Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 96
  • Hvernig get ég klárað heimavinnuna?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig get ég klárað heimavinnuna?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Af hverju setja kennarar fyrir heimavinnu?
  • Ráð varðandi heimavinnu
  • Hvernig get ég gefið mér meiri tíma til að læra heima?
    Vaknið! – 2004
  • Hvernig get ég staðið mig betur í skóla?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Hvað get ég gert ef mér gengur illa í skóla?
    Ungt fólk spyr
  • Hvernig geturðu hjálpað barninu þínu að bæta einkunnirnar?
    Góð ráð handa fjölskyldunni
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 96
Unglingsstrákur vinnur heimavinnuna seint um kvöld með kveikt á sjónvarpinu.

UNGT FÓLK SPYR

Hvernig get ég klárað heimavinnuna?

„Það er mjög þreytandi að vera vakandi kl. 1 til að vinna heimavinnuna. Það eina sem maður hugsar um er að fara að sofa.“ – David.

„Stundum var ég vakandi til kl. 4:30 að læra heima og svo fór ég á fætur kl. 6 til að fara í skólann. Það var fáránlegt!“ – Theresa.

Ert þú að drukkna í heimavinnu? Þá getur þessi grein hjálpað þér.

  • Af hverju setja kennarar fyrir heimavinnu?

  • Ráð varðandi heimavinnu

  • Hvað segja jafnaldrarnir?

Af hverju setja kennarar fyrir heimavinnu?

Heimavinna getur meðal annars ...

  • aukið þekkingu þína.

  • kennt þér að bera ábyrgð.

  • bætt tímastjórnun þína.

  • hjálpað þér að skilja og taka til þín það sem kennt var í tímanum.a

„Með því að setja fyrir heimavinnu tryggja kennarar að nemendurnir noti það sem þeir hafa lært í stað þess að það fari bara inn um annað eyrað og út um hitt.“ – Marie.

Stærðfræði og raunvísindi virka sérstaklega vel til að bæta getuna í að leysa vandamál. Og sérfræðingar segja að það geti mótað og styrkt nýjar tengingar milli taugunga í heilanum. Heimavinna er því heilaleikfimi.

Hvort sem þú sérð gagnið af heimavinnu eða ekki er hún hluti af lífinu og þú þarft að sinna henni. Það góða er að þó að þú getir ekki stjórnað því hve mikla heimavinnu þú færð geturðu kannski klárað hana á styttri tíma. Skoðum hvernig.

Ráð varðandi heimavinnu

Ef þú átt erfitt með að klára heimavinnuna gæti lausnin falist í orðatiltæki sem segir: Betur vinnur vit en strit. Prófaðu eftirfarandi:

  • Ráð nr. 1: Gerðu áætlun. Í Biblíunni segir: „Áform hins iðjusama færa arð.“ (Orðskviðirnir 21:5) Taktu til allt sem þú þarft til að læra heima svo að þú þurfir ekki að standa upp og sækja það þegar þú hefur byrjað.

    Veldu líka stað þar sem þú getur einbeitt þér. Sumum finnst best að læra í rólegu og björtu herbergi heima hjá sér. Aðrir eiga auðveldara með að einbeita sér utan heimilisins, kannski á bókasafni.

    „Að vera með skóladagbók getur hjálpað þér að skipuleggja tímann viturlega. Það minnkar streitu til muna að halda utan um verkefni þín og eindaga þeirra.“ – Richard.

  • Ráð nr. 2: Skipuleggðu verkefni þín. Í Biblíunni segir: „Allt skal fara fram á ... skipulegan hátt.“ (1. Korintubréf 14:40) Með það í huga skaltu ákveða í hvaða röð þú ætlar að vinna verkefni þín.

    Sumum finnst gott að byrja á erfiðustu verkefnunum. Aðrir vilja finna fyrir hvatningunni af því að klára auðveldari verkefnin fyrst. Veldu þá leið sem hentar þér best.

    „Það hjálpar klárlega að búa til lista yfir verkefnin svo að þú vitir hvað þú þurfir að gera og í hvaða röð. Þannig getur þér fundist þú hafa stjórn á heimavinnunni og þá er hún ekki eins yfirþyrmandi.“ – Heidi.

  • Ráð nr. 3: Hefstu handa. Í Biblíunni segir: „Verið iðin en ekki löt.“ (Rómverjabréfið 12:11) Láttu ekkert ræna tíma þínum frá heimavinnunni þótt það geti verið freistandi að gera eitthvað annað.

    Slugsarar eru líklegri til að klára ekki verkefnið á réttum tíma eða klára það í flýti – og þá vinna þeir verkefnið yfirleitt ekki eins vel og þeir hefðu getað. Þú getur sparað þér óþarfa kvíða og vandræði með því að byrja á heimavinnunni eins fljótt og þú getur.

    „Þegar ég sinnti heimavinnunni um leið og ég kom heim úr skólanum eða byrjaði á verkefni um leið og ég fékk það þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af því seinna og það truflaði ekki önnur verk.“ – Serina.

    TILLAGA: Sinntu heimavinnunni á sama tíma á hverjum degi. Það eykur sjálfsagann og hjálpar þér að halda reglu.

  • Ráð nr. 4: Haltu einbeitni. Í Biblíunni segir: „Beindu ... sjónum þínum að því sem fram undan er.“ (Orðskviðirnir 4:25) Til að fylgja þessu ráði þegar þú lærir heima þarftu að forðast truflanir – sérstaklega rafrænar.

    Unglingsstrákur sinnir heimavinnunni snemma kvölds án truflanna.

    Ef þú vafrar á netinu og sendir smáskilaboð getur það tekið þig tvisvar sinnum lengri tíma að klára heimavinnuna. En ef þú heldu einbeitninni kemstu líklega að því að það dregur ekki aðeins úr streitu heldur gefur þér einnig meiri frítíma.

    „Það er erfitt að einbeita sér með farsíma, tölvur, leikjatölvur og sjónvarp í kringum sig. Það hjálpar mér að slökkva á símanum og taka allt annað úr sambandi sem gæti truflað.“ – Joel.

  • Ráð nr. 5: Gættu jafnvægis. Í Biblíunni segir: „Verið þekkt fyrir að vera sanngjörn.“ (Filippíbréfið 4:5) Ef þú tekur þér pásu þegar þú þarft á því að halda veldur heimavinnan ekki eins mikilli streitu. Farðu í göngutúr, hjólatúr eða út að hlaupa.

    Ef þér finnst þú enn vera að drukkna í heimavinnu skaltu tala við kennarana þína. Ef þeir sjá að þú ert í einlægni að leggja þig allan fram gætu þeir verið fúsir til að gera einhverjar breytingar.

    „Ekki fara yfir um af stressi vegna heimavinnunnar. Gerðu þitt besta. Sumt er ekki þess virði að missa geðheilsuna yfir og heimavinna er eitt af því.“ – Julia.

Spyrðu þig eftirfarandi spurninga:

  • Hvað þarf ég að hafa við hendina til að vinna heimavinnuna?

  • Hvenær er besti tíminn fyrir mig til að sinna heimavinnunni?

  • Hvar á ég auðveldast með að einbeita mér?

  • Hvernig get ég forðast að fresta hlutunum?

  • Hvaða truflanir gætu hægt á mér?

  • Hvernig get ég forðast truflanir – rafrænar og aðrar?

  • Hvernig get ég sýnt jafnvægi í tengslum við heimavinnuna?

MIKILVÆGT AÐ MUNA: Gakktu úr skugga um að þú vitir hvað heimavinnan felur í sér. Ef þú ert með einhverjar spurningar skaltu spyrja kennarann áður en þú ferð út úr kennslustofunni.

Hvað segja jafnaldrarnir?

Angelique.

„Ég gerði auðvelda hluta heimavinnunnar fyrst til að koma mér í gang. Það minnkaði pirringinn og var hvetjandi því að ég vissi að mér miðaði áfram.“ – Angelique.

Austen.

„Þó að ég hefði ekki gaman af heimavinnunni hjálpaði hún mér að hafa stjórn á tíma mínum og verða ábyrgur. Heimavinna er þannig góð þjálfun fyrir lífið.“ – Austen.

Til upprifjunar: Hvernig get ég klárað heimavinnuna?

Gerðu áætlun. Vertu með allt sem þú þarft innan handar. Veldu stað þar sem þú getur einbeitt þér.

Skipuleggðu verkefni þín. Ákveddu í hvaða röð þú ætlar að vinna verkefnin.

Hefstu handa. Vertu iðinn. Ekki fresta verkefnunum.

Haltu einbeitni. Forðastu truflanir – sérstaklega rafrænar.

Gættu jafnvægis. Taktu þér pásu þegar þú þarft á því að halda. Ekki fara yfir um af stressi vegna heimavinnunnar.

a Atriði tekin úr bókinni School Power eftir Jeanne Schumm.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila