Dagskrá sérstaka mótsdagsins á næsta þjónustuári
1. (a) Nefndu dæmi um stef sérstaka mótsdagsins á undanförnum árum. (b) Eru einhver ákveðin atriði frá fyrri eins dags mótum sem hafa hjálpað þér að þjóna Guði?
1 „Metið þá hluti rétt sem máli skipta,“ „Stöndum stöðug sem ein hjörð,“ „Höldum áfram að bera sannleikanum vitni“ og „Við erum leirinn og Jehóva mótar okkur“. (Fil. 1:9, 10, 27; Jóh. 18:37; Jes. 64:8) Þetta eru aðeins nokkur af mörgum stefjum sem hefur verið fjallað um á sérstaka mótsdeginum. Hlakkar þú til mótsdagsins á þjónustuárinu 2010? Mótið er byggt á orðunum í 1. Korintubréfi 7:29: „Tíminn er orðinn naumur.“
2. Hvernig má byggja upp tilhlökkun fyrir mótinu?
2 Byggðu upp tilhlökkun fyrir sérstaka mótsdeginum um leið og dagsetning mótsins er tilkynnt í söfnuðinum. Sumir foreldrar hjálpa börnum sínum að hlakka til mótsins með því að setja dagsetninguna á dagatal fjölskyldunnar ásamt lista yfir það sem þau þurfa að hafa með sér. Síðan eru taldir niður dagarnir í mótið. Á námskvöldi fjölskyldunnar getur verið gott að fara yfir punkta frá fyrri eins dags mótum. Einnig er hægt að undirbúa hjartað fyrir mótið með því að fara yfir bls. 13-16 úr Boðunarskólabókinni til þess að hjálpa þér og fjölskyldu þinni að ‚gæta að því hvernig þið heyrið‘. — Lúk. 8:18.
3. Hvernig höfum við sem mest gagn af dagskrá mótsins?
3 Notaðu það sem þú lærir: Oft er sagt eftir svona mót: „En frábær dagskrá!“ Og það er alltaf rétt þar sem mótin eru ein af mörgum ríkulegum blessunum frá Jehóva. (Orðskv. 10:22) Til þess að kennslan hafi tilætlaðan árangur verðurðu að íhuga hana og geyma í hjarta þér. (Lúk. 8:15) Gefið ykkur tíma á leiðinni heim frá mótinu til þess að ræða dagskrána sem fjölskylda eða við þá sem eru með þér í bílnum. Ræðið markmið hvert annars og hugleiðingar sem hjálpa ykkur í þjónustunni. Ef við gerum það höfum við gagn af dagskránni löngu eftir að mótinu er lokið. — Jak. 1:25.
4. Hvers vegna verður mótið sérstakt fyrir okkur?
4 Okkur finnst við vera mikils metin þegar við fáum gjöf sem við þurfum einmitt á að halda. Erum við ekki spennt að sjá hvað Jehóva gefur okkur á næsta mótsdegi? Við getum verið fullviss um að dagskráin verði okkur til gagns. Við getum búist við að Jehóva, himneskur faðir okkar, láti okkur í té einmitt þá uppörvun og kennslu sem við þurfum til að geta haldið áfram að sinna þeim verkefnum sem hann hefur fengið okkur. — 2. Tím. 4:2; Jak. 1:17.