Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.97 bls. 4
  • Fylgjum eftir áhuganum á Fréttum um Guðsríki

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fylgjum eftir áhuganum á Fréttum um Guðsríki
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Glæddu áhugann sem Guðsríkisfréttir nr. 36 vekja
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Sýnum öllum sem láta í ljós áhuga einlæga umhyggju
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • „Síauðugir í verki Drottins“
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Hvernig notum við nýja bæklinginn Gleðifréttir frá Guði?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 11.97 bls. 4

Fylgjum eftir áhuganum á Fréttum um Guðsríki

1 Síðustu nokkrar vikurnar höfum við notið þeirra sérréttinda að dreifa Fréttum um Guðsríki nr. 35 sem bera titilinn „Munu allir menn nokkurn tíma elska hver annan?“ Boðberar eru alls staðar að leitast við að ná til eins margra verðugra og mögulegt er með þetta tölublað Frétta um Guðsríki. (Matt. 10:11) Þó að ráðgert sé að herferðinni ljúki sunnudaginn 16. nóvember geta öldungarnir, ef enn er eftir svæði sem ekki hefur verið farið yfir, beðið þig um að halda áfram að dreifa Fréttum um Guðsríki nr. 35 eins lengi og birgðir safnaðarins endast.

2 Þetta tölublað Frétta um Guðsríki hefur vakið áhuga margra. Þeir sjá að allur þorri manna hefur hætt að sýna eðlilegan mannkærleika og eru því uggandi um framtíðina. (2. Tím. 3:3) Við viljum fylgja eftir þeim áhuga sem vakinn hefur verið hjá fólki.

3 Fréttir um Guðsríki bera árangur: Meðan á herferðinni með Fréttir um Guðsríki stóð árið 1995 kom kona, sem fékk eintak, á samkomu í ríkissalnum af því að hún vildi fræðast meira um það sem vottar Jehóva trúa. Á samkomunni þáði hún fúslega biblíunám og eftir það kom sjaldan fyrir að hún missti af samkomu. Ekki leið á löngu uns hún hafði skrifað til kirkjunnar, sem hún þá tilheyrði, og sagt sig úr henni.

4 Núna hafa hundruð manna á svæðinu lesið boðskapinn í Fréttum um Guðsríki nr. 35. En hvernig brugðust þeir við honum? Jafnvel þótt þeir hafi orðið hrifnir af því sem þeir lásu gera flestir ekki neitt í málinu fyrr en einhver votta Jehóva heimsækir þá aftur. Er það á dagskrá hjá þér að fara aftur til þeirra? Kærleiksrík umhyggja fyrir samborgurum okkar ætti að fá okkur til að gera það. Heimsækja ætti aftur alla þá sem sýndu Fréttum um Guðsríki áhuga.

5 Hvað ætlar þú að segja þegar þú kemur aftur? Þú gætir farið nokkrum orðum um hversu tímabær boðskapurinn í Fréttum um Guðsríki er og síðan spurt spurningar sem vekur húsráðandann til umhugsunar. Hlustaðu vandlega á það sem hann hefur að segja til þess að komast að raun um hver hugur hans er. Vektu þá athygli á viðeigandi atriði í Kröfubæklingnum sem kynntur var í Fréttum um Guðsríki. Ef viðbrögðin eru jákvæð skaltu reyna að koma af stað biblíunámskeiði strax í þessari fyrstu heimsókn.

6 Hér eru nokkrar tillögur um kynningarorð sem þú gætir reynt þegar þú ferð aftur til þeirra sem sýndu áhuga á „Fréttum um Guðsríki“ nr. 35:

◼ „Þú manst ef til vill eftir prentmálinu sem ég skildi nýlega eftir hjá þér. Boðskapur þess snertir mikilvægt atriði sem sundrar mannkyninu nú á tímum — skortinn á kærleika til annarra.“ Vektu athygli á sönnunargögnunum sem sett eru fram á blaðsíðu 2 í Fréttum um Guðsríki undir fyrirsögninni „Náungakærleikur hefur kólnað.“ Spyrðu því næst: „Heldur þú að það sé ætlun Guðs að mannkynið búi við slíkt ástand?“ Gefðu kost á svari. Flettu upp á 5. kafla í Kröfubæklingnum og reyndu að koma af stað biblíunámi.

◼ „Þegar við hittumst fyrst skildi ég eftir hjá þér fáeinar upplýsingar um það efni hvort allir menn munu nokkurn tíma elska hver annan. Telur þú að slíkur heimur geti orðið að veruleika?“ Gefðu kost á svari. Flettu upp á 6. kafla í Kröfubæklingnum og lestu grein 6. Lestu síðan fyrirheit Guðs í Míka 4:3, 4. Ef húsráðandinn virðist áhugasamur skaltu bjóða bæklinginn og biblíunám.

◼ „Þegar ég heimsótti þig síðast skildi ég eftir lesefni með yfirskriftinni ‚Munu allir menn nokkurn tíma elska hver annan?‘ Þar var að finna boð um ókeypis heimabiblíunámskeið. Ég kom aftur til að sýna þér það námsgagn sem við notum. [Sýndu Þekkingarbókina.] Þessi bók útskýrir greinilega hvenær að því kemur að allir menn elski hver annan og hún svarar öðrum spurningum sem þú veltir kannski fyrir þér: Hvers vegna hrörnum við og deyjum? Hvers vegna leyfir Guð þjáningar? Hvað verður um látna ástvini okkar?“ Spyrðu síðan: „Má ég sýna þér hvernig þetta biblíunámskeið fer fram?“ Ef húsráðandinn hafnar boði þínu skaltu spyrja hann hvort hann vilji lesa bókina sjálfur. Ef hann játar því skaltu láta hann fá eintak og útskýra að biblíufræðslustarf okkar um allan heim sé borið uppi af frjálsum framlögum. Ráðgerðu að koma aftur.

7 Þegar við höfum farið rækilega yfir svæðið okkar með Fréttum um Guðsríki nr. 35 getum við boðið Þekkingarbókina það sem eftir er mánaðarins. Gott úrval tillagna um hvernig kynna megi þá bók er að finna á baksíðu Ríkisþjónustu okkar fyrir desember 1995; mars, júní og nóvember 1996; og júní 1997.

8 Þessi sérstaka dreifing Frétta um Guðsríki ætti að fá okkur öll til að leggja okkur enn meira fram í prédikunarstarfinu. Við getum treyst því að þessi herferð muni með hjálp Jehóva heppnast örugglega og hjálpa fólki að sjá að fyrirætlun Guðs sé sú að allir menn elski hver annan. Megi Jehóva halda áfram að blessa kappsama viðleitni okkar er við fylgjum eftir áhuganum sem Fréttir um Guðsríki hafa vakið.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila