Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mrt grein 16
  • Hjálp handa fórnarlömbum heimilisofbeldis

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hjálp handa fórnarlömbum heimilisofbeldis
  • Fleiri viðfangsefni
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Það er ekki þér að kenna ef maki þinn beitir þig ofbeldi
  • Þú getur fengið hjálp
  • Þú ert ekki ein
  • Heimilisofbeldi mun taka enda
  • Að sigrast á vandamálum sem skaða fjölskylduna
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
  • 4. Kærleiksleysi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Kærleikur og réttlæti andspænis vondum heimi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Jehóva hefur hjálpað mér svo mikið
    Biblían breytir lífi fólks
Sjá meira
Fleiri viðfangsefni
mrt grein 16
Kona horfir vongóð út á hafið meðan sólin sest.

Hjálp handa fórnarlömbum heimilisofbeldis

„Ofbeldi gegn konum er heilbrigðisvandamál sem nær um alla jörð og má líkja við faraldur sem er brýnt að stöðva,“ að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Stofnunin áætlar að allt að 30 prósent „allra kvenna sem hafa verið í ástarsambandi hafa orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi“ af hendi maka síns. Og í skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að nýlega voru á einu ári 137 konur drepnar á dag einhvers staðar í heiminum af maka sínum eða öðrum í fjölskyldunni.a

Tölfræðilegar upplýsingar geta sýnt hve stórt vandamál heimilisofbeldi er en þær segja ekkert um þann tilfinningalega og líkamlega sársauka sem fórnarlömbin mega þola.

Ert þú fórnarlamb heimilisofbeldis? Eða þekkirðu einhvern sem er það? Ef svo er skaltu skoða eftirfarandi atriði úr Biblíunni sem geta hjálpað.

Það er ekki þér að kenna ef maki þinn beitir þig ofbeldi

Þú getur fengið hjálp

Þú ert ekki ein

Heimilisofbeldi mun taka enda

Hvernig getur þú hjálpað fórnarlambi heimilisofbeldis?

Það er ekki þér að kenna ef maki þinn beitir þig ofbeldi

Hvað segir Biblían? ‚Við þurfum öll að standa Guði reikningsskap gerða okkar.‘ – Rómverjabréfið 14:12.

Mundu þetta: Sá sem beitir þig ofbeldi er ábyrgur gerða sinna.

Ef maki þinn kennir þér um ofbeldið sem hann beitir þig hefur hann rangt fyrir sér. Eiginkonur eiga skilið að vera sýnd ást en ekki að vera beittar ofbeldi. – Kólossubréfið 3:19.

Stundum getur það sem ofbeldismaður gerir komið til vegna persónuleikaröskunar, uppeldis eða misnotkunar áfengis. En þótt svo sé er hann ábyrgur gagnvart Guði fyrir framkomu sína gagnvart þér. Og hann ber ábyrgð á að gera það sem þarf til að breyta hegðun sinni.

Þú getur fengið hjálp

Hvað segir Biblían? ‚Ef margir leggja á ráðin rætast áformin.‘ – Orðskviðirnir 15:22.

Mundu þetta: Ef þú finnur til óöryggis eða veist ekki hvað þú átt að gera geta aðrir hjálpað þér.

Hvers vegna gætirðu þurft hjálp frá öðrum? Ef þú ert fórnarlamb heimilisofbeldis ertu að glíma við alls konar hugsanir. Það getur verið erfitt að ákveða hvað er best að gera því þú veist ekki hvert eftirtalinna atriða er mikilvægast:

  • Þitt eigið öryggi.

  • Það sem er best fyrir börnin þín.

  • Fjárhagsstaða þín.

  • Ást þín til maka þíns.

  • Löngunin til að varðveita sambandið við maka þinn ef hann breytir um hegðun.

Það er eðlilegt að þú vitir ekki hvað þú átt að gera og finnist ástandið yfirþyrmandi. Hvar geturðu fengið hjálp?

Traustur vinur eða einhver í fjölskyldunni gæti veitt ráð og tilfinningalegan stuðning. Það getur hjálpað mikið að tala við einhvern sem er annt um þig.

Með því að hringja í neyðarsíma fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis er hægt að fá skjótan stuðning. Þar geturðu fengið hjálp til að tryggja öryggi þitt. Ef maki þinn viðurkennir vandamál sitt og vill gera breytingar gæti Neyðarlínan mögulega gefið honum ráð.

Önnur neyðarúrræði geta komið að gagni ef þú ert í skyndilegri hættu, eins og læknar, hjúkrunarfólk eða aðrir sérþjálfaðir fagaðilar.

Þú ert ekki ein

Hvað segir Biblían? „Jehóvab er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda.“ – Sálmur 34:18, New World Translation.

Mundu þetta: Guð lofar að hjálpa þér.

Jehóva er innilega annt um þig. (1. Pétursbréf 5:7) Hann skilur innstu hugsanir þínar og tilfinningar. Hann getur veitt þér huggun í orði sínu, Biblíunni. Og hann hvetur þig til að biðja til sín. Þegar þú biður til hans geturðu beðið hann um visku og styrk til að takast á við aðstæður þínar. – Jesaja 41:10.

Heimilisofbeldi mun taka enda

Hvað segir Biblían? „Þá munu menn sitja óhræddir, hver undir sínum vínviði eða fíkjutré.“ – Míka 4:4.

Mundu þetta: Í Biblíunni er lofað að sá tími komi brátt þegar heimilið verður friðsæll staður fyrir alla.

Jehóva Guð hefur einu varanlegu lausnina við öllum vandamálum okkar. Í Biblíunni er lofað: „Hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.“ (Opinberunarbókin 21:4) Þá munu jafnvel vondar minningar vera horfnar og góðar minningar komnar í þeirra stað. (Jesaja 65:17) Þetta er sú friðsæla framtíð sem stendur þér til boða samkvæmt Biblíunni.

a Í þessari grein er talað um fórnarlambið sem konu en margt af því sem er fjallað um á einnig við um karlkyns fórnarlömb.

b Jehóva er nafn Guðs samkvæmt frummálum Biblíunnar.

Hvernig getur þú hjálpað fórnarlambi heimilisofbeldis?

Þekkirðu fórnarlamb heimilisofbeldis? Þótt þú sért ekki sérfræðingur á þessu sviði gætirðu veitt hjálp.c

Vertu skilningsríkur hlustandi. (Jakobsbréfið 1:19) Segðu henni að þú sért fús til að hlusta en ekki þrýsta á hana til að tala. Fullvissaðu hana um að þú trúir því sem hún segir. – Orðskviðirnir 20:5.

Eftirfarandi ráð hefur verið gefið í tengslum við heimilisofbeldi: „Það var eflaust mjög erfitt fyrir hana að tala við þig. [Fórnarlömb ofbeldis] eru miklu líklegri til að leyna ofbeldinu eða gera minna úr því heldur en að ýkja það. Þér getur þótt erfitt að sjá einhvern fyrir þér sem þú þekkir beita aðra ofbeldi. En sá sem beitir ofbeldi sýnir þér líklega allt aðra hlið en þá sem fórnarlambið sér.“

Vertu uppörvandi. (1. Þessaloníkubréf 5:11) Talaðu þannig að þú styrkir sjálfsmynd hennar. Segðu henni að þér sé annt um hana. Minntu hana á góða eiginleika sína. Og hvettu hana til að leita sér hjálpar.

Bjóddu fram stuðning. (Orðskviðirnir 17:17) Veittu henni aðstoð eins og að líta eftir börnunum fyrir hana eða færa henni máltíð. Spyrðu hana hvort hún sé með öryggisáætlun eins og hvert hún geti farið ef upp kemur neyðarástand.

Hjálpaðu henni að byggja upp sjálfstraust til að taka eigin ákvarðanir. (Galatabréfið 6:5) Útvegaðu henni upplýsingar og ræddu um möguleika í stöðunni. En ekki segja henni hvað hún eigi að gera.

c Ef karlmaður hefur áhyggjur af konu sem er fórnarlamb ofbeldis er betra að hann takmarki þá hjálp sem hann veitir og hvetji hana heldur til að tala við vinkonu sem hún treystir.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila