Þjónustusamkomur fyrir mars
Vikan sem hefst 2. mars
Söngur 1
8 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.
15 mín: „Gjörið þetta í mína minningu.“ Ræða öldungs. Fjallið stuttlega um efnið á bls. 80-1 í Þjónustubókinni þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að sækja minningarhátíðina.
22 mín: „Glæddu með öðrum von um eilíft líf.“ Ræðið efnið við áheyrendur. Útskýrið stuttlega hvernig nota megi spurningar til að halda samtali gangandi. Komið með fáein dæmi bæði um leiðandi spurningar og viðhorfsspurningar sem nota mætti í kynningarorðum. (Sjá Handbók Guðveldisskólans, bls. 51-2, greinar 10-12.) Látið hæfan boðbera sviðsetja kynningu, sem stungið er upp á fyrir fyrstu heimsókn, og endurheimsókn þar sem biblíunámskeiði er komið af stað. Minnst skal stuttlega á framlagafyrirkomulagið.
Söngur 20 og lokabæn.
Vikan sem hefst 9. mars
Söngur 62
8 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
15 mín: Höfum fullt gagn af Árbókinni 1998. Heimilisfaðir fer yfir efnið á bls. 3-6, 31 með fjölskyldu sinni en þar er fjallað um það sem áunnist hefur á guðræðislegum vettvangi um heim allan síðastliðið ár. Þau spjalla um hvernig fjölskyldan njóti góðs af því að lesa og ræða dagstextann og kafla úr Árbókinni og eru staðráðin í að gera það allt árið.
22 mín: „Munum við endurtaka það?“ (Greinar 1-11) Spurningar og svör. Greinið frá því sem hæst bar í aðstoðarbrautryðjendaherferðinni síðastliðið vor eins og fram kemur í Árbókinni 1998. Minnist á hve margir voru aðstoðarbrautryðjendur í söfnuðinum þetta tímabil. Ræðið um þann persónulega hag sem við höfum af brautryðjandastarfi og hvernig þessi aukna viðleitni stuðlar að velgengni safnaðarins. Greinið frá ráðstöfunum til boðunarstarfsins sem verið er að leggja drög að í söfnuðinum í apríl og maí til að auðvelda fleirum að verða aðstoðarbrautryðjendur. Boðberar geta fengið umsóknir í hendur að samkomu lokinni.
Söngur 87 og lokabæn.
Vikan sem hefst 16. mars
Söngur 19
8 mín: Staðbundnar tilkynningar. Bjóðið öllum áhugasömum að koma á sérræðuna 29. mars sem heitir: „Hvers vegna þú getur treyst Biblíunni.“
15 mín: Staðbundnar þarfir.
22 mín: „Munum við endurtaka það?“ (Greinar 12-19) Spurningar og svör. Rifjið upp hæfniskröfurnar á bls. 113-14 í Þjónustubókinni. Útskýrið hvernig aðstoðarbrautryðjandastarf býr fólk undir reglulegt brautryðjandastarf. Bjóðið nokkrum, sem voru aðstoðarbrautryðjendur síðastliðið vor, að greina frá því hvernig þeir skipulögðu stundaskrá sína til að ná 60 klukkustunda starfstímamarkmiðinu. Hvaða stundaskrá á baksíðu viðaukans hentaði þeim best? Segið frásagnir, eftir því sem tími leyfir, úr Árbókinni 1987, bls. 48-9, 245-6. Hvetjið boðbera til að verða sér úti um rit að samkomu lokinni.
Söngur 93 og lokabæn.
Vikan sem hefst 23. mars
Söngur 13
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Hvetjið alla til að byrja að bjóða áhugasömum á minningarhátíðina 11. apríl. Sýnið boðsmiða og hvetjið alla til að verða sér úti um eintök og hefjast handa við að dreifa þeim í vikunni. Lesið upp nöfn allra sem verða aðstoðarbrautryðjendur í apríl. Útskýrið að enn sé ekki of seint að sækja um. Greinið frá öllum samkomum fyrir boðunarstarfið sem ráðgert er að halda í apríl.
20 mín: Búðu nýja undir boðunarstarfið. Ræða með þátttöku áheyrenda. Þeir sem stjórna námskeiði í Þekkingarbókinni ættu að íhuga að búa nemanda sinn undir að taka þátt í boðunarstarfinu. Bendið á það sem fram kemur í Þekkingarbókinni á bls. 105-6, grein 14 og bls. 179, grein 20. Rifjið upp efnið í Varðturninum 1. júní 1989, bls. 28-9, greinar 7-10 um hvernig nýir geti orðið óskírðir boðberar. Ræðið um tillögurnar í viðauka Ríkisþjónustu okkar fyrir júní 1996, grein 19 um að hjálpa nýjum óskírðum boðberum að komast af stað í boðunarstarfinu.
15 mín: Spurningakassinn. Spurningar og svör. Öldungur fer yfir efnið í Þjónustubókinni á bls. 131, greinar 1 og 2.
Söngur 22 og lokabæn.
Vikan sem hefst 30. mars
Söngur 11
12 mín: Staðbundnar tilkynningar. Minnið alla á að skila inn starfsskýrslum fyrir mars. Sýnið nýjustu blöðin, bendið á greinar sem mætti nota þegar þau eru boðin og komið með ákveðnar tillögur að kynningarorðum. Rifjið upp rammagreinina „Til minnis vegna minningarhátíðar“ og greinið frá staðbundnum ráðstöfunum vegna hátíðarinnar. Allir ættu að leggja drög að því að hjálpa biblíunemendum og öðrum áhugasömum að sækja minningarhátíðina. Minnið alla á að fylgjast með í biblíulestrinum fyrir minningarhátíðina dagana 6.-11. apríl eins og tilgreint er í Rannsökum daglega ritningarnar.
13 mín: „Börn — þið eruð gleði okkar!“ Spurningar og svör. Segið frásögnina í Varðturninum á ensku 1. ágúst 1987, bls. 25.
20 mín: Að berjast gegn andlegri þreytu. Tveir öldungar ræða rammagreinina í Varðturninum 1. júní 1986, bls. 29. Ræðið um hvern lið fyrir sig í dálknum „Þreytumerki“ og útskýrið með hjálp Biblíunnar hvernig menn geta notið góðs af því sem fram kemur í dálknum „Hjálp til að halda út.“ Eigið síðan viðtal við tvo boðbera sem segja frá því hvernig slíkar tillögur hjálpuðu þeim að varðveita andlegan styrk sinn.
Söngur 77 og lokabæn.