Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.11 bls. 4
  • Varstu einu sinni brautryðjandi?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Varstu einu sinni brautryðjandi?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Svipað efni
  • Getur þú farið inn um „víðar dyr og verkmiklar“?
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Getur þú skipað þér í fylkinguna aftur?
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • „Þú yrðir ábyggilega góður brautryðjandi“
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Brautryðjandastarfið — er það fyrir þig?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2011
km 3.11 bls. 4

Varstu einu sinni brautryðjandi?

1. Hvaða tækifæri hafa margir haft á liðnum árum, en hvað hafa sumir þurft að gera?

1 Þúsundir votta hafa á liðnum árum haft tækifæri til að „kenna . . . og boða fagnaðarerindið“ í fullu starfi. (Post. 5:42) Sumir hafa þó þurft að hætta af ýmsum ástæðum. Ef þú varst einu sinni brautryðjandi, hefurðu þá velt fyrir þér hvort núverandi aðstæður geri þér kleift að bætast aftur í hópinn?

2. Hvers vegna er gott að þeir sem hafa verið brautryðjendur áður skoði aðstæður sínar upp á nýtt?

2 Aðstæður breytast: Kannski hafa aðstæðurnar breyst sem ollu því á sínum tíma að þú þurftir að hætta sem brautryðjandi. Hættirðu vegna þess að þú náðir ekki að starfa 90 tíma á mánuði sem var tímakrafan áður? Gætirðu þá reynt að byrja aftur núna þar sem hún hefur lækkað niður í 70 tíma? Hefur fjölskylduábyrgðin minnkað eða er ekki nauðsynlegt að þú vinnir eins mikið og þurftir að gera þegar þú hættir í brautryðjandastarfinu? Systir, sem hætti af heilsufarsástæðum, gat byrjað aftur, þá 89 ára að aldri. Hún hafði ekki þurft að fara á spítala í rúmt ár og fannst heilsan orðin það góð að hún gæti byrjað í brautryðjandastarfinu á ný.

3. Hvernig getur fjölskyldan hjálpast að þannig að einn geti verið brautryðjandi?

3 Þú hefur kannski aldrei verið brautryðjandi sjálfur, en ef til vill hefur einhver í fjölskyldunni verið það og þurft að hætta til að geta séð um nákominn ættingja, eins og aldrað foreldri. (1. Tím. 5:4, 8) Ef svo er, gætu þá hinir í fjölskyldunni hjálpað meira til? Hvernig væri að ræða saman um málið? (Orðskv. 15:22) Ef fjölskyldan hjálpast að þannig að einn geti verið brautryðjandi geta allir litið svo á að þeir eigi vissan þátt í starfi hans.

4. Hvað geturðu gert ef núverandi aðstæður leyfa ekki að þú takir upp brautryðjandastarf að nýju?

4 Misstu ekki móðinn þótt aðstæður leyfi ekki að þú takir upp brautryðjandastarf aftur að sinni. Jehóva er ánægður með að þú skulir vera fús til þess. (2. Kor. 8:12) Nýttu þér í boðunarstarfinu þá reynslu sem þú fékkst þegar þú varst brautryðjandi. Gerðu löngun þína að bænarefni og vertu vakandi fyrir tækifærum til að breyta aðstæðum þínum. (1. Jóh. 5:14) Með tímanum má vel vera að Jehóva opni fyrir þér „víðar dyr að miklu verki“ þannig að þú fáir aftur að upplifa gleðina sem fylgir brautryðjandastarfinu. — 1. Kor. 16:9.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila