Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.02 bls. 1
  • ‚Vilt‘ þú hjálpa öðrum?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • ‚Vilt‘ þú hjálpa öðrum?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Getur þú rétt hjálparhönd?
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Líkjum eftir Jesú og þjónum öðrum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Fjölskyldur, lofið Guð með söfnuði hans
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
  • Foreldrar, annist þarfir barnanna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 6.02 bls. 1

‚Vilt‘ þú hjálpa öðrum?

1 Jesú þótti innilega vænt um fólk. Þegar holdsveikur maður sárbændi hann um hjálp rétti Jesús út höndina, snart manninn og sagði: „Ég vil, verð þú hreinn!“ (Mark. 1:40-42) Á hvaða hátt getum við líkt eftir hjálpsemi Jesú gagnvart öðrum?

2 Áhugasamt fólk: Hver og einn í söfnuðinum á sinn þátt í því að hjálpa áhugasömu fólki að gerast tilbiðjendur Jehóva. Heilsaðu nýjum þegar þeir koma á samkomu og reyndu að kynnast þeim. Gerðu þér far um að uppörva þá. Hrósaðu þeim fyrir svör þeirra. Hældu þeim fyrir að reyna að tileinka sér frumreglur Biblíunnar í lífinu. Og gerðu þeim grein fyrir því að þeir geti eignast sanna vini innan safnaðarins.

3 Trúbræður: ‚Trúbræður okkar‘ verðskulda sérstaklega að við hjálpum þeim á ýmsa vegu. (Gal. 6:10) Margir þeirra eiga við vanheilsu að stríða. Þú getur veitt þeim ómissandi félagsskap með því að heimsækja þá og hvetja og ef til vill veitt verklega aðstoð líka. Vera má að sumir eigi við annars konar erfiðleika að etja. Sýndu hluttekningu með því að taka þér tíma til að hlusta og vera þeim til uppbyggingar. (1. Þess. 5:14) Öldungarnir þurfa á samvinnu okkar að halda þegar þeir sinna skyldum sínum. (Hebr. 13:17) Við getum orðið trúbræðrum okkar „til huggunar“ með því að sýna fúsleika og hjálpsemi. — Kól. 4:11.

4 Fjölskyldan: Við ættum líka að gera okkur far um að líkja eftir umhyggju Jesú í okkar eigin fjölskyldu. Foreldrar ‚ala börn sín upp með aga og umvöndun Jehóva‘ af einlægri umhyggju fyrir þeim. (Ef. 6:4) Börnin geta lagt sitt að mörkum með því að vera tilbúin í tæka tíð fyrir fjölskyldunámið, safnaðarsamkomurnar og boðunarstarfið. Uppkomin börn geta sýnt sams konar umhyggju og Jesús með því að hjálpa foreldrum sínum ástúðlega að takast á við þá erfiðleika sem fylgja efri árunum. Þetta eru nokkur dæmi um hvernig við getum öll ‚sýnt rækt eigin heimili.‘ — 1. Tím. 5:4.

5 Þegar við líkjum eftir Jesú með því að hjálpa öðrum getum við kannski gert erfiðleika þeirra léttbærari og tengt fjölskyldu okkar og söfnuðinn nánari böndum. En umfram allt þá heiðrum við Jehóva ‚föður miskunnsemdanna.‘ — 2. Kor. 1:3.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila