Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.97 bls. 8
  • Þekking frá Guði svarar mörgum spurningum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þekking frá Guði svarar mörgum spurningum
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • „Það er hið eilífa líf“
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Þekking á hinum sanna Guði leiðir til lífs
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Kynningartillögur fyrir boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Útbreiðum þekkinguna sem leiðir til eilífs lífs
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 6.97 bls. 8

Þekking frá Guði svarar mörgum spurningum

1 Áður en þú komst til nákvæmrar þekkingar á sannleikanum varst þú líklega með margar spurningar um lífið sem þú gast ekki svarað. Gleði þín var mikil þegar þú fékkst svör sem byggð voru á Biblíunni. Núna getur þú hjálpað öðrum að finna þessi sömu svör. (Samanber 2. Tímóteusarbréf 2:2.) Þú getur deilt með þeim þekkingunni á Guði sem leiðir til eilífs lífs. (Jóh. 17:3) En hvernig getur þú hjálpað einhverjum að meta gildi þessarar þekkingar að verðleikum? Hugsaðu um spurningarnar sem sannleikurinn gaf þér svör við. Hvað er það sem sannleiksleitendur þrá að vita? Ef þú veltir því fyrir þér getur það hjálpað þér að bjóða bókina Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Hér fara á eftir nokkrar tillögur sem gætu hjálpað þér þegar þú býrð þig undir boðunarstarfið í júní.

2 Margir velta fyrir sér hvers vegna heimurinn er svona fullur af þjáningum, og þess vegna gæti þessi aðferð gefið góða raun:

◼ „Þegar hörmungar skella yfir eða þegar glæpa- og ofbeldisverkum fjölgar spyr fólk oft hvers vegna slík ósköp eiga sér stað. Hvaða svar gæfir þú við því?“ Gefðu viðmælanda þínum kost á að svara og láttu í ljós að þú hafir meðtekið það sem hann sagði. Flettu síðan upp á 8. kafla Þekkingarbókarinnar og vektu athygli á því sem segir í tölugrein 2. Bentu á að þessi bók setji fram útskýringu Biblíunnar á því hvers vegna illir atburðir eigi sér stað og bættu við: „Ef þú lofar að lesa þessa bók væri mér það ánægja að láta þig fá þetta eintak.“ Ef bókin er þegin skaltu útskýra framlagafyrirkomulagið.

3 Þegar þú ferð aftur til þeirra sem þáðu „Þekkingarbókina“ gætir þú sagt:

◼ „Mig langar til að vita að hvaða niðurstöðu þú komst um það hvers vegna heimurinn er svona fullur af þjáningum. Ertu sammála því svari sem Biblían gefur og dregið er fram í bókinni?“ Gefðu kost á svari. Lestu tölugrein 17 á blaðsíðu 76 í Þekkingarbókinni og bjóðstu til að lesa Rómverjabréfið 9:14 úr biblíu húsráðandans. Segðu því næst: „Góðu fréttirnar eru þær að Guð veldur okkur ekki sársauka og þjáningum. Hann hefur lofað að veita okkur eilíft líf í friði og hamingju. Fyrsti kafli þessarar bókar heitir ‚Þú getur öðlast hamingjuríka framtíð!‘ Mig langar til að útskýra hvernig það getur átt við þig og ástvini þína.“ Flettu upp á fyrsta kafla og sýndu námsaðferðina. Farðu yfir eins mikið af kaflanum og viðeigandi er við þessar kringumstæður.

4 Þú gætir kosið að nota inngangsorðin sem er að finna á blaðsíðu 3 í bæklingnum „Hvernig hefja má biblíusamræður og halda þeim áfram,“ undir fyrirsögninni „Ellihrörnun/dauði“:

◼ „Hefur þú einhvern tíma leitt hugann að því hvort dauðinn sé endir alls? Eða hvort eitthvert líf sé eftir dauðann? [Gefðu kost á svari.] Biblían veitir mjög greinargóð svör við þeim spurningum sem við kunnum að hafa um dauðann. [Lestu Prédikarann 9:5, 10.] Hún sýnir líka að þeir sem trúa á Krist geti átt þá raunverulegu von að lifa að eilífu. [Flettu upp á tölugrein 13 á blaðsíðu 84 í Þekkingarbókinni; lestu og útskýrðu orð Jesú í Jóhannesi 11:25.] Allur þessi kafli er helgaður svarinu við spurningunni, ‚Hvað verður um látna ástvini okkar?‘ Ef þú vilt lesa þessa bók get ég látið þig hafa þetta eintak.“ Gefðu húsráðandanum tækifæri til að koma með frjálst framlag.

5 Þegar þú ferð í endurheimsóknina gætir þú endurnýjað fyrri kynni og sagt:

◼ „Við töluðum áður um það sem gerist þegar fólk deyr. Margir trúa því að sé eitthvert líf eftir dauðann verði það annaðhvort á himni eða í helvíti. En hefur þú nokkurn tíma hugleitt þann möguleika að hinir dánu gætu fengið líf aftur hér á jörðinni? [Gefðu kost á svari.] Samkvæmt Biblíunni verður upprisna menn að finna meðal hinna hógværu sem erfa jörðina. [Lestu Sálm 37:11, 29 og ræddu síðan það sem fram kemur í tölugrein 20 á blaðsíðu 88 í Þekkingarbókinni.] Þessi von hefur hughreyst milljónir manna sem lifðu í ótta við dauðann. Þessi bók mun hjálpa þér að fá gleggri skilning á þessum málum. Má ég sýna þér hvernig?“

6 Ef þú kýst frekar að nota einfaldaða kynningu gætir þú reynt þessa:

◼ „Mig langar til að sýna þér mynd í þessari bók, Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Er þetta ekki falleg mynd?“ Opnaðu bókina þannig að húsráðandinn sjái blaðsíðu 4-5. Bíddu eftir viðbrögðum hans. Lestu síðan það sem stendur á blaðsíðu 5. Segðu að lokum: „Þú getur fengið þessa bók til að lesa sjálf(ur). Hún kostar ekkert en við getum tekið við lítils háttar framlögum til alþjóðastarfs okkar.“ Finndu út heppilegan tíma til að koma aftur til að fylgja eftir áhuganum sem viðmælandi þinn sýnir.

7 Við höfum þekkinguna frá Guði er svarar mikilvægu spurningunum í lífinu. Undirbúðu þig vel og Jehóva blessar viðleitni þína til að koma þessum lífsnauðsynlegu upplýsingum á framfæri við þá sem leita sannleikans.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila