Spurningakassinn
◼ Hvaða hluti ættum við að hafa með okkur á samkomur?
Í hverri viku fáum við gagnlega fræðslu og uppörvun á safnaðarsamkomum. (Jes. 48:17; Hebr. 10:24, 25) Hversu mikið gagn við höfum af þeim fer að miklu leyti eftir því hvort við komum vel undirbúin eða ekki.
Gott væri fyrir hvern fjölskyldumeðlim að hafa sín eigin námsgögn og aðra hluti sem þarf fyrir samkomurnar. Það eru meðal annars biblía, söngbók, ritið (ritin) sem verið er að nema, minnisbók og skriffæri.
Fyrir Guðveldisskólann þarf að hafa með sér Námsskrá Guðveldisskólans og Handbók Guðveldisskólans. Þessi gögn hjálpa okkur að hafa í huga stef nemendaræðanna sem fluttar eru og að fylgjast með skólahirðinum þegar hann veitir leiðbeiningar. Við getum heimfært ráðleggingarnar og tillögurnar upp á okkur sjálf til þess að ræður okkar verði betri svo og kynningarorð okkar í boðunarstarfinu. Frá því í janúar hafa flestar kennsluræðurnar verið byggðar á bókinni Vottar Jehóva — boðendur ríkis Guðs. Það er kannski ekki hagkvæmt að hver fjölskyldumeðlimur taki með sér sitt eigið eintak; ef til vill er hægt að taka með eitt eintak sem fjölskyldan getur notað í sameiningu.
Fyrir þjónustusamkomur þurfum við að hafa Ríkisþjónustu okkar fyrir þann mánuð með okkur og líka Rökræðubókina. Taktu með þau rit sem vísað verður í á samkomunni, eins og rit sem verða notuð í kynningarorðum sem sett verða fram í sýnikennslum. Öldungar ættu að hafa með sér eintak af Þjónustubókinni (om).
Foreldrar ættu að leitast við að láta börnin sín sitja stillt og fylgjast með á safnaðarsamkomum. Ef þau eru látin hafa sitt eigið eintak af Varðturninum og öðrum ritum, jafnvel áður en þau eru orðin læs, er það þeim hvatning til að sýna áhuga því sem fram fer. Þegar börnum er kennt að virða guðveldisleg rit og nota þau myndast hjá þeim heilnæmar, andlegar venjur sem þau búa að ævilangt.
Sú gleði og ánægja, sem við höfum af safnaðarsamkomum, eykst til muna þegar við komun vel útbúin. (2. Tím. 3:17) Það er besta leiðin til að tryggja að við náum að „fyllast þekkingu á vilja Guðs með allri speki og skilningi andans.“ — Kól. 1:9.