Minningarhátíðin — mikilvægur atburður
1 Við höldum minningarhátíðina um dauða Krists sunnudaginn 23. mars eftir sólsetur. (Lúk. 22:19) Þetta er sannarlega mikilvægur atburður! Jesús sýndi, með ráðvendni sinni allt til dauða, að menn geta varðveitt fullkomna trúfesti gagnvart Guði, jafnvel undir miklu álagi. Þannig hélt hann á loft réttmætu drottinvaldi Jehóva. (Hebr. 5:8) Auk þess var með dauða Krists færð sú fullkomna mannsfórn sem þurfti til að frelsa mannkynið og gefa þeim sem sýna trú kost á eilífu lífi. (Jóh. 3:16) Við getum sýnt innilegt þakklæti okkar fyrir kærleika Jehóva og fórn Jesú með því að vera viðstödd minningarhátíðina.
2 Dagana 18.-23. mars eru allir hvattir til að fylgja biblíulestraráætluninni á dagatali votta Jehóva fyrir árið 1997. Fjölskylduumræður um kafla 112-16 í bókinni Mesta mikilmenni sem lifað hefur er einnig góð leið til að beina athygli okkar að þessari mikilvægustu viku mannkynssögunnar.
3 Getur þú aukið þátttöku þína í boðunarstarfinu dagana fyrir og eftir minningarhátíðina? Margir boðberar munu nýta sér vel helgarnar fimm í mars til að starfa sem aðstoðarbrautryðjendur. Hvers vegna ekki að sameinast þeim? Öll getum við átt fullan þátt í að hvetja menn til að sækja minningarhátíðina. Þar sem hana ber upp á sunnudag verður auðvelt fyrir marga að koma. Gættu þess að bjóða biblíunemendum og öllu áhugasömu fólki að sameinast okkur. Sýndu þeim það sem kemur fram í grein 18 á bls. 127 í Þekkingarbókinni varðandi þennan eina dag ársins sem halda ber sérstaklega hátíðlegan.
4 Búðu þig í huga og hjarta undir minningarhátíðina árið 1997. Vertu viðstaddur kvöldið 23. mars þegar sannkristnir menn halda trúfastlega minningarhátíðina um heim allan.