Þjónustusamkomur fyrir febrúar
Vikan sem hefst 2. febrúar
Söngur 73
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Guðveldisfréttir.
15 mín: „Vottar Jehóva — sannir fagnaðarboðar.“ Spurningar og svör. Rifjið upp rammagreinina á bls. 19 í Varðturninum 1. maí 1993.
20 mín: „Bjóðum hverjum þeim sem þyrstur er.“ Farið yfir greinina og bendið á hvernig kynningarorðin, sem stungið er upp á, séu gerð til að glæða áhuga áheyrenda og hvetja þá. Látið fullorðinn boðbera sviðsetja greinar 2-3 eða 4-5 en ungling grein 6. Báðir boðberarnir ættu að minnast á framlagafyrirkomulagið.
Söngur 87 og lokabæn.
Vikan sem hefst 9. febrúar
Söngur 57
12 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Farið stuttlega yfir greinina „Lykill að efnisskrá Varðturnsins.“
13 mín: Staðbundnar þarfir.
20 mín: „Að bera vitni fyrir fólki af öllum tungum og trúarbrögðum.“ (Greinar 1-10) Spurningar og svör. Tíundið hvaða tungumál eru töluð af mörgum á starfssvæði ykkar og hvaða rit söfnuðurinn hefur undir höndum á þessum málum. Látið boðbera sýna hvernig nota megi bæklinginn Fagnaðarerindi fyrir allar þjóðir eins og lýst er í grein 10.
Söngur 98 og lokabæn.
Vikan sem hefst 16. febrúar
Söngur 23
5 mín: Staðbundnar tilkynningar.
12 mín: Hvers vegna þú þarft að sækja samkomur safnaðarins. Öldungur ræðir meginatriði greinar í Varðturninum á ensku 15. ágúst 1993, bls. 8-11, og leggur áherslu á mikilvægi þess að sækja allar samkomur að staðaldri.
18 mín: „Að bera vitni fyrir fólki af öllum tungum og trúarbrögðum.“ (Greinar 11-28) Spurningar og svör. Tíundið hvaða trúarbrögð önnur en kristin eru til á starfssvæði ykkar. Látið reyndan boðbera sýna hvernig bera megi vitni fyrir búddhatrúarmanni, hindúa, gyðingi eða múslíma. Veldu það sem algengast er á svæðinu.
10 mín: ‚Jehóva er minn hjálpari.‘ Hlýleg og hvetjandi ræða öldungs.
Söngur 100 og lokabæn.
Vikan sem hefst 23. febrúar
Söngur 2
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Rifjið upp ritatilboðið fyrir mars. Komið með eina eða tvær tillögur að kynningarorðum fyrir Þekkingarbókina og notið efni úr Ríkisþjónustu okkar fyrir desember 1995, bls. 8. Leggið áherslu á að hafa það sem markmið að koma af stað heimabiblíunámskeiðum.
15 mín: „Notaðu hana ef hún ber árangur!“ Spurningar og svör. Látið einn eða tvo reynda boðbera í salnum greina stuttlega frá kynningarorðum sem þeir hafa haldið áfram að nota vegna þess að þau voru einföld og báru árangur. Látið síðan nokkra boðbera segja frá nýlegum kynningarorðum í Ríkisþjónustu okkar sem hafa reynst vel.
20 mín: Æfðu kynningarorð þín. Stutt ræða byggð á Handbók Guðveldisskólans, bls. 98-9, gr. 8-9. Leggið áherslu á nauðsyn þess að ígrunda kynningarorð sín vandlega og leitast við að gera þau áhrifaríkari. Látið tvær systur hafa sýnikennslu þar sem þær kryfja til mergjar kynningarorð sín við síðustu dyr og ræða hvernig megi gera bragarbót á. Þær æfa jafnframt stutta kynningu sem þær hyggjast nota næst og gefa hvor annarri gagnlegar ábendingar. Ræðumaðurinn lýkur með því að hvetja alla til að ígrunda kynningarorð sín vandlega og æfa þau.
Söngur 58 og lokabæn.