Lest þú blöðin?
1 Trúboðshjón í Afríku sögðu þetta um blöðin okkar: „Varðturninn hjálpar okkur að vera andlega vakandi á svæðinu. Hvert tölublað styrkir okkur og hvetur.“ Ristir þakklæti þitt fyrir tímaritin okkar eins djúpt? Ert þú eins ákafur í að lesa þau?
2 Töluverður tími fer í að semja blaðagreinar sem hægt er að lesa á örfáum mínútum. Læturðu þér þá nægja að renna lauslega yfir greinarnar, líta á myndirnar og lesa við og við greinar sem þú rekur óvart augun í? Við erum vitur ef við gerum meira en það. Við ættum að taka okkur tíma til að lesa og brjóta til mergjar allar greinarnar í hverju tölublaði. Varðturninn er helsta ritið sem færir okkur tímabæra andlega fæðu. Í Vaknið! eru áhugaverðar og fróðlegar greinar um alls konar efni. Það sem við lærum með því að lesa þessi blöð styrkir okkur ekki aðeins andlega heldur undirbýr okkur einnig til að eiga árangursríkan þátt í starfinu. Ef við sjálf erum trúfastir lesendur verðum við ákafari í að bjóða öðrum blöðin.
3 Hvernig hægt er að bæta lestrarvenjurnar: Gætir þú staðið þig betur í að lesa blöðin? Hér eru tvær tillögur sem mörgum finnst virka vel. (1) Gerðu þér reglulega lestraráætlun. Það kemur þér á óvart hve mikið þú getur lesið á viku ef þú tekur frá aðeins 10 eða 15 mínútur á dag. (2) Komdu þér upp kerfi til að fylgjast með hvað þú hefur lesið. Þú gætir kannski merkt við byrjun hverrar greinar sem þú hefur lesið. Annars gætirðu misst af því að lesa einhverjar greinar eða jafnvel heilt blað. Það er mikilvægt að skapa sér lestrarvenjur sem virka og halda sér við þær. — Samanber Filippíbréfið 3:16.
4 Hinn „trúi og hyggni þjónn“ hefur brugðist viturlega við breyttum tímum með því að gefa út greinar sem fást við raunverulegar þarfir fólks. (Matt. 24:45) Þessi blöð hafa sannarlega snert líf okkar. Andlegar framfarir okkar ráðast að miklu leyti af guðræðislegum lestrarvenjum okkar. Ríkuleg andleg blessun bíður þeirra sem gefa sér tíma til að lesa öll blöðin.