Geturðu boðið fram heimili þitt?
1 Á fyrstu öldinni buðu margir kristnir menn fram heimili sín sem samkomustaði. (1. Kor. 16:19; Kól. 4:15; Fílem. 1, 2) Í sumum söfnuðum nú á dögum eru ekki nógu margir staðir til að halda safnaðarbóknámið og samansafnanir fyrir boðunarstarfið. Þetta getur orðið til þess að 30 eða fleiri sæki bóknám í sumum hópum og það er mun meira en æskilegt er því að helst eiga aðeins að vera um 15 í hverjum hóp.
2 Mikil sérréttindi: Hefurðu hugleitt hvort safnaðarbóknámið geti verið heima hjá þér? Það þarf ekki annað en hæfilega stórt herbergi eða stofu sem er snyrtileg og með góðri lýsingu og loftræstingu. Það eru mikil sérréttindi að hafa bóknámið á heimilinu því að þetta er safnaðarsamkoma og þáttur í fyrirkomulagi Jehóva til að leiðbeina fólki sínu. Margir segja að það hafi verið sér til blessunar að bjóða fram heimili sitt á þennan hátt.
3 Láttu öldungana endilega vita ef þú telur heimili þitt henta vel. Þeir gætu verið að leita að fleiri bóknámsstöðum. Eða væri hægt að halda samkomur fyrir boðunarstarfið á heimili þínu ef ekki er hægt að halda bóknám þar? Og jafnvel þótt það vanti ekki nýjan stað í augnablikinu er gott fyrir öldungana að vita að þú ert fús til að bjóða fram heimili þitt. Kannski áttu eftir að njóta þessara sérréttinda í framtíðinni.
4 Sýnum góða mannasiði: Þegar við komum saman á einkaheimili verða allir að virða eignir gestgjafans. Foreldrar ættu að sjá til þess að börnin virði friðhelgi heimilisins og haldi sig á því svæði sem ætlað er fyrir bóknámið. Það ætti líka að sýna nágrönnum tillitsemi og trufla þá ekki að óþörfu. — 2. Kor. 6:3, 4; 1. Pét. 2:12.
5 Hebreabréfið 13:16 hvetur okkur til að gleyma ekki „velgjörðaseminni og hjálpseminni, því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar.“ Ef þú býður fram heimili þitt sem samkomustað er það góð leið til að sýna hjálpsemi og „tigna Drottin með eigum þínum.“ — Orðskv. 3:9.