Hvernig fjölskyldan vinnur saman að þátttöku í boðunarstarfinu
1 Hvað getur verið hjartnæmara en að sjá hjón, foreldra og börn fara saman í boðunarstarfið og lofa nafn Jehóva meðal almennings? (Sálm. 148:12, 13) Allar fjölskyldur ættu að temja sér að taka reglulega þátt í boðunarstarfinu. Notar fjölskylda þín ákveðinn dag í hverri viku til starfsins? Þá vita allir undir hvað þeir eiga að búa sig og geta tekið fullan þátt í því. — Orðskv. 21:5a.
2 Hví ekki að undirbúa kynningarorð fjölskyldunnar sameiginlega áður en starfsdagurinn rennur upp? Æfingar geta reynst mjög gagnlegar og stuðlað að góðri samvinnu í fjölskyldunni. Það er mjög umbunarríkt þegar boðunarstarfið er hugðarefni fjölskyldunnar og allir eru vel undirbúnir!
3 Farandumsjónarmaður fór með fjölskyldu nokkurri í blaðastarfið. Meðan hann var að starfa hús úr húsi með einni dótturinni spurði hún: ‚Hversu lengi ætlar þú að starfa með mér?‘ Síðan sagðist hún ætla að starfa með föður sínum á eftir. Það var greinilegt að hún og faðir hennar nutu þess að starfa saman. Þetta er góður fjölskylduandi.
4 Hugsanlegt er að allir í fjölskyldunni geti gerst aðstoðarbrautryðjendur í sameiningu einn mánuð á ári. Sá möguleiki gæti líka verið fyrir hendi að einn úr fjölskyldunni þjóni samfellt sem aðstoðarbrautryðjandi eða taki jafnvel upp reglulegt brautryðjandastarf. Með góðri skipulagningu og samvinnu geta kannski allir í fjölskyldunni aukið þátt sinn í starfinu með því að styðja þann sem er brautryðjandi. Þetta aukna starf og ánægjulegir atburðir samfara því er fjölskyldunni til blessunar. — Mal. 3:10.
5 Góð þátttaka í boðunarstarfinu stuðlar að sterkum fjölskylduböndum, kostgæfni, gleði og góðum árangri í þjónustu Jehóva! — Samanber Filippíbréfið 2:1, 2.