Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.07 bls. 1
  • Breytið viturlega

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Breytið viturlega
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Akrarnir eru fullþroskaðir til uppskeru
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Verkamenn vantar til uppskerunnar!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Tökum sem mestan þátt í andlegu uppskerunni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Við njótum þess að leggja okkur fram í þjónustu Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 11.07 bls. 1

Breytið viturlega

1 Fjórir fiskimenn, sem Jesús bauð að fylgja sér, biðu ekki með að ákveða sig heldur fylgdu honum „þegar í stað“. (Matt. 4:18-22) Þegar Sál frá Tarsus skipti um trú og fékk síðan sjónina aftur hikaði hann ekki en „tók þegar að prédika í samkunduhúsunum að Jesús væri sonur Guðs“. (Post. 9:20) Tíminn líður áfram og þegar hann er liðinn kemur hann aldrei aftur. Þess vegna er mikilvægt að ‚breyta viturlega‘ þegar við ráðstöfum tíma okkar. — Ef. 5:15, 16.

2 Tími og tilviljun: Tækifærin sem við höfum til að þjóna Jehóva í dag gætu verið horfin á morgun. (Jak. 4:14) „Tími og tilviljun“ mætir okkur öllum. (Préd. 9:11) Þar að auki eldumst við öll í þessu heimskerfi og getum ekki umflúið ‚vondu dagana‘ sem fylgja ellinni og takmarka það sem við getum gert í þjónustunni við Jehóva. (Préd. 12:1) Það er því óviturlegt að fresta því að vígja sig Guði eða bíða með að auka boðunarstarfið þar til aðstæðurnar verða eins og best verður á kosið. (Lúk. 9:59-62) Abraham var sáttur í lok ævinnar og dó „gamall og saddur lífdaga“ því að hann hafði notað líf sitt viturlega með því að helga sig Jehóva. — 1. Mós. 25:8.

3 Tíminn er stuttur: Við viljum líka nota tíma okkar viturlega vegna þess að „tíminn er orðinn stuttur“. (1. Kor. 7:29-31) Þetta gamla heimskerfi endar bráðlega. Tækifærið til að taka þátt í að uppskera „sáðland jarðarinnar“ og safna saman einlægu fólki tekur enda. (Opinb. 14:15) Við verðum að gæta þess að leyfa ekki afþreyingu og áhyggjum lífsins að ræna okkur tíma sem við ættum heldur að nota í boðunarstarfinu. (Lúk. 21:34, 35) Það verður ánægjulegt að líta til baka vitandi að við tókum fullan þátt í uppskerustarfinu.

4 Við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir tækifærum sem okkur bjóðast til að þjóna Guði svo að við förum ekki á mis við þau. Verum staðráðin í að gera eins vel og við getum í þjónustu okkar við Jehóva „meðan enn heitir ‚í dag‘“. (Hebr. 3:13) Með því sönnum við að við séum vitur því að „sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu“. — 1. Jóh. 2:17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila