Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g98 8.1. bls. 30
  • Öryggi á vegum fyrir dýralífið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Öryggi á vegum fyrir dýralífið
  • Vaknið! – 1998
  • Svipað efni
  • Dýralífi hefur hnignað um 73% á 50 árum – hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
  • Forðastu frekju og hraðakstur!
    Vaknið! – 1988
  • Öruggur akstur — aðkallandi nauðsyn
    Vaknið! – 1988
  • Temdu þér varúð í umferðinni
    Vaknið! – 1988
Sjá meira
Vaknið! – 1998
g98 8.1. bls. 30

Öryggi á vegum fyrir dýralífið

Eftir fréttaritara Vaknið! á Bretlandi

EITT hundrað þúsund refir og jafnmargir broddgeltir og kanínur verða fyrir bílum á þjóðvegum Bretlands ár hvert. Um 40.000 greifingjar, 5000 turnuglur og meira en milljón körtur fara sömu leiðina. Vetrarþokan og myrkrið eiga sinn þátt í þessu blóðbaði á vegum úti. Ökumenn sveigja oft til hliðar til að forðast að drepa dýr en skemma þá farartæki sín eða lenda jafnvel í árekstri við bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Stundum kostar það mannslíf. Margir ökumenn verða fyrir áfalli eftir árekstur við dýr og samkvæmt lögregluskýrslum geta hundruð þeirra ekki haldið ferð sinni áfram.

Yfirvöld hafa sett upp sérstaka endurkastara á nokkrum þjóðvegum Bretlands til að hræða hjartardýr frá vegunum. Þegar ökuljós bíla skína á endurkastarana virðast þeir endurspegla úlfaaugu! Annars staðar hefur trjám verið plantað fjær veginum en venja er til að auðvelda ökumönnum að sjá dýr sem gætu verið framundan. Í Bandaríkjunum hafa sumir ökumenn sett flautur á farartæki sín sem gefa frá sér hátíðnihljóð þegar þeir fara hraðar en 55 kílómetra á klukkustund. Loftstreymið í gegnum flautuna framleiðir 60 desíbela hljóð með tíðni sem menn heyra ekki en dýrin heyra greinilega. Útbúnaðurinn hefur reynst mjög áhrifaríkur á dýr með framstæð eyru. Lögreglan skýrði frá því að í tilraun með flautuna hafi árekstrum við hjartardýr fækkað um helming.

Hvernig getur þú forðast að setja sjálfan þig og aðra í hættu og verða dýrum að bana á þjóðvegum? Þegar þú ekur, sérstaklega á veturna eða að nóttu til, skaltu hægja á þér og taka eftir vegamerkjum sem vara við nærveru dýra.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila