Ætlar þú að hefja biblíunámskeið í október?
1 Tilboð mánaðarins í október eru blöðin Varðturninn og Vaknið! Til að fylgja áhuganum eftir erum við hvött til að sýna smáritið Viltu vita svörin? og reyna að hefja biblíunámskeið. Hvernig getum við gert það í endurheimsókn?
2 Svona notum við smáritið: Þú getur sagt: „Blöðin, sem ég skildi eftir síðast, hvetja alla til að kynna sér Biblíuna. [Réttu húsráðanda smáritið Viltu vita svörin? og bentu á spurningarnar á forsíðunni.] Hér eru nokkrar athyglisverðar spurningar sem Biblían gefur svör við. Hefur þú einhvern tíma velt þessum spurningum fyrir þér?“ Þegar húsráðandinn hefur tjáð sig, skoðið þá svarið við einni af spurningunum sem hann velur í smáritinu og lesið eitt vers sem vitnað er í. Bentu honum á að þetta sé bara ein af mörgum spurningum sem Biblían svarar og gefðu honum bókina Hvað kennir Biblían? Síðan geturðu sýnt húsráðanda efnisyfirlitið, boðið honum að velja sér kafla og rætt um fyrstu greinarnar í honum. Þú gætir líka prófað aðra aðferð og skoðað kafla sem fjallar nánar um það sem rætt var um í smáritinu. Hér eru nokkrar tilvísanir sem við getum notað:
● Er Guði annt um okkur?
(bls. 9-11 gr. 6-10)
● Taka styrjaldir og þjáningar einhvern tíma enda? (bls. 12 gr. 12-13)
● Hvað gerist við dauðann? (bls. 59-60 gr. 7-8)
● Er einhver von um að sjá látna ástvini aftur? (bls. 71 gr. 13-15)
● Hvernig bænir heyrir Guð?
(bls. 166-167 gr. 5-8)
● Hvernig er hægt að finna hamingjuna?
(bls. 9 gr. 4-5)
3 Ef aðstæður leyfa ekki að við sýnum biblíunámsaðferðina í fyrstu endurheimsókn með hjálp bókarinnar Hvað kennir Biblían? gætum við mælt okkur mót við húsráðanda til að halda samræðunum áfram síðar. Við gætum metið aðstæður svo að betra væri að koma nokkrum sinnum aftur til að skoða fleiri spurningar út frá smáritinu áður en við bjóðum bókina. Verum ötul við að nota smáritið í október til að hefja biblíunámskeið og hjálpa einlægu fólki að kynnast sannleikanum.— Jóh. 8:31, 32.
[Spurningar]
1. Hvert er tilboð mánaðarins í október?
2. Hvernig getum við notað smáritið Viltu vita svörin? til að hefja biblíunámskeið þegar við heimsækjum aftur þá sem þáðu blöðin?
3. Hvernig getum við lagað umræðurnar að aðstæðum?