Skrifleg upprifjun í Guðveldisskólanum
Upprifjun, með lokaðar bækur, á efni sem farið var yfir í Guðveldisskólanum frá 3. maí til 23. ágúst 1999. Notaðu sérblað til að skrifa á svörin við eins mörgum spurningum og þú getur á hinum úthlutaða tíma.
[Athugaðu: Meðan á skriflegu upprifjuninni stendur má aðeins nota Biblíuna við að svara spurningunum. Tilvísanirnar, sem koma á eftir spurningunum, eru fyrir efniskönnun þína. Í tilvísunum til Varðturnsins er ef til vill ekki alltaf getið blaðsíðu og greinarnúmers.]
Merkið við hvort eftirfarandi fullyrðingar séu réttar eða rangar:
1. Foreldrar þurfa ekki að slaka á meginreglum Biblíunnar til að sýna börnum sínum sanngirni. [fy bls. 108 gr. 14]
2. Réttlæting Jehóva fyrir atbeina Guðsríkis í höndum hins fyrirheitna „sæðis“ er stef allrar Biblíunnar. (1. Mós. 3:15) [si bls. 17 gr. 30]
3. Mjög fáar fornmenjar og aðrar ytri vísbendingar eru til sem staðfesta nákvæmni atburða í 2. Mósebók. [si bls. 20 gr. 4]
4. Bláfátækt fólk er ekki í aðstöðu til að leggja fram fé til að styðja hagsmuni Guðsríkis. [wE97 15.9 bls. 5 gr. 7]
5. Það er þáttur í tilbeiðslunni á Jehóva að endurgjalda foreldrum sínum. (1. Tím. 5:4) [wE97 1.9. bls. 4 gr. 1-2]
6. Hvíldardagurinn var upphaflega teikn milli Jehóva og þjóðanna. [Vikulegur biblíulestur; sjá rs bls. 345 gr. 3.]
7. Þegar barn er orðið nógu stálpað til að fara að taka eigin ákvarðanir ber það aukna ábyrgð á gerðum sínum, einkum í sambandi við lög Guðs. (Rómv. 14:12) [fy bls. 135 gr. 17]
8. Móse skrifaði 3. Mósebók árið 1513 f.o.t. [si bls. 25 gr. 3-4]
9. Orð Jesú í Lúkasi 21:20, 21 rættust árið 66 þegar rómverskar hersveitir undir stjórn Títusar hershöfðingja hörfuðu frá Jerúsalem. [w97 1.4. bls. 5 gr. 3-4]
10. Kenning Epíkúrosar var hættuleg kristnum mönnum af því að hún byggðist á trúlausri afstöðu hans sem lýst er í 1. Korintubréfi 15:32. [wE97 1.11. bls. 24 gr. 5]
Svarið eftirfarandi spurningum:
11. Hvaða lærdóm má draga af banni 3. Mósebókar 3:17 við neyslu mörs eða fitu? [Vikulegur biblíulestur; sjá w84 1.10. bls. 31 gr. 1.]
12. Hvers vegna hefur Jehóva leyft djöflinum að vera til? [Vikulegur biblíulestur; sjá w92 1.9. bls. 17 gr. 14.]
13. Hvað ætti fjölskylda að gera þegar alvarleg veikindi blasa við einhverjum innan hennar? (Orðskv. 15:22) [fy bls. 122 gr. 14]
14. Í hvaða skilningi var Ísraelsþjóðin „prestaríki“? (2. Mós. 19:6) [Vikulegur biblíulestur; sjá w95 1.12. bls. 14 gr. 8.]
15. Hver er munurinn á ‚heilu‘ auga og ‚spilltu‘? (Matt. 6:22, 23) [wE97 1.10. bls. 26 gr. 5]
16. Af hverju var hægt að segja að Davíð gengi „í hreinskilni hjartans og einlægni“ fyrst hann gerði mistök? (1. Kon. 9:4) [wE97 1.5. bls. 5 gr. 2]
17. Hvaða sérréttindi nú á tímum eru fyrirmynduð með því að Ísraelsmenn ‚gerðu allt sem Jehóva bauð‘ í tengslum við tjaldbúðina? (2. Mós. 39:32) [Vikulegur biblíulestur; sjá w95 1.12. bls. 24 gr. 9.]
18. Hvað gefa orð Jehóva til kynna: „Ég mun reynast vera það sem ég mun reynast vera“? (2. Mós. 3:14, NW) [Vikulegur biblíulestur; sjá w95 1.8. bls. 22 gr. 6.]
19. Hvaða lærdóm má draga af því sem henti Nadab og Abíhú og sagt er frá í 3. Mósebók 10:1, 2? [Vikulegur biblíulestur; sjá w84 1.10. bls. 31 gr. 2.]
20. Hvers vegna varð kona „óhrein“ af barnsburði samkvæmt Móselögunum? [Vikulegur biblíulestur; sjá w84 1.10. bls. 31 gr. 4.]
Tilgreinið orðið eða orðin sem vantar í eftirfarandi fullyrðingar:
21. Enda þótt engin kraftaverkalækning sé við einmanaleika getur einstætt foreldri haldið út með styrk frá _________________________ sem það fær með því að _________________________ hann stöðugt. (1. Tím. 5:5) [fy bls. 112 gr. 21]
22. Persónulegur harmleikur getur verið afleiðing _________________________ eða eigin _________________________. [wE97 15.5. bls. 22 gr. 7]
23. Önnur Mósebók opinberar að Jehóva sé hinn mikli _________________________ og _________________________ sem _________________________ stórfenglegan tilgang sinn. [si bls. 24 gr. 26]
24. Það er einkum breytni okkar í _______________ en ekki _________________________ sem sýnir virkilega hvaða mann við höfum að geyma. [wE97 15.10. bls. 29 gr. 4]
25. Ef uppskeruhátíðir hafa á sér _______________ eða _________________________ blæ forðast sannkristnir menn að baka sér vanþóknun Jehóva með því að eiga nokkurn _________________________ í slíkri spilltri tilbeiðslu. [wE97 15.9. bls. 9 gr. 6]
Veljið rétta svarið í eftirfarandi fullyrðingum:
26. Þjáningarárin „fjögur hundruð,“ sem sæði Abrahams mátti þola, hófust þegar Ísmael hæddi Ísak árið (1943; 1919; 1913) f.o.t. og enduðu með frelsuninni úr Egyptalandi árið (1543; 1519; 1513) f.o.t. (1. Mós. 15:13) [si bls. 17 gr. 31]
27. Hvort fjölskylda getur tekist á við alvarleg veikindi eða ekki ræðst að miklu leyti af (fjárhagsöryggi; viðhorfum; tryggingum) hennar. (Orðskv. 17:22) [fy bls. 120 gr. 10]
28. Sá sem segir í hjarta sínu að ‚Guð sé ekki til‘ er ‚heimskingi‘ af því að (honum er siðferðilega áfátt; hann er ómenntaður; hann skortir hæfni til að rökhugsa). (Sálm. 14:1) [w97 1.11. bls. 6 gr. 8]
29. Þegar Adam og Eva gerðu uppreisn var (fullkomleikinn; sambandið við Guð; paradísarheimilið) það dýrmætasta sem þau glötuðu og lykillinn að hamingju þeirra. [w97 1.10. bls. 6 gr. 2]
30. (Fyrsta Mósebók; Önnur Mósebók; Þriðja Mósebók) minnist oftar á heilagleikakröfuna en nokkur önnur biblíubók. [si bls. 26 gr. 9]
Tilgreinið hverjir eftirfarandi ritningarstaða eiga við fullyrðingarnar að neðan:
2. Mós. 5:2; 2. Mós. 21:29; Orðskv. 1:8; Gal. 5:20; Jak. 1:14, 15
31. Gera má kristinn mann brottrækan sem hvað eftir annað fær ofsafengin reiðiköst og beitir meðal annars fjölskyldu sína ofbeldi, en iðrast ekki. [fy bls. 150 gr. 23]
32. Hugsun er undanfari verka. [fy bls. 148 gr. 18]
33. Jehóva Guð auðmýkir alla þá sem neita þrjóskufullir að viðurkenna guðdóm hans. [Vikulegur biblíulestur; sjá w92 1.12. bls. 25 gr. 18.]
34. Enda þótt Biblían feli feðrum aðalábyrgðina á uppfræðslu barna gegna mæður þar einnig mikilvægu hlutverki. [fy bls. 133 gr. 12]
35. Lögmálið viðurkenndi ekki gáleysi sem gilda ástæðu til að biðjast miskunnar fyrir manndráp. [Vikulegur biblíulestur; sjá br3 bls. 9 gr. 5.]