Guðveldisfréttir
◼ Armenía: Í desember tók 4741 boðberi þátt í starfinu og meðalstarfstíminn var 16 klukkustundir. Þetta er nýtt boðberahámark og svarar til 17% aukningar miðað við meðaltal síðasta þjónustuárs.
◼ Síle: Breytingunni á starfstímakröfu til brautryðjenda var vel tekið eins og sjá má af því að reglulegir brautryðjendur voru 4351 í janúar og hafa aldrei verið fleiri. Aðstoðarbrautryðjendur voru 5175 sem er langhæsta tala þjónustuársins til þessa.
◼ Úkraína: Boðberar voru 100.129 í janúarmánuði og þar af tóku 12% þátt í einhverri þjónustugrein í fullu starfi. Reglulegir brautryðjendur voru 5516 — sem er 27. hámarkið í röð — og aðstoðarbrautryðjendur 6468.