: Verk mannsins segja til um hverjum hann þjónar

19. maí Biblíulestur: Markús 1 og 2

Söngur nr. 19

Nr. 1: Kynning á Markúsi (si bls. 181-3 gr. 1-11)

Nr. 2: Markús 1:12-28

Nr. 3: Allir þeir sem eru í minni Jehóva verða reistir upp (kl bls. 85-7 gr. 15-18)

Nr. 4: Heródes Antipas—Stef: Afleiðingar óguðlegrar metorðagirndar

26. maí Biblíulestur: Markús 3 og 4

Söngur nr. 73

Nr. 1: Rækileg leit gerð að sauðumlíkum mönnum (jv bls. 462 gr. 1–​bls. 466 gr. 2)

Nr. 2: Markús 3:1-15

Nr. 3: Reistir upp til að lifa hvar? (kl bls. 88-9 gr. 19-22)

Nr. 4: Heródes Agrippa I—Stef: Hræsni og hroki leiddi til dauða

2. júní Biblíulestur: Markús 5 og 6

Söngur nr. 18

Nr. 1: Stuðlað að menntun til betra lífs (jv bls. 466 gr. 3–bls. 470 gr. 2)

Nr. 2: Markús 5:21-24, 35-43

Nr. 3: Guðsríki og tilgangur þess (kl bls. 90-1 gr. 1-5)

Nr. 4: Heródes Agrippa II—Stef: Meira þarf en fræðilega forvitni til að njóta velþóknunar Guðs

9. júní Biblíulestur: Markús 7 og 8

Söngur nr. 13

Nr. 1: Prédikun á Kyrrahafseyjum þrátt fyrir mótspyrnu (jv bls. 470 gr. 3–​bls. 474 gr. 4)

Nr. 2: Markús 7:24-37

Nr. 3: Guðsríki er stjórn (kl bls. 91-2 gr. 6-7)

Nr. 4: Heródes Filippus og Filippus fjórðungsstjóri—Stef: Fjölskylduráðabrugg og veraldleg staða er hégómi

16. júní Biblíulestur: Markús 9 og 10

Söngur nr. 92

Nr. 1: Mikið sannleiksfljót streymir fram í Afríku (jv bls. 475 gr. 1–​bls. 481 gr. 1)

Nr. 2: Markús 9:14-29

Nr. 3: Hvernig við vitum að Guðsríki sé raunverulegt (kl bls. 92-3 gr. 8-11)

Nr. 4: Heródías—Stef: Heimskan í því að trana sér fram

23. júní Biblíulestur: Markús 11 og 12

Söngur nr. 2

Nr. 1: Hinir raunverulegu sauðir auðkenndir (jv bls. 481 gr. 2–​bls. 484 gr. 4)

Nr. 2: Markús 11:12-25

Nr. 3: Hvers vegna Guðsríki er eina von mannkynsins (kl bls. 94-5 gr. 12-13)

Nr. 4: Hiskía (Júdakonungur)—Stef: Trú og kostgæfni er ekki arfgeng

30. júní Biblíulestur: Markús 13 og 14

Söngur nr. 51

Nr. 1: Fleiri verkamenn taka þátt í uppskerustarfinu (jv bls. 484 gr. 5–bls. 488 gr. 1)

Nr. 2: Markús 14:12-26

Nr. 3: Hvers vegna Jesús hóf ekki að ríkja strax eftir uppstigningu sína til himna (kl bls. 95-6 gr. 14-15)

Nr. 4: Híram (konungur í Týrus)—Stef: Vingjarnlegir nágrannar geta verið hjálplegir

7. júlí Biblíulestur: Markús 15 og 16

Söngur nr. 83

Nr. 1: Markús—Hvers vegna gagnleg (si bls. 186 gr. 31-3)

Nr. 2: Markús 15:16-32

Nr. 3: Hvenær hófust „tímar heiðingjanna“ og hvenær lauk þeim? (kl bls. 96-7 gr. 16-18)

Nr. 4: Hóbab—Stef: Að taka þá ákvörðun að þjóna Jehóva

14. júlí Biblíulestur: Lúkas 1

Söngur nr. 52

Nr. 1: Kynning á Lúkasi (si bls. 187-8 gr. 1-9)

Nr. 2: Lúkas 1:5-17

Nr. 3: Núna eru síðustu dagar (kl bls. 98-9 gr. 1-4)

Nr. 4: Hofní—Stef: Sérréttindastaða veitir enga heimild til óguðlegrar hegðunar

21. júlí Biblíulestur: Lúkas 2 og 3

Söngur nr. 87

Nr. 1: Austurlönd og Evrópa gefa af sér fleiri lofsyngjendur Jehóva (jv bls. 488 gr. 2–bls. 495 gr. 2)

Nr. 2: Lúkas 2:1-14

Nr. 3: Hver eru sum einkenna hinna síðustu daga? (kl bls. 99-103 gr. 5-7)

Nr. 4: Hulda—Stef: Jehóva gaf óttalausnri spákonu innblástur

28. júlí Biblíulestur: Lúkas 4 og 5

Söngur nr. 67

Nr. 1: Hvernig náðist til fleira flólks með fagnaðarerindið (jv bls. 495 gr. 3–bls. 500 gr. 4; taka má með samantekt á bls. 501)

Nr. 2: Lúkas 4:31-44

Nr. 3: Spáð var lítilsgildri hegðum manna á hinum síðustu dögum (kl bls. 103-4 gr. 8-12)

Nr. 4: Húsaí—Stef: Hollur vinur segir meiningu sína

4. ágúst Biblíulestur: Lúkas 6 og 7

Söngur nr. 89

Nr. 1: Stór mót og kristin hegðun gefa vitnisburð (jv bls. 502 gr. 1–bls. 507 gr. 4)

Nr. 2: Lúkas 6:37-49

Nr. 3: Tvö einstök einkenni hinna síðustu daga (kl bls. 105 gr. 13-14)

Nr. 4: Hýmeneus—Stef: Gætum okkar á fráhvarfsmönnum!

11. ágúst Biblíulestur: Lúkas 8 og 9

Söngur nr. 60

Nr. 1: Akrarnir eru hvítir til uppskeru (jv bls. 508 gr. 1–bls. 513 gr. 1)

Nr. 2: Lúkas 9:23-36

Nr. 3: Láttu vitnisburðinn um að núna séu síðustu dagar hreyfa við þér (kl bls. 106-7 gr. 15-17)

Nr. 4: Ísak—Stef: Hlýðni leiðir í ljós hve djúpt trúin ristir

18. ágúst Biblíulestur: Lúkas 10 og 11

Söngur nr. 14

Nr. 1: Vitnað fyrir fólki hvar og hvenær sem hægt er (jv bls. 513 gr. 2–bls. 517 gr. 1)

Nr. 2: Lúkas 11:37-51

Nr. 3: Illir andar eru til! (kl bls. 108 gr. 1-3)

Nr. 4: Jesaja—Stef: Glæðum með okkur viðhorfið „send þú mig!“

25. ágúst Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri Matteus 26 til Lúkas 11

Söngur nr. 66

1. sept. Biblíulestur: Lúkas 12 og 13

Söngur nr. 50

Nr. 1: Jehóva hraðar starfinu (jv bls. 517 gr. 2–bls. 520 gr. 2; taka má með samantekt á bls. 520)

Nr. 2: Lúkas 13:1-17

Nr. 3: Illir andar skipa sér við hlið Satans (kl bls. 109 gr. 4-5)

Nr. 4: Ísbóset—Stef: Huglítill en réttlátur maður

8. sept. Biblíulestur: Lúkas 14 til 16

Söngur nr. 11

Nr. 1: Kostgæfnir trúboðar og hlutverk Gíleaðskólans (jv bls. 521 gr. 1–bls. 524 gr. 3)

Nr. 2: Lúkas 14:1-14

Nr. 3: Hafnaðu öllum myndum spíritismans (kl bls. 111 gr. 6-8)

Nr. 4: Ísmael (sonur Abrahams)—Stef: Fær blessun Guðs en ekki sem erfingi Abrahams

15. sept. Biblíulestur: Lúkas 17 og 18

Söngur nr. 12

Nr. 1: Hvernig Gíleaðtrúboðar voru ólíkir öðrum (jv bls. 525 gr. 1–bls. 531 gr. 4)

Nr. 2: Lúkas 17:22-37

Nr. 3: Hvers vegna Biblían fordæmir spíritisma (kl bls. 112-13 gr. 9-11)

Nr. 4: Íttaí—Stef: Sýndu hollustu þeim sem taka forystuna

22. sept. Biblíulestur: Lúkas 19 og 20

Söngur nr. 90

Nr. 1: Þeir læra ný tungumál og opna upp nýja akra (jv bls. 532 gr. 1–bls. 537 gr. 3)

Nr. 2: Lúkas 19:11-27

Nr. 3: Biblían sýnir hvernig illir andar fara að (kl bls. 113-14 gr. 12-13)

Nr. 4: Jakob (sonur Ísaks)—Stef: Vertu ámælislaus og kepptu eftir andlegum markmiðum

29. sept. Biblíulestur: Lúkas 21 og 22

Söngur nr. 39

Nr. 1: Hvernig kærleikur og kostgæfni trúboðanna hefur eflt starf Guðsríkis (jv bls. 537 gr. 4–bls. 541 gr. 3)

Nr. 2: Lúkas 22:24-38

Nr. 3: Hvernig standa má gegn illum öndum (kl bls. 114-15 gr. 14-15)

Nr. 4: Jael—Stef: Áræðin og einbeitt aðgerð uppfyllti spádóm

6. okt. Biblíulestur: Lúkas 23 og 24

Söngur nr. 98

Nr. 1: Lúkas—Hvers vegna gagnleg (si bls. 192-3 gr. 30-5)

Nr. 2: Lúkas 23:32-49

Nr. 3: Hvernig þú getur styrkt trú þína (kl bls. 115-16 gr. 16-17)

Nr. 4: Jaírus—Stef: Sýnir trú á Jesú Krist

13. okt. Biblíulestur: Jóhannes 1 til 3

Söngur nr. 62

Nr. 1: Kynning á Jóhannesi (si bls. 193-5 gr. 1-9)

Nr. 2: Jóhannes 1:19-34

Nr. 3: Láttu ekki deigan síga í báráttunni gegn illum öndum (kl bls. 116-17 gr. 18-20)

Nr. 4: Jakob (Sebedeusson)—Stef: Vertu kostgæfinn fylgjandi Krists

20. okt. Biblíulestur: Jóhannes 4 og 5

Söngur nr. 5

Nr. 1: Útbúnir til að þjóna Jehóva þrátt fyrir andstöðu (jv bls. 541 gr. 4–bls. 546 gr. 6)

Nr. 2: Jóhannes 4:39-54

Nr. 3: Guðrækilegt líf færir hamingju (kl bls. 118-19 gr. 1-4)

Nr. 4: Jakob (sonur Jósefs og Maríu)—Stef: Gefðu aldrei fjölskyldumeðlimi upp á bátinn

27. okt. Biblíulestur: Jóhannes 6 og 7

Söngur nr. 56

Nr. 1: Krafturinn að baki fagnaðarerindinu (jv bls. 547 gr. 1–bls. 551 gr. 1)

Nr. 2: Jóhannes 6:52-71

Nr. 3: Heiðarleiki hefur hamingju í för með sér (kl bls. 119-20 gr. 5-6)

Nr. 4: Jafet—Stef: Virðing og kurteisi í athöfnum færir blessun

3. nóv. Biblíulestur: Jóhannes 8 og 9

Söngur nr. 81

Nr. 1: Náð með fagnaðarerindið til ‚óaðgengilegra svæða‘ (jv bls. 551 gr. 2–bls. 553 gr. 4)

Nr. 2: Jóhannes 9:18-34

Nr. 3: Örlæti færir hamingju (kl bls. 120 gr. 7-8)

Nr. 4: Jedútún (levítskur hljómlistarmaður)—Stef: Lofum Jehóva með hljómlist

10. nóv. Biblíulestur: Jóhannes 10 og 11

Söngur nr. 70

Nr. 1: Prédikað opinberlega og hús úr húsi (jv bls. 556 gr. 1–​bls. 560 gr. 3)

Nr. 2: Jóhannes 10:22-39

Nr. 3: Varðveittu dómgreind þína og forðastu hið illa (kl bls. 121 gr. 9-10)

Nr. 4: Jóas (Júdakonungur)—Stef: Virtu alla trúfast þjóna Jehóva

17. nóv. Biblíulestur: Jóhannes 12 og 13

Söngur nr. 88

Nr. 1: Hvernig þeir sinntu því ábyrgðarhlutverki að bera vitni (jv bls. 561 gr. 1–​bls. 565 gr. 2)

Nr. 2: Jóhannes 12:1-16

Nr. 3: Tryggð við maka sinn færir hjónabandinu hamingju (kl bls. 122-3 gr. 11-13)

Nr. 4: Jóas (Ísraelskonungur)—Stef: Hálfvelgja er Jehóva ekki að skapi

24. nóv. Biblíulestur: Jóhannes 14 til 16

Söngur nr. 1

Nr. 1: Við vitnum á opinberum stöðum og lærum að útskýra trú okkar (jv bls. 565 gr. 3–​bls. 570 gr. 1)

Nr. 2: Jóhannes 16:1-16

Nr. 3: Vertu ekki af heiminum (kl bls. 123-5 gr. 14-15)

Nr. 4: Jójakín—Stef: Orð Jehóva bregst aldrei

1. des. Biblíulestur: Jóhannes 17 og 18

Söngur nr. 91

Nr. 1: Merki sem einkennir sanna votta Guðs (jv bls. 570 gr. 2–​bls. 574 gr. 4)

Nr. 2: Jóhannes 18:1-14

Nr. 3: Hvers vegna sannkristnir menn halda ekki jól eða afmæli (kl bls. 126 gr. 16-17)

Nr. 4: Jójada (æðstiprestur)—Stef: Stuðlaðu að sannri tilbeiðslu með visku og djörfung

8. des. Biblíulestur: Jóhannes 19 til 21

Söngur nr. 40

Nr. 1: Jóhannes—Hvers vegna gagnleg (si bls. 198-9 gr. 30-5)

Nr. 2: Jóhannes 19:25-37

Nr. 3: Haltu áfram að halda kvöldmáltíð Drottins hátíðlega (kl bls. 127 gr. 18)

Nr. 4: Jójakím—Stef: Ekkert getur stöðvað uppfyllingu orðs Guðs

15. des. Biblíulestur: Postulasagan 1 til 3

Söngur nr. 58

Nr. 1: Kynning á Postulasögunni (si bls. 199-200 gr. 1-8)

Nr. 2: Postulasagan 1:1-14

Nr. 3: Hvernig frumreglur Biblíunnar eiga við atvinnu og skemmtun (kl bls. 127-8 gr. 19-20)

Nr. 4: Jónadab (Rekabsson)—Stef: Styðjum trúafastlega þá sem taka forystuna í tilbeiðslunni á Jehóva

22. des. Biblíulestur: Postulasagan 4 til 6

Söngur nr. 69

Nr. 1: Biblíurit framleidd til notkunar í boðunarstarfinu (jv bls. 575 gr. 1–​bls. 579 gr. 3)

Nr. 2: Postulasagan 5:27-42

Nr. 3: Sýndu virðingu fyrir lífi og blóði (kl bls. 128-9 gr. 21-3)

Nr. 4: Jóram (sonur Akabs)—Stef: Trúlausir menn geta ekki vænst blessunar Guðs

29. des. Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri Lúkas 12 til Postulasagan 6

Söngur nr. 79

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila