Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.98 bls. 1
  • Við getum gert meiri verk

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Við getum gert meiri verk
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • Farið og gerið fólk að lærisveinum
    „Komið og fylgið mér“
  • „Farið ... og gerið allar þjóðir að lærisveinum“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Vinnum drottinholl með Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 9.98 bls. 1

Við getum gert meiri verk

1 Mikil verk einkenndu þjónustu Jesú. Hann mettaði þúsundir manna með kraftaverki, læknaði marga og reisti suma upp frá dauðum. (Matt. 8:1-17; 14:14-21; Jóh. 11:38-44) Starf hans vakti athygli heillar þjóðar. Kvöldið fyrir dauða sinn sagði hann þó trúföstum fylgjendum sínum: „Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau.“ (Jóh. 14:12) Hvernig getum við gert „meiri“ verk en hann?

2 Með því að fara yfir meira svæði: Athafnasvæði Jesú takmarkaðist við Palestínu, en fyrstu lærisveinum hans var sagt að bera vitni „allt til endimarka jarðarinnar,“ langt út fyrir það svæði þar sem Jesús prédikaði. (Post. 1:8) Prédikunarstarfið, sem hann hóf, teygir sig núna út um allan heim og nær til 232 landa. (Matt. 24:14) Átt þú fullan þátt í að starfa á svæðinu sem söfnuðinum þínum er úthlutað?

3 Með því að finna fleira fólk: Jesús fól tiltölulega fáum lærisveinum að halda prédikunarstarfinu áfram. (Post. 1:15) Kostgæfilegur vitnisburður þeirra á hvítasunnunni árið 33 varð til þess að þrjú þúsund sálir tóku við sannleikanum og létu skírast á þeim degi. (Post. 2:1-11, 37-41) Uppskera þeirra sem ‚hneigjast réttilega til eilífs lífs‘ hefur haldið áfram allt fram á okkar tíma, og við skírum meira en 1000 manns á dag að meðaltali. (Post. 13:48) Gerir þú allt sem þú getur til að höfða til hjartahreinna manna hvar sem þá er að finna og fylgja áhuganum eftir eins fljótt og hægt er?

4 Með því að prédika mun lengur: Jarðnesk þjónusta Jesú stóð aðeins í þrjú og hálft ár. Flest okkar hafa prédikað lengur en það. Án tillits til hve lengi okkur verður leyft að halda þessu starfi áfram, erum við þakklát fyrir að mega hjálpa hverjum nýjum lærisveini að hefja gönguna á veginum til lífsins. (Matt. 7:14) Ert þú síauðugur í verki Drottins í hverjum mánuði? — 1. Kor. 15:58.

5 Við getum verið viss um að með stuðningi Jesú vinnum við enn meiri verk sem sannir lærisveinar hans. — Matt. 28:19, 20.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila