Tökum framförum í boðunarstarfinu – þjálfum nýja
Af hverju er það mikilvægt? Nýir lærisveinar Jesú þurfa að læra að „halda allt það“ sem hann bauð, þar á meðal að kenna öðrum sannleikann. (Matt. 28:19, 20) Margir nýir hafa nú þegar uppfyllt kröfurnar til að taka þátt í Boðunarskólanum og hafa kannski sagt fjölskyldu og vinum óformlega frá sannleikanum. En þegar þeir kunna betur og betur að meta það sem þeir eru að læra og skilja að Jehóva vill að allt fólk heyri boðskapinn, gætu þeir látið í ljós löngun til að taka þátt í boðunarstarfinu. (Rómv. 10:13, 14) Þegar nýir hafa verið samþykktir sem óskírðir boðberar hjálpar góð þjálfun þeim að fá meira öryggi nú þegar þeir hafa stigið þetta nauðsynlega skref að andlegum framförum. – Lúk. 6:40.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Farðu í boðunarstarfið hús úr húsi með nemanda þínum og taktu hann með í endurheimsókn eða biblíunámskeið. Ef þú hefur ekki biblíunemanda bjóddu þá reynsluminni boðbera að starfa með þér.