Tökum framförum í boðunarstarfinu – skrifum niður minnispunkta þegar fólk sýnir áhuga
„Haf gát á sjálfum þér og fræðslunni.“ (1. Tím. 4:16) Þessar innblásnu leiðbeiningar, sem Páll postuli gaf Tímóteusi, sýna að við eigum að leitast við að taka framförum hvort sem við erum reynd eða óreynd. Til að hjálpa okkur til þess hefst nú ný greinaröð í Ríkisþjónustu okkar sem ber yfirskriftina: „Tökum framförum í boðunarstarfinu“. Hver grein mun fjalla um mikilvægt svið boðunarstarfsins og benda á hvernig við getum tekið framförum. Allir eru hvattir til að reyna að taka framförum á þessu sviði í mánuðinum. Eftir að mánuðinum lýkur fáum við tækifæri á þjónustusamkomu til að segja hvaða gagn við höfum haft af því að einbeita okkur að þessum þætti boðunarstarfsins. Núna í þessum mánuði erum við hvött til að bæta okkur í að skrifa niður minnispunkta þegar fólk sýnir áhuga.
Af hverju er það mikilvægt? Til að gera verkefni okkar sem best skil þurfum við að gera meira en að boða fagnaðarerindið. Við verðum að fara aftur til þeirra sem sýna áhuga og kenna þeim. Við þurfum að vökva frækorn sannleikans sem við höfum sáð. (Matt. 28:19, 20; 1. Kor. 3:6-9) Það felur í sér að finna viðkomandi einstakling aftur, ræða við hann um það sem honum er efst í huga og halda síðan samræðunum áfram þar sem frá var horfið. Þess vegna er mikilvægt að skrifa hjá sér minnispunkta þegar fólk sýnir áhuga.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Þegar þú ert að skrifa hjá þér minnispunkta skaltu segja starfsfélaga þínum hvað þú ert að skrifa niður.