Skrifleg upprifjun í Guðveldisskólanum
Upprifjun með lokaðar bækur á efni sem farið var yfir í Guðveldisskólanum frá 5. maí til 18. ágúst 1997. Notaðu sérblað til að skrifa á svörin við eins mörgum spurningum og þú getur á hinum úthlutaða tíma.
[Athugaðu: Meðan á skriflegu upprifjuninni stendur má aðeins nota Biblíuna til að svara spurningunum. Tilvísanirnar, sem koma á eftir spurningunum, eru fyrir efniskönnun þína. Í tilvísunum til Varðturnsins er ef til vill ekki alltaf getið blaðsíðu og greinarnúmers.]
Merkið við hvort eftirfarandi fullyrðingar séu réttar eða rangar:
1. Hiskía fetaði í fótspor föður síns, Akasar, með því að ýta undir tilbeiðslu falsguða í Júda. [it-1 p. 1103]
2. Lýsingu á einkennum hinna síðustu daga er aðeins að finna í Matteusi 24, Markúsi 13 og Lúkasi 21. [kl bls. 102, rammi]
3. Spurning Jóhannesar skírara í Lúkasi 7:19 leiðir í ljós að hann skorti trú. [Vikulegur biblíulestur; sjá wE87 1.1. bls. 16.]
4. Á síðustu páskum Jesú með lærisveinum sínum var það eingöngu Pétur sem sagði við hann: „Ég [mun] aldrei afneita þér.“ [Vikulegur biblíulestur]
5. Það er ekkert í Biblíunni sem bendir til þess að Pétur postuli hafi verið kvæntur maður. [Vikulegur biblíulestur]
6. Ríkið, sem Jesús prédikaði, er lægra sett og ekki eins mikilvægt og alheimsdrottinvald Guðs. [kl bls. 91 gr. 4]
7. Heródes Antípas var sá sjórnandi sem fyrirskipaði að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. [it-1 bls. 1095]
8. Þegar Jesús sagði faríseunum að Guðsríki væri meðal þeirra átti hann við sjálfan sig sem verðandi konung. (Lúkas 17:21) [kl bls. 91 gr. 6]
9. Það finnst engin skynsamleg skýring á því að orðaforði Lúkasarguðspjalls skuli vera meiri en hinna guðspjallanna þriggja samanlagður. [si bls. 187 gr. 2]
10. Enginn meðlima hins stjórnandi ráðs gat heimsótt lönd í Austur-Evrópu þau ár sem starf okkar var bannað í þeim heimshluta. [jv bls. 506 gr. 1]
Svarið eftirfarandi spurningum:
11. Hvaða kvikmynd gaf Félagið út árið 1954 sem brá upp fyrir áhorfendum um allan heim svipmynd af umfangi skipulags Jehóva? [jv bls. 480 gr. 4]
12. Hvernig mæta sumir boðberar þeirri áskorun að finna fólk til að tala við í boðunarstarfinu? [jv bls. 516 gr. 1-3]
13. Hvers vegna fékk Elía fyrirmæli frá Jehóva um að ‚smyrja Hasael til konungs yfir Sýrland‘? (1 Kon. 19:15) [it-1 bls. 1046]
14. Hvað átti Jesús við með orðunum: „Hafið salt í sjálfum yður, og haldið frið yðar á milli“? (Mark. 9:50) [Vikulegur biblíulestur; sjá w86 1.1 bls. 30 gr. 12.]
15. Hvaða dýrmæta lexíu getum við lært af viðbrögðum Jesú við framlagi fátæku ekkjunnar? (Mark. 12:42-44) [Vikulegur biblíulestur; sjá wE87 1.12. bls. 29 gr. 7–bls. 30 gr. 1.]
16. Hvernig er hægt að sjá sum persónueinkenna Péturs í ritstíl Markúsar og hver kann að vera ástæðan fyrir því? [si bls. 182 gr. 5-6]
17. Hvers vegna getum við dregið þá ályktun, þegar við berum saman Matteus 6:9, 10 og Lúkas 11:2-4, að ekki hafi verið ætlast til að fyrirmyndarbænin væri höfð eftir orð fyrir orð? [Vikulegur biblíulestur; sjá w90 1.11. bls. 23 gr. 6.]
18. Á hvaða hátt eflist traust okkar á áreiðanleika Biblíunnar þegar við lesum ritningarstaði eins og Lúkas 3:1, 2? [si bls. 188 gr. 7]
19. Hvaða ritningarstaðir í Sálmunum og Hebreabréfinu sýna að Jesús hóf ekki að ríkja strax eftir að hann steig upp til himna? [kl bls. 96 gr. 15]
20. Við vitum að aldrei skorti nokkuð á trú Jesú á Guð, en hvers vegna kallaði hann þá upp yfir sig: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ (Mark. 15:34) [Vikulegur biblíulestur; sjá w87 1.10. bls. 32.]
Tilgreinið orðið eða orðin sem vantar í eftirfarandi fullyrðingar:
21. Hjónaband Heródesar Antípasar og Heródíasar var bæði _________________________ og _________________________ undir lögmáli Gyðinga. [it-1 bls. 1100]
22. Móse bað mág sinn _________________________ að gegna hlutverki _________________________ fyrir Ísraelsþjóðina meðan á ferð hennar stóð frá svæðinu við Sínaífjallið í áttina að _________________________. [it-1 bls. 1126]
23._________________________, konungur í Týrus, hjálpaði Salómon við byggingu musterisins í Jerúsalem með því að útvega honum _________________________ og _________________________. [it-1 bls. 1121]
24. Harold King og Stanley Jones voru sendir til _________________________ árið 1947, sem gerði það að einu af fyrstu Austurlöndunum sem trúboðar, þjálfaðir í Gileaðskólanum, voru sendir til. [jv bls. 489 gr. 2]
25. Sibia og Light voru nöfn á _________________________ sem trúboðar notuðu til vitnisburðarstarfsins í Vestur-Indíum. [jv bls. 463 gr. 1]
Veljið rétta svarið í hverri af eftirfarandi fullyrðingum:
26. Til þess að mæta þörfinni á trúboðum var (Guðveldisskólinn; Ríkisþjónustuskólinn; Gileaðskólinn) stofnaður árið (1939; 1943; 1946). [jv bls. 458 gr. 2]
27. (Alexander; Díótrefes; Hýmeneus), fráhvarfsmaður á fyrstu öldinni, virðist hafa kennt að upprisan væri táknræn og engin upprisa dauðra ætti sér stað í framtíðinni. [it-1 bls. 1164]
28. (Heródes Agrippa I; Heródes Antípas; Heródes mikli) gaf, skömmu eftir fæðingu Jesú, út skipunina um að drengir yngri en tveggja ára skyldu myrtir. [it-1 bls. 1093]
29. Atburðurinn, sem nefndur er í 1. Mósebók 21:8, 9, þá er Ísmael hæddist að Ísak, markar upphaf (400; 430; 450) ára tímabils þjáninga Gyðinga sem lauk með frelsun Ísraels út úr (Assýríu; Babýlon; Egyptalandi) árið (537; 740; 1513) f.o.t. [it-1 bls. 1216]
30. Eins og sjá má skráð í (Matteusi 10; Matteusi 24; Lúkasi 21), gaf Jesús þeim sem hann sendi út til að prédika sérstakar leiðbeiningar. [si bls. 180 gr. 31]
Tilgreinið hverjir eftirfarandi ritningarstaða eiga við fullyrðingarnar að neðan:
Mark. 7:20-23; 13:10; Lúk. 8:31; Post. 12:20-23; 17:11
31. Við ættum að vera vakandi fyrir því að bera kennsl á óguðleg eða spillandi áhrif sem berast inn í huga okkar og hjarta og fjarlægja þau áður en þau ná að skjóta rótum. [Vikulegur biblíulestur; sjá w90 1.6. bls. 12 gr. 16.]
32. Illu andarnir munu vera með Satan í ‚undirdjúpinu,‘ óvirku ástandi líkt og dauðinn, meðan „þúsund árin“ líða. (Opinb. 20:3) [Vikulegur biblíulestur]
33. Til þess að vitnisburðarstarfinu um allan heim verði lokið á takmörkuðum tíma verða þeir sem að því vinna að líta á það sem mjög brýnt verkefni. [Vikulegur biblíulestur; sjá wE95 1.10. bls. 27.]
34. Vottar Jehóva hafa kennt tugþúsundum að lesa og skrifa og með því gefið fólki tök á að nema Biblíuna sjálft. [jv bls. 466 gr. 3-4]
35. Menn ættu að fara mjög varlega í að eigna sjálfum sér heiðurinn vegna þess að Guði, eins og líka mörgum mönnum, finnst sjálfsánægja mjög ógeðfelld. [it-1 bls. 1097; sjá einnig wE94 1.9. bls. 21.]