Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.95 bls. 1
  • Sérstakar Fréttir um Guðsríki fyrir alla

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sérstakar Fréttir um Guðsríki fyrir alla
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • „Síauðugir í verki Drottins“
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • „Ný árþúsund — hvað ber framtíðin í skauti sínu?“
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Dreifum Fréttum um Guðsríki nr. 35 sem víðast
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Fylgjum eftir áhuganum á Fréttum um Guðsríki
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 5.95 bls. 1

Sérstakar Fréttir um Guðsríki fyrir alla

1 Hinn 24. apríl hófum við dreifingu Frétta um Guðsríki sem hafa alls staðar vakið áhuga fólks sem lætur sig þessi mál einhverju varða. Boðskapur þeirra er ekki aðeins tímabær heldur líka áríðandi. Boðberar í sérhverjum söfnuði hafa látið í ljós heilshugar stuðning sinn og löngun til að koma þessum boðskap í hendur þúsunda. Stefnir þú að fullri þátttöku í þessu starfi?

2 Nægilegt magn Frétta um Guðsríki var sent til hvers safnaðar til þess að hver boðberi gæti fengið í það minnsta 50 eintök og hver brautryðjandi 250. Hve mörgum hefur þú getað dreift? Ef þú hefur ekki getað gert eins mikið og vonir þínar stóðu til hefur þú þá hugleitt hvernig þú getur gert meira áður en dreifingunni lýkur 14. maí? Hvað um það að gerast aðstoðarbrautryðjandi? Getur þú nýtt þér aukasamansafnanir á virkum dögum, eins og til dæmis þær sem eru fyrir kvöldstarf?

3 Öldungarnir munu fylgjast vandlega með því hvernig gengur að fara yfir allt svæðið. Ef söfnuðurinn nær ekki að fara yfir allt starfssvæði sitt ættu öldungarnir að leita aðstoðar nærliggjandi safnaða. Með heilshugar viðleitni og góðri samvinnu milli safnaða ættum við að geta lokið þessu verkefni að fullu.

4 Þetta starf hefur líklega veitt þér aukna ánægju vegna þess að svo margir hafa getað tekið þátt í því, þar með taldir nýir boðberar og ungmenni. Vonandi helst þessi ánægjuandi áfram og verður öllum hvatning til að fylgja málinu eftir með því að fara aftur í heimsókn til þeirra sem brugðust jákvætt við. Við vorum hvött til að nota millihúsaminnisblöðin vel og skrifa hjá okkur hverjir sýndu áhuga. Seinni hluti maímánaðar væri góður tími til að einbeita sér að því að fara í endurheimsóknir í þeim tilgangi að stofna ný nám.

5 Hvað getum við sagt þegar við förum aftur? Það kann að gefa góða raun að segja: „Þú manst ef til vill eftir prentmálinu sem ég skildi eftir hjá þér nýlega. Ég vona að þér hafi gefist tækifæri til að lesa það og hugleiða svolítið þetta mál. Boðskapurinn þar hefur sannarlega gefið tilefni til umræðna af því að hann snertir mjög mikilvæg viðfangsefni sem allir menn standa frammi fyrir.“ Vitnaðu í einhverjar af fullyrðingunum á blaðsíðu 2, sem vekja fólk til umhugsunar, og spyrðu síðan: „Hvað heldur þú að við þurfum að gera til að vera örugglega tilbúin að mæta því sem framtíðin færir okkur?“ Gefðu kost á svari. Ef áhugi kemur í ljós skaltu ræða önnur atriði á blaðsíðu 2-4 í Fréttum um Guðsríki og bjóða biblíunám eða nýjustu blöðin ef hið fyrrnefnda er ekki gerlegt.

6 Ef þú starfar á svæði annars safnaðar skaltu gæta þess að afhenda þeim söfnuði nöfn þeirra sem sýna áhuga til þess að boðberar hans geti farið í endurheimsókn. Sé þér falið að fylgja eftir áhuga sem aðrir fundu skaltu á sama hátt ekki láta hjá líða að fara án tafar í endurheimsóknina.

7 Hin sérstaka dreifing Frétta um Guðsríki hefur verið spennandi og fengið okkur öll til að efla viðleitni okkar í prédikunarstarfinu um Guðsríki. Við getum treyst því að hún beri mjög góðan árangur með því að skerpa til muna vitund fólks alls staðar um hið mikla nafn Jehóva og tilgang hans. (Jes. 12:4, 5) Því meira sem við getum gert þeim mun meiri verður gleði okkar. — Sálmur 126:3.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila