Fylgdu eftir þeim áhuga sem þú finnur
1 Þegar við störfum hús úr húsi eru því yfirleitt veruleg takmörk sett hve miklum tíma við getum varið til að ræða við áhugasaman einstakling. Í flestum tilvikum er hið raunverulega kennslustarf unnið þegar við förum í endurheimsóknir og stjórnum biblíunámum. (Matt. 28:19, 20) Til þess að kenna á áhrifaríkan hátt í endurheimsóknum þurfum við að renna í huganum yfir það sem við ræddum í fyrstu heimsókninni og undirbúa okkur síðan undir frekari samræður.
2 Ef þú talaðir um hve mjög fjölskyldufyrirkomulagið á undir högg að sækja gætir þú notað efni í 29. kafla „Lifað að eilífu“ bókarinnar og sagt:
◼ „Um daginn töluðum við um viskuna í því að fylgja leiðbeiningum Biblíunnar til þess að fjölskyldulíf okkar verði hamingjuríkt. Hver heldur þú að sé lykillinn að því að sameina fjölskylduna nú að tímum?“ Gefðu kost á svari. Vísaðu til tölugreinar 27 á blaðsíðu 247 og lestu Kólossubréfið 3:12-14. Taktu fleira fram sem sýnir hvernig ósvikinn kærleikur getur haldið fjölskyldunni saman. Útskýrðu hvernig kerfisbundið nám í Lifað að eilífu bókinni getur komið að gagni við að greiða úr vandamálum.
3 Ef umræðuefnið í fyrstu heimsókninni var versnandi heimsástand gætir þú fylgt því eftir með því að segja:
◼ „Ég er viss um að þú ert sammála því að miklar breytingar þurfa að eiga sér stað ef menn eiga nokkurn tíma eftir að lifa í friði hver við annan. Biblían sýnir að Satan er meginástæða vandamála okkar. Mörgum þykir furðulegt að Guð skuli hafa leyft honum að halda áfram svona lengi. Hvað finnst þér?“ Gefðu kost á svari. Flettu upp á blaðsíðu 20, grein 14 og 15 í Lifað að eilífu bókinni og útskýrðu hvers vegna ekki er enn þá búið að gera út af við Satan. Lestu síðan Rómverjabréfið 16:20 sem sýnir hverju við getum átt von á í náinni framtíð.
4 Ef þú talaðir um þær blessanir sem veitast munu fólki undir stjórn Guðsríkis gætir þú sagt í endurheimsókninni:
◼ „Guðsríki mun færa jörðinni og mannkyninu dásamlegar blessanir. Þeim er vel lýst með myndunum hér á blaðsíðu 12 og 13. Hvað sérðu hér sem höfðar til þín? [Gefðu kost á svari.] Hugsaðu þér hvernig það væri að búa í slíkum heimi.“ Lestu tölugrein 12. Ef áhugi kemur í ljós skaltu spyrja spurningarinnar við tölugrein 13 og ræða um svarið. Bentu á að þessi kafli svari fleiri spurningum um blessanir Guðsríkis og þér væri ánægja að ræða um þær í næstu heimsókn þinni.
5 Þú kynnir að geta stofnað nám með því að segja:
◼ „Margir hafa fundið svör við biblíuspurningum sínum með því að nota þessa bók.“ Flettu upp á efnisyfirlitinu og spyrðu: „Hvað af þessu sem hér er að finna vekur helst áhuga þinn?“ Gefðu kost á svari, flettu upp á þeim kafla sem vakti áhuga viðmælanda þíns og lestu fyrstu tölugreinina. Útskýrðu hvernig spurningarnar neðst á hverri blaðsíðu draga fram aðalatriðin í hverri tölugrein. Sýndu þetta með því að ræða um eina eða tvær greinar í viðbót og gerðu síðan ráðstafanir til að koma aftur í heimsókn.
6 Þegar við fylgjum eftir þeim áhuga sem fólk sýnir á Lifað að eilífu bókinni gefum við til kynna löngun okkar til að sinna til fulls þjónustu okkar. (2. Tím. 4:5) Vera má að við getum hjálpað áheyrendum okkar að seilast eftir eilífu lífi. — Jóh. 17:3.