Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 93
  • Hvernig fer ég að því að léttast?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig fer ég að því að léttast?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Þarf ég í raun og veru að léttast?
  • Hver er besta aðferðin til að léttast?
  • Það sem ég get gert
  • Hvernig get ég tamið mér heilbrigt mataræði?
    Ungt fólk spyr
  • Fyrst ég lagði af geta allir gert það!
    Vaknið! – 1993
  • Hvað ef mér líkar ekki útlit mitt?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Er baráttan við aukakílóin vonlaus?
    Vaknið! – 1990
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 93
Unglingsstrákur horfir á magann á sér í spegli.

UNGT FÓLK SPYR

Hvernig fer ég að því að léttast?

  • Þarf ég í raun og veru að léttast?

  • Hver er besta aðferðin til að léttast?

  • Það sem ég get gert

  • Hvað segja jafnaldrarnir?

Þarf ég í raun og veru að léttast?

Sumir unglingar segja að þeir vilji léttast. En ...

  • Margir hugsa meira um útlitið en heilsuna. Sumir leita að skyndilausnum til að léttast, eins og að sleppa máltíðum eða með því að taka megrunarlyf. Slíkar aðferðir reynast oft gagnslausar og geta stundum verið hættulegar.

    „Sumar stelpur svelta sig til að vera fljótari að ná árangri. Það hefur yfirleitt slæmar afleiðingar og líkaminn er lengi að jafna sig.“ – Hailey.

  • Margir sem hafa áhyggjur af þyngd sinni þurfa þess ekki. Það er ekkert að þyngd þeirra – en þeim finnst þeir feitir þegar þeir bera sig saman við jafnaldra sína eða þá grönnu „ímynd“ sem fjölmiðlar halda á lofti.

    „Þegar ég var 13 ára bar ég sjálfa mig saman við vinkonur mínar. Ég hélt að þeim myndi líka betur við mig ef ég liti út eins og þær – sem þýddi að ég þurfti að vera grindhoruð.“ – Paola.

Hins vegar þyrfti sumt ungt fólk að léttast. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar kemur fram að ...

  • 340 milljónir barna og unglinga í heiminum á aldrinum 5 til 19 ára eru í yfirvigt.

  • árið 1975 voru aðeins fjögur prósent barna og unglinga á aldrinum 5 til 19 í yfirvigt. Árið 2016 var talan komin upp í 18 prósent.

  • í flestum löndum er algengara að fólk þjáist af offitu en að það sé of létt.

  • offita er líka algeng í löndum þar sem fólk er tekjulágt, jafnvel á heimilum þar sem sumir þjást af vannæringu.

Hver er besta aðferðin til að léttast?

Hvaða aðferð myndir þú velja?

  1. Sleppa máltíðum.

  2. Hafa gott jafnvægi á hreyfingu og mataræði.

  3. Taka inn megrunarlyf.

Rétt svar: Aðferð 2, að hafa gott jafnvægi á hreyfingu og mataræði.

Það er hægt að léttast fljótt með því að sleppa úr máltíðum eða taka út fæðuflokk. En þessar aðferðir eru ekki endilega heilbrigðar og þú þyngist líklega aftur þegar þú ferð að borða eins og áður.

Á hinn bóginn mun þér líða sem best ef þú setur þér það að markmiði að verða heilbrigður. „Öruggasta, heilbrigðasta og varanlegasta leiðin er að ... breyta lífsstílnum þannig að þú getir haldið honum það sem eftir er,“ skrifar Dr. Michael Bradley.a Hvað þýðir þetta? Gerðu lífsstílsbreytingar í stað þess að einblína á megrunarkúra ef þú þarft að léttast.

Það sem ég get gert

Biblían segir okkur að ,vera hófsöm‘ – það á líka við um matarvenjur. (1. Tímóteusarbréf 3:11) Hún tekur meira að segja sérstaklega fram að við eigum að forðast ofát. (Orðskviðirnir 23:20; Lúkas 21:34) Með þessar meginreglur í huga skaltu reyna eftirfarandi til að tileinka þér heilbrigðan lífsstíl:

  • Unglingsstrákur grannskoðar mat.

    Kynntu þér hvað felst í heilbrigðum matarvenjum.

    Það er óþarfi að fara út í öfgar en smávegis þekking á næringarfræði getur verið þér mikil hjálp til að bæta mataræðið. Besta leiðin til að halda þyngdinni í jafnvægi er að borða hollt.

  • Unglingsstrákur í rösklegum göngutúr.

    Hreyfðu þig reglulega.

    Veltu fyrir þér hvað þú getur gert dagsdagslega til að auka hreyfinguna. Þú getur til dæmis notað stigann í stað þess að taka lyftuna. Skiptu hálftíma í tölvunni út fyrir rösklegan göngutúr.

  • Unglingsstrákur velur hollt snarl fram yfir næringarsnauðan mat.

    Skiptu út skyndibita fyrir heilbrigðari kost.

    „Ég reyni að hafa við höndina hollt snarl eins og ávexti og grænmeti,“ segir unglingur sem heitir Sophia. „Þannig freistast ég ekki til að borða mikið af næringarsnauðum mat.“

  • Unglingsstrákur afþakkar ábót á matinn.

    Borðaðu hægt.

    Sumir borða svo hratt að þeir „heyra“ ekki þegar líkaminn segir stopp! Borðaðu þess vegna hægar. Bíddu smá stund áður en þú færð þér meira. Þú ert kannski ekki eins svangur og þú heldur.

  • Unglingsstrákur les innihaldslýsingu.

    Fylgstu með hve margar hitaeiningar þú borðar.

    Lestu innihaldslýsingar til að sjá hve margar hitaeiningar eru í matnum þínum. Vísbending: Gosdrykkir með sætuefnum, skyndibitamatur og eftirréttir geta verið miklar kaloríubombur og valdið því að þú þyngist.

  • Unglingsstrákur fær sér ís eftir að hafa spilað körfubolta.

    Gættu jafnvægis.

    Sara sem er 16 ára segir: „Einu sinni var ég svo upptekin af því að telja hitaeiningar að í hvert sinn sem ég sá mat á disk sá ég ekkert nema tölur!“ Þú getur stundum leyft þér að borða eitthvað sem þér finnst gott þótt það sé ríkt af hitaeiningum.

Ráð: Ræddu þyngd þína við lækninn þinn. Hann getur hjálpað þér að tileinka þér heilbrigðari lífsstíl með hliðsjón af líkamsástandi þínu og aðstæðum.

Hvað segja jafnaldrarnir?

Nikki

„Það er svo auðvelt að láta staðalímyndir um fullkominn líkama sem birtast í tímaritum, kvikmyndum og á netinu hafa áhrif á sig. Og síðan verður maður bara svekktur þegar maður lítur í spegil. Staðreyndin er sú að við erum ekki öll eins í laginu. Við ættum að vera ánægð með það hvernig við lítum út svo framarlega sem við gerum okkar besta til að vera heilbrigð.“ – Nikki.

Lorenzo

„Ef ég undirbý ekki máltíðirnar mínar fyrir fram enda ég bara á að fá mér skyndibita – sem er oft dýr og yfirleitt ekki hollur. Ég hef líka mjög gaman af að gera þolæfingar. Mér finnst ég alltaf orkumeiri eftir á. En ef ég ákveð ekki fyrir fram að æfa fer tími minn í eitthvað annað.“ – Lorenzo.

Upprifjun: Hvernig fer ég að því að léttast?

Einblíndu ekki á megrunarkúra. Gerðu heldur lífsstílsbreytingar. Þú getur reynt eftirfarandi:

  • Kynntu þér hvað felst í heilbrigðum matarvenjum. Smávegis þekking á næringarfræði getur verið þér mikil hjálp til að bæta mataræðið.

  • Hreyfðu þig reglulega. Veltu fyrir þér hvað þú getur gert dagsdagslega til að auka hreyfinguna.

  • Skiptu út skyndibita fyrir heilbrigðari kost. Hafðu hollt snarl við höndina svo að þú freistist ekki til að borða næringarsnauðan mat.

  • Borðaðu hægt. Ekki flýta þér að borða og bíddu smá stund áður en þú færð þér meira. Þú kemst kannski að því að þú ert saddur.

  • Fylgstu með hve margar hitaeiningar þú borðar.Lestu innihaldslýsingar og fylgstu með hitaeiningum.

  • Gættu jafnvægis. Fylgstu með kaloríum en vertu ekki gagntekinn af þeim.

a Úr bókinni When Things Get Crazy With Your Teen.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila