Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.97 bls. 3-4
  • Við ættum að vera kennarar, ekki aðeins prédikarar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Við ættum að vera kennarar, ekki aðeins prédikarar
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Hvernig nota skal Þekkingarbókina til að gera menn að lærisveinum
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Verum framsækin að gera menn að lærisveinum
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Gefum gaum að fræðslunni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Hefjum biblíunámskeið með fleirum
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 12.97 bls. 3-4

Við ættum að vera kennarar, ekki aðeins prédikarar

1 Haft hefur verið að orði að „vottar Jehóva hafi bókstaflega þakið alla jörðina með vitnisburði sínum.“ Hvernig hefur það verið hægt? Ekki með valdi eða krafti manna heldur fyrir anda Guðs sem hefur verkað á þjóna hans þegar þeir hafa notfært sér ýmsar leiðir sem staðið hafa þeim til boða til að sinna sem best prédikuninni og kennslunni sem þeim hefur verið falin. — Sak. 4:6; Post. 1:8.

2 Útgáfa prentaðs máls er mjög áhrifarík leið til að framkvæma prédikunarstarf okkar. Á liðnum árum hafa vottar Jehóva prentað og dreift gríðarlegu magni bóka, bæklinga, blaða og smárita til að kunngera fagnaðarerindið um Guðsríki. Í Árbókinni 1997 kemur fram að framleiðsla rita er núna meiri en nokkru sinni fyrr. Til þessa hafa verið prentuð meira en 91 milljón eintaka af Nýheimsþýðingunni. Á einu ári jókst upplag Varðturnsins og Vaknið!, sem prentað er í Bandaríkjunum, um 7,1 prósent. Í Þýskalandi jókst blaðaprentunin um 35 prósent. Meira en þriðjungur blaðanna, sem þar voru prentuð, voru fyrir rússneska akurinn.

3 Hvers vegna er þörf á svona miklu magni rita? Við höfum verið hvött til að vitna fyrir fólki hvar sem það er að finna og viðbrögðin við þeirri hvatningu hafa verið geysigóð um allan heim. Eftir því sem fleiri okkar hafa teygt prédikunarstarfið inn á fleiri staði — opinbera staði, götur og viðskiptasvæði — hefur sífellt fleiri ritum verið dreift til manna sem sýna einhvern áhuga. Margir þeirra hafa sjaldan, ef þá nokkurn tíma, fengið tækifæri áður til að heyra boðskapinn um Guðsríki. Til að mæta þessari þörf hafa söfnuðirnir tiltæk ýmis rit til notkunar í öllum þáttum boðunarstarfsins.

4 Hvert er markmið okkar með dreifingu ritanna? Markmið okkar er ekki einungis það að dreifa ritum. Umboð okkar til að gera menn að lærisveinum felur í sér tvo þætti — prédikun og kennslu. Í fyrsta lagi höfum við þau sérréttindi að prédika fagnaðarerindið um Guðsríki, vekja menn til vitundar um að það sé eina von mannkynsins. (Matt. 10:7; 24:14) Eins og reynslan hefur sannað eru biblíutengd rit okkar áhrifarík leið til að örva áhuga annarra og veita þeim þekkingu á Guðsríki.

5 Í öðru lagi verðum við að kenna allt það sem Jesús bauð ef við ætlum okkur að gera menn að lærisveinum. (Matt. 11:1; 28:19, 20) Enn á ný gegna ritin mikilvægu hlutverki þegar við leitumst við að gróðursetja sannleikann í hjörtum nemendanna og hjálpa þeim að verða lærisveinar.

6 Þeir sem þiggja hjá okkur rit kunna að verða ‚heyrendur orðsins‘ en ef þeir eru síðan látnir eiga sig er ólíklegt að þeir verði „gjörendur orðsins.“ (Jak. 1:22-25) Fáir verða nokkurn tíma lærisveinar án þess að einhver leiðbeini þeim. (Post. 8:30, 31) Þeir þurfa kennara til að hjálpa þeim að sannfærast um áreiðanleika þeirra sanninda sem er að finna í Ritningunni. (Post. 17:2, 3) Markmið okkar er að hjálpa þeim að ná því stigi að vígja sig Jehóva og láta skírast og þjálfa þá svo að þeir verði færir um að kenna öðrum. — 2. Tím. 2:2.

7 Þörfin er mest á fleiri kennurum: Þegar við prédikum, kunngerum við fagnaðarerindið opinberlega. Kennsla felur hins vegar í sér að veita einhverjum uppfræðslu stig af stigi. Prédikunin vekur menn til vitundar um boðskapinn um Guðsríki en kennslan hjálpar einstaklingum að taka við fagnaðarerindinu og breyta samkvæmt því. (Lúk. 8:15) Kennari gerir meira en að boða; hann útskýrir, rökræðir málin með góðum röksemdum, kemur með sannanir og sannfærir.

8 Eins mörg okkar og mögulegt er ættu að vera kennarar, ekki aðeins prédikarar. (Hebr. 5:12a) Dreifing rita er bráðnauðsynlegur þáttur starfs okkar en hvort við náum síðara markmiði þjónustu okkar er að lokum háð því hvað við gerum sem kennarar. Við getum verið ánægð þegar okkur tekst að dreifa ritum en til þess að fullna þjónustu okkur ættum við samt ekki að líta á það sem lokatakmark að fólk þiggi hjá okkur rit. (2. Tím. 4:5) Það að dreifa ritum er áhrifarík aðferð til að opna okkur tækifæri til að kenna öðrum sannleikann.

9 Förum í endurheimsóknir til að koma af stað heimabiblíunámskeiðum: Við höfum líklega öll útbreitt fjölda bóka, bæklinga og blaða og safnað þannig saman lista yfir endurheimsóknir. Við ættum að taka reglulega frá tíma til að fara aftur til að örva áhugann. Megintilgangur okkar með endurheimsókn er ekki aðeins sá að útbreiða fleiri rit heldur að hvetja fólk til að lesa og hafa gagn af því sem það hefur þegar fengið. Hversu miklum andlegum framförum hefðum við sjálf tekið ef einhver hefði ekki komið aftur og aftur til okkar til þess að hjálpa okkur að öðlast nákvæma þekkingu? — Jóh. 17:3.

10 Fylgjum öllum áhuga eftir með það í huga að koma af stað biblíunámskeiðum, annaðhvort í bæklingnum Hvers krefst Guð af okkur? eða í bókinni Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Þessi tvö rit setja boðskapinn um Guðsríki fram á auðskilinn hátt. Kröfubæklingurinn inniheldur vel afmarkað námsefni sem nær yfir grundvallarkenningar Biblíunnar. Þekkingarbókin gerir manni kleift að kenna sannleikann í meiri smáatriðum en þó á einfaldan, skýran og stuttorðan hátt.

11 Hin einfaldaða kennsluaðferð, sem útskýrð er í viðaukanum við Ríkisþjónustu okkar fyrir júní 1996, gerir kennsluna auðvelda fyrir kennarann og námið fyrir nemandann. Hafðu alltaf eintak af þeim viðauka þar sem auðvelt er að nálgast hann til þess að rifja upp kennsluaðferðir og tækni sem reynst hafa áhrifaríkar. Sumar af tillögunum, sem þar eru gefnar, taka á því hvernig sýna má einlægan og persónulegan áhuga á nemandanum, hve mikið efni ætti að fara yfir í hvert sinn, hvernig meðhöndla ætti spurningar sem snerta ekki námsefnið, hvernig bæði kennarinn og nemandinn geta undirbúið námsstundirnar og hvernig beina megi nemandanum til skipulags Jehóva. Með því að fylgja þessum tillögum mun enn stærri hópur, þar með taldir hinir nýju, geta stýrt námskeiðum þar sem nemandinn tekur góðum framförum.

12 Fréttir frá akrinum af góðum árangri: Kröfubæklingurinn og Þekkingarbókin hafa reynst vera verðmæt hjálpargögn í þeirri viðleitni að láta það taka styttri tíma en áður að gera menn að lærisveinum. Þegar Kröfubæklingurinn barst í hendur bróður í Bólivíu notaði hann bæklinginn strax til að hefja biblíunám með manni. Á umdæmismóti fjórum mánuðum síðar var þessi nemandi einn af hinum hamingjusömu skírnþegum.

13 Margir stíga það skref að vígja líf sitt Jehóva eftir að þeir hafa lokið námi sínu í Þekkingarbókinni. Í söfnuði einum í Angóla fjölgaði biblíunámunum, sem boðberarnir stýrðu, úr 190 í 260 og samkomusóknin tvöfaldaðist, úr 180 í 360, á aðeins fjórum mánuðum eftir að farið var að nota Þekkingarbókina á því svæði. Skömmu síðar reyndist nauðsynlegt að mynda annan söfnuð.

14 Eftir að bróðir nokkur var byrjaður að stýra sínu fyrsta biblíunámskeiði í Þekkingarbókinni sagði hann að það væri „einfalt ef námstjórinn spyrði aðeins spurninganna, læsi nokkra viðeigandi ritningarstaði og gætti þess að nemandinn skildi efnið.“ Hann hefði alltaf haldið að það væri aðeins á færi mjög hæfra boðbera að stýra biblíunámum þannig að nemandinn tæki góðum framförum og að hann sjálfur gæti aldrei gert það. Núna gerði hann sér þó ljóst að í rauninni gæti hann það og hann sagði: „Ef ég get það geta allir gert það.“

15 Það er með því að stýra biblíunámskeiðum sem þætti í þjónustu okkar sem við náum því takmarki að gera menn að lærisveinum. Þeir sem hafa þroskað hjá sér hæfni til að taka þátt í þessum þætti þjónustunnar finna að hann veitir þeim sanna ánægju og ríkulega umbun. Megi það vera sagt um okkur að við séum líka að ‚boða Guðs ríki og fræða um Drottin Jesú Krist með allri djörfung.‘ — Post. 28:31.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila