Sýnum öllum sem láta í ljós áhuga einlæga umhyggju
1 Boðun Guðsríkis um allan heim tekur brátt enda og þá mun öllum „sem þekkja ekki Guð“ verða eytt. (2. Þess. 1:7-9) Einlæg umhyggja fyrir lífi annarra fær því fólk Jehóva til að ná til eins margra og mögulegt er með boðskapinn um Guðsríki. — Sef 2:3.
2 Í hverjum mánuði er varið milljónum klukkustunda til að leita þeirra sem vilja heyra „gleðitíðindin.“ (Jes. 52:7) Margir hafa þegið eintök af Varðturninum og Vaknið! eða bæklingnum Hvers krefst Guð af okkur? Einlæg umhyggja fyrir þessu fólki ætti að fá okkur til að fylgja eftir öllum áhuga sem við verðum vör við. — Orðskv. 3:27.
3 Haltu nákvæma skrá: Þú kemur meiru til leiðar ef þú skráir nákvæmlega á minnisblöðin þín hverjir sýndu áhuga og þáðu rit. Upplýsingar eins og nafn og heimilisfang húsráðandans, dagur og tími heimsóknarinnar, hvaða rit voru þegin og hvert umræðuefnið var, munu hjálpa þér að fara í áhrifaríka endurheimsókn. Ef þú skrifar líka hjá þeir einhverjar af athugasemdum húsráðandans í fyrsta samtali ykkar, gætir þú kannski vísað til þeirra með góðum árangri þegar þú tekur upp þráðinn á ný í endurheimsókninni.
4 Farðu án tafar í endurheimsóknir: Hversu marga hefur þú reynt að heimsækja aftur af þeim sem þáðu hjá þér rit í síðasta mánuði? Hafa vikur liðið án þess að þú hafir haft nokkurt samband við þá aftur? Einlæg umhyggja fyrir eilífri velferð þeirra ætti að fá þig til að fara aftur eins fljótt og hægt er, helst innan fárra daga, til þess að samræðurnar verði enn þá í fersku minni. Með því að fara án tafar aftur til að kynda undir áhuga þeirra kannt þú að geta orðið á undan Satan áður en hann „kemur jafnskjótt og tekur burt orðið, sem í þá var sáð.“ — Mark. 4:15.
5 Undirbúningur er alger nauðsyn: Árangur endurheimsókna þinna stendur í beinum tengslum við hversu vel þú undirbýrð þig. Vertu búinn að leggja niður fyrir þér hvernig þú ætlar að nálgast viðfangsefnið áður en þú leggur af stað. Á baksíðu Ríkisþjónustu okkar fyrir apríl 1997 eru nokkur kynningarorð sem nota má með góðum árangri þegar þú býður blöðin eða Kröfubæklinginn. Næsta skref er að hafa einhverjar hugmyndir í huga þegar þú ferð í endurheimsókn. Hvað er hægt að segja þegar þú ferð aftur til þeirra sem sýndu áhuga? Hvernig er hægt að koma biblíunámskeiði af stað?
6 Þegar þú fylgir eftir samræðum um hvað þurfi til að hreinsa jörðina og gera hana að betri bústað, gætir þú sagt:
◼ „Í fyrri heimsókn minni kom okkur saman um að grípa þurfi til róttækra aðgerða áður en hægt er að gera jörðina að friðsamri paradís. Heldur þú að mennirnir séu í stakk búnir til að koma slíku verkefni í framkvæmd? [Gefðu kost á svari.] Sjáðu hér hvers vegna nauðsynlegt verður fyrir Guð að grípa inn í málefni mannanna.“ Lestu Sálm 37:38. Flettu síðan upp á kafla 5 í Kröfubæklingnum og notaðu valdar setningar úr tölugrein 4-5 til að sýna hvernig Guð uppfyllir þennan spádóm. Fylgdu málinu eftir með því að bjóða biblíunám með bæklinginn sem námsgagn.
7 Ef þú ræddir um Guðsríki og útbreiddir „Kröfubæklinginn“ í fyrstu heimsókn, gætir þú sagt eitthvað í þessum dúr þegar þú kemur aftur:
◼ „Þegar við ræddum saman síðast sáum við að Guðsríki er raunveruleg stjórn sem ríkja mun yfir allri jörðinni. Biblían sýnir að Jesús Kristur verður stjórnandinn þar. Kemur þú auga á einhverja kosti við það að hafa slíka stjórn og leiðtoga?“ Gefðu kost á svari. Flettu upp á sjötta kafla í Kröfubæklingnum og notaðu valin atriði í tölugreinum 6-7 og myndina á blaðsíðu 13 til að sýna hvað Guðsríki gerir fyrir mannkynið í framtíðinni. Lestu Daníel 2:44 og ef það er við hæfi skaltu kynna Þekkingarbókina og bjóða biblíunám.
8 Ef þú hittir einhvern sem féllst á að trúarbrögð heimsins hafi skapað manninum mörg vandamál, gætir þú í endurheimsókn borið fram þessa spurningu:
◼ „Hefur þú einhvern tíma velt fyrir þér hvernig við getum vitað hvaða trú Guð hafi velþóknun á? [Gefðu kost á svari.] Þessi bæklingur Hvers krefst Guð af okkur? telur upp það sem einkennir sanna trú.“ Flettu upp á kafla 13 og bentu á skáletruðu atriðin fimm í tölugrein 3-7. Þú getur haldið áfram með því að segja: „Auk þess að finna hina sönnu trú verðum við að komast að því hvað það er sem Guð krefst af okkur hverjum og einum.“ Lestu Jóhannes 4:23, 24. Þú skalt bjóðast til að ræða meira um þetta. Flettu upp á fyrsta kaflanum í bæklingnum og sýndu hvernig námið fer fram.
9 Þegar þú ferð aftur til þeirra sem þáðu bókina „Spurningar unga fólksins — svör sem duga“ gætir þú sagt eitthvað á þessa leið:
◼ „Þegar ég var hér síðast á ferð fékkstu hjá mér bók sem svarar mörgum af þeim spurningum sem unglingar spyrja gjarnan. Svörin í bókinni hafa dugað vel unglingum um allan heim og er það fyrst og fremst vegna þess að þau eru í megindráttum byggð á orði Guðs. En Biblían tekur á málum allra aldurshópa. Álítur þú að leiðbeiningar hennar séu úreltar eða enn þá í fullu gildi?“ Gefðu kost á svari. Kynntu Þekkingarbókina. Flettu upp á 2. kafla og lestu tilvitnunina í tölugrein 13. Notaðu atriði í grein 3 til að bjóða biblíunám sem allir á heimilinu geta tekið þátt í.
10 Með því að halda nákvæma skrá, sinna nauðsynlegum undirbúningi og láta ekki dragast að fara aftur til að kynda undir áhuganum sem fólk sýnir, getum við sýnt þann náungakærleika sem mun laða það inn á veginn til hjálpræðis. — Matt. 22:39; Gal. 6:10.