Kynnum Lifað að eilífu bókina á áhrifaríkan hátt
1 Jesús notaði inngangsorð á meistaralegan hátt. Hann vissi hvað segja skyldi til að vekja upp áhuga. Við eitt tækifæri hóf hann samræður við samverska konu með því einu að biðja hana um vatn að drekka. Það greip strax athygli hennar vegna þess að ‚Gyðingar höfðu ekki samneyti við Samverja.‘ Samræðurnar, sem af þessu leiddu, urðu síðan til að hjálpa henni og mörgum öðrum að trúa á Krist. (Jóh. 4:7-9, 41) Við getum lært af þessu dæmi.
2 Þegar þú býrð þig undir að bjóða Lifað að eilífu bókina skaltu spyrja þig: ‚Hvað lætur fólk á okkar starfssvæði sig helst varða? Hvað höfðar til tánings, þess sem eldri er, eiginmanns eða eiginkonu?‘ Þú gætir undirbúið fleiri en ein inngangsorð með það í hyggju að nota þau sem virðast hæfa aðstæðunum best.
3 Af því að margir hafa áhyggjur af hnignun fjölskyldulífsins gætir þú sagt:
◼ „Álag daglega lífsins reynir mjög á fjölskyldur nú á tímum. Hvar geta þær leitað aðstoðar? [Gefðu kost á svari.] Biblían getur virkilega hjálpað okkur. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17.] Ritningin kemur með gagnlegar leiðbeiningar sem geta hjálpað fjölskyldum að standast álagið. Taktu eftir því sem segir í tölugrein 3 á blaðsíðu 238 í þessari bók, Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð.“ Lestu grein 3 og bjóddu bókina.
4 Ef þú notar efni sem var í fréttunum gætir sú sagt:
◼ „Heyrðir þú fréttirnar um [nefndu eitthvað sem snertir fólk á starfssvæðinu]? Hvað fannst þér um það? [Gefðu kost á svari.] Maður fer að velta fyrir sér hvernig ástandið sé eiginlega að verða. Biblían spáði slíkum hlutum og sagði að þeir yrðu til vitnis um hina síðustu daga.“ Ræddu um það sem fram kemur á blaðsíðu 150-3 í Lifað að eilífu bókinni.
5 Aukin tíðni glæpa er mörgum áhyggjuefni. Þú gætir notað fyrstu kynningarorðin undir fyrirsögninni „Glæpir/öryggi“ á bls. 10 í „Rökræðubókinni“:
◼ „Við erum að tala við fólk um mál sem tengist persónulegu öryggi okkar. Glæpir eru orðnir mjög algengir víða í heiminum og sums staðar er fólk hrætt við að vera á ferli á kvöldin. Hvað heldur þú að þyrfti að breytast til þess að hinn almenni borgari gæti fundist sér óhætt að vera á ferli á götum úti að næturlagi?“ Þú gætir lesið Sálm 37:10, 11 og bent á þær blessanir sem Guðsríki mun færa mönnum og notað til þess blaðsíðu 156-8 í Lifað að eilífu bókinni.
6 Ef þú kýst heldur einfaldari aðferð gætir þú notað svipuð inngangsorð og er að finna efst á bls. 12 í „Rökræðubókinni“:
◼ „Við erum að hvetja nágranna okkar til að kynna sér hina stórkostlegu framtíð sem Biblían býður okkur. [Lestu Opinberunarbókina 21:3, 4.] Hljómar þetta vel í þínum eyrum? [Gefðu kost á svari.] Nítjándi kaflinn í þessari bók dregur fram aðrar blessanir sem hlýðið mannkyn mun fá að njóta undir stjórn Guðsríkis.“ Ef viðbrögðin sýna að áhugi sé fyrir hendi skaltu bjóða Lifað að eilífu bókina.
7 Ef þú semur áhrifarík inngangsorð getur það hjálpað þér að ná til þeirra sem hungrar og þyrstir í réttlæti. — Matt. 5:6.