Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.98 bls. 1
  • „Gjörið þetta í mína minningu“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Gjörið þetta í mína minningu“
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • Hvers vegna sækjum við minningarhátíðina?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • „Gerið þetta í mína minningu“
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • „Gjörið þetta í mína minningu“
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Hvers vegna höldum við kvöldmáltíð Drottins?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 3.98 bls. 1

„Gjörið þetta í mína minningu“

1 Mönnum hættir til að láta þýðingu mikilvægra mála dofna með tímanum. Það er ein ástæða þess að Jesús fyrirskipaði lærisveinum sínum þegar hann stofnsetti ‚kvöldmáltíð Drottins‘: „Gjörið þetta í mína minningu.“ Kristnir menn hafa æ síðan haldið árlegan minningardag um dauða Jesú, eins og hann sagði þeim, og haldið áfram að ‚boða dauða Drottins, þangað til hann kemur.‘ — 1. Kor. 11:20, 23-26.

2 Mjög bráðlega veitir Jesús þeim síðustu í hinni minnkandi ‚litlu hjörð‘ inngöngu í himneska vistaveru. (Lúk. 12:32; Jóh. 14:2, 3) Hinn 11. apríl á þessu ári fá leifar hinna smurðu ásamt sívaxandi miklum múgi ‚annarra sauða‘ aftur þau sérréttindi að halda kvöldmáltíð Drottins hátíðlega. (Jóh. 10:16; Opinb. 7:9, 10) Það mun auka þakklæti okkar fyrir hinn mikla kærleika Jehóva er hann sendi eingetinn son sinn í þágu mannkynsins. Athyglinni verður beint að fordæmi Jesú, kærleika hans, trúfestinni sem hann sýndi til dauða með því að sjá fyrir lausnargjaldinu og einnig stjórn hans sem konungs yfir stofnsettu ríki Guðs og þeirri blessun sem Guðsríki færir mannkyninu. Það er svo sannarlega tilefni til að minnast!

3 Undirbúðu þig núna: Við skulum öll vinna að því að gera minningarhátíðartímabilið á þessu ári að tíma þakklætis og mikillar gleði bæði fyrir okkur og fyrir alla þá sem tengjast söfnuðinum. Við getum undirbúið hjörtu okkar með því að lesa aftur frásagnir Biblíunnar af síðustu þjónustudögum Jesú og atburðunum sem leiddu til dauða hans. Í nokkrar vikur fyrir minningarhátíðina er hægt að fara yfir kafla 112-16 í bókinni Mesta mikilmenni í fjölskyldunámi okkar.

4 Hversu marga þekkirðu sem gætu komið á minningarhátíðina ef þú ættir frumkvæðið að því að hjálpa þeim að meta þennan atburð að verðleikum, byðir þeim og létir þeim finnast þeir velkomnir? Búðu til lista og gerðu það sem þú getur til að hjálpa þeim að koma. Síðan skaltu hjálpa þeim að halda áfram að vaxa andlega með því að hvetja þá til að sækja samkomur reglulega.

5 Fyrir og eftir minningarhátíðina verða gerðar sérstakar ráðstafanir til að allir geti aukið þátttöku sína í boðunarstarfinu. Gætir þú, með hjálp góðrar stundarskrár, verið aðstoðarbrautryðjandi í apríl eða maí? Ein besta leiðin til að sýna að við munum með þakklæti eftir öllu því sem fórn Jesú þýðir fyrir okkur er að tala um Guð okkar, Jehóva, og þá blessun sem stjórn Guðsríkis í höndum sonar hans hefur í för með sér. — Sálm. 79:13; 147:1.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila