Apótek hafsins
Eftir fréttaritara Vaknið! í Kanada.
HVAÐAN eru náttúrleg lyf komin? Flestum detta sjálfsagt fyrst í hug jurtir og plöntur. En í blaðinu The Medical Post lýsir dr. Michael Allen lyfjum sem eiga sér mjög óvenjulegan uppruna — hafið.
Þetta er að sjálfsögðu ekkert nýtt því að Kínverjar hafa um aldaraðir unnið ýmis efni úr fiski. Og lýsi hefur verið lengi í notkun eins og eldri kynslóðin getur borið vitni um. Lítið er þó vitað um lækningamátt sjávarlífvera í samanburði við það sem vitað er um lækningamátt jurta og plantna.
En það sem menn vita er mjög svo athyglisvert. Til dæmis er hægt að nota efni, sem ígulfiskur framleiðir, gegn asma. Núkleósíðar í svömpum voru notaðir við smíði vídarabíns, lyfs sem notað er gegn veirusýkingum. Brúnþörungur hefur gefið af sér stypoldíón, frumuskiptahemil sem nota má gegn krabbameini. Og þetta er bara byrjunin.
En endanlega lækningu á sjúkdómum er ekki að finna í apóteki hafsins. Það er Guðsríki eitt sem getur uppfyllt hinn hrífandi spádóm: „Enginn borgarbúi mun segja: ‚Ég er sjúkur.‘“ — Jesaja 33:24.