LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Þú getur boðað trúna og kennt
Í fyrstu efaðist Móse um að hann réði við verkefnið sem Jehóva hafði falið honum. (2Mó 4:10, 13) Hefur þér einhvern tíma liðið þannig? Ertu að rannsaka Biblíuna með vottum Jehóva og veltir því fyrir þér hvort þú getir nokkurn tíma boðað trúna hús úr húsi? Eða kannski ertu barn eða unglingur og hikar við að tala um trú þína í skólanum. Þér gæti líka þótt erfitt að nota símann þegar þú boðar trúna eða taka þátt í boðun á almannafæri. Biddu Jehóva um að styrkja þig með heilögum anda sínum. (1Pé 4:11) Þú getur treyst því að með hans hjálp verðir þú hæfur að sinna hverju því verkefni sem hann felur þér. – 2Mó 4:11, 12.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ VERTU HUGRAKKUR ... BOÐBERI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvaða áskorun stóð systir okkar Aoyama frammi fyrir?
Hvernig fékk hún styrk og hugrekki? – Jer 20:7–9.
Hvaða gagn hafði hún af því að færa út kvíarnar í þjónustu Jehóva?
Hvaða áskorunum í boðuninni getur Jehóva hjálpað þér að sigrast á?