Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.09 bls. 1
  • Kennum á einfaldan hátt

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kennum á einfaldan hátt
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Þrjú ráð til að bæta kennslutækni okkar
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Líktu eftir kennaranum mikla
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • ‚Þið ættuð að vera kennarar‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Skýrt og auðskilið
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 5.09 bls. 1

Kennum á einfaldan hátt

1. Hver er lykillinn að góðri kennslu?

1 Lykilinn að góðri kennslu er að hún sé einföld og auðskilin. Þegar við skoðum hvernig Jesús, kennarinn mikli, kenndi hjálpar það okkur að taka framförum í kennslutækni. — 2. Tím. 4:2; Jóh. 13:13.

2. Hvernig kennum við á einfaldan hátt og hvaða áhrif hefur slík kennsla?

2 Notum venjulegt málfar: Í fjallræðunni er að finna einhver dýpstu sannindi sem nokkur maður hefur borið fram en þau voru jafnframt sögð á einfaldan hátt. (Matt., kafli 5-7) Mannfjöldinn, sem hlustaði á Jesú, var „djúpt snortinn af orðum hans“. Kennsla Jesú hafði svo mikil áhrif á varðmennina, sem voru sendir til að handtaka hann, að þeir sögðu: „Aldrei hefur nokkur maður talað þannig.“ (Matt. 7:28, 29; Jóh. 7:46) Við þurfum ekki að nota háfleyg orð, flókin orðtök eða ítarlegar útskýringar til að sannfæra aðra um sannleika Biblíunnar. Það er hægt að útskýra sannleikann á einfaldan hátt með því að nota venjulegt málfar.

3. Hvers vegna hættir sumum til að miðla of miklum upplýsingum í einu og hvernig er hægt að komast hjá því?

3 Hve mikið í einu? Þegar Jesú kenndi íhugaði hann hversu miklar upplýsingar fólk gat meðtekið hverju sinni og tók þannig tillit til áheyrenda sinna. (Jóh. 16:12) Við þurfum að vera athugul og sveigjanleg, sérstaklega þegar við vitnum fyrir ættingjum, börnum eða fólki sem hefur nýlega sýnt áhuga. Við ættum ekki að kaffæra áheyrendur okkar með of miklum upplýsingum jafnvel þótt þeir virðist hlusta með athygli. Þeir sem eru af hjarta einlægir munu halda áfram taka til sín þekkinguna sem kemur frá hinum eina sanna Guði, Jehóva. — Jóh. 17:3; 1. Kor. 3:6.

4. Hvers vegna gefur það góða raun að einbeita sér að aðalatriðunum frekar en aukaatriðunum?

4 Einbeitum okkur að aðalatriðunum: Jesús flækti ekki kennsluna með því að útskýra allt í smáatriðum. Þegar hann sagði: „Allir þeir sem í gröfunum eru munu . . . ganga fram,“ var ekki tímabært að útskýra hvaða tvenn mismunandi örlög hinir upprisnu fengju. (Jóh. 5:28, 29) Þegar við stýrum biblíunámskeiðum ættum við að einbeita okkur að aðalatriðunum og forðast þá tilhneigingu að færa í tal ótímabær aukaatriði.

5. Hvaða blessun getum við hlotið ef við kennum á einfaldan hátt?

5 Við erum mjög þakklát fyrir að Jehóva hefur kennt okkur á einfaldan hátt allt sem við þurfum að vita. (Matt. 11:25) Gerum slíkt hið sama og kennum öðrum sannleikann á einfaldan hátt og njótum þeirrar gleði að uppskera ríkulega í þjónustunni.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila