Jehóva er skapari okkar
1 Milljónir manna trúa að Guð hafi skapað lífið. Margir aðrir trúa á þróun. Þá eru það þeir sem eru ekki vissir um hverju trúa skal. Bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? er ætluð þeim öllum. Hún brýtur til mergjar þá spurningu hvernig lífið varð til og hvað niðurstaðan þýðir fyrir framtíð okkar. Í júnímánuði leggjum við áherslu á að bjóða þessa bók.
2 Jafnvel málsmetandi menn meðal vísindamanna hafa viðurkennt röksemdafærslu bókarinnar. Vísindarannsóknarmaður í Hollandi skrifaði: „Þessi bók fer í rauninni fram úr öllum vonum. Rökvís uppbygging kaflanna og myndirnar eru svo vísindalega í takt við tímann að maður þyrfti að vera blindur til að andmæla þeim á nokkurn hátt.“ Lögfræðingur lýsti yfir: „Ég hef lesið hana fjórum sinnum og er alltaf jafnhrifinn af hinum ítarlegu rannsóknum, fræðimennsku og heimildasöfnun sem liggur að baki henni.“ Þetta síðasta er tekið úr gIC 7-9/92 bls. 32.Við getum þess vegna treyst því að aðrir muni kunna að meta þessa bók.
3 Þú kannt að vilja fara með stutt kynningarorð eins og þessi:
◼ Flettu upp á blaðsíðu 6 og segðu: „Margir halda að fallega jörðin okkar og lífið á henni hafi orðið til af tilviljun. Hvað álítur þú skynsamlega skýringu á því hvernig allt þetta varð til? [Gefðu kost á svari.] Það er óhemjumargt sem staðfestir frásögn Biblíunnar af skapara sem er ekki aðeins voldugur heldur ber einnig mikinn kærleika til okkar. Hann er hinn sanni Guð og nafn hans er Jehóva.“ Lestu Sálm 83:19 og útskýrðu stuttlega hvernig það er tilgangur hans að breyta gervallri jörðinni í paradís.
4 Ef þú vilt koma þér strax að efninu gætir þú sagt:
◼ „Hefur þú einhvern tíma velt þessari spurningu fyrir þér?“ Bentu á bókartitilinn, flettu upp á blaðsíðu 7, lestu spurningarnar í grein 2 og útskýrðu að bókin veiti fullnægjandi svör frá Biblíunni.
5 Þú gætir líka reynt þetta:
◼ „Hefur þú nokkurn tíma velt fyrir þér hvernig jörðin varð til? Margir staðhæfa að hún hafi myndast við einhverja gríðarmikla sprengingu í geimnum. Hvað heldur þú? [Gefðu kost á svari.] Biblían kennir að Guð hafi skapað jörðina sem eilíft heimili okkar. Hún er ólík hinum reikistjörnunum í sólkerfi okkar. Að svo miklu leyti sem við vitum er hún eini hnötturinn í alheiminum sem uppfyllir öll þau flóknu skilyrði sem þarf til að líf fái þrifist.“ Flettu upp á grein 5 á blaðsíðu 130 og útskýrðu hvers vegna jörðin hlýtur að vera handaverk meistarahönnuðar.
6 Líka mætti nálgast viðfangsefnið eitthvað á þessa leið:
◼ „Sumir álíta að við höfum þróast af apamönnum. Þeir halda því fram að forfeður okkar hafi litið svona út. [Sýndu myndina á blaðsíðu 89.] Hvað heldur þú?“ Gefðu kost á svari. Bentu á það sem sagt er í grein 20 og lestu síðan Postulasöguna 4:24 sem bendir á Jehóva sem skapara okkar og lífgjafa. „Þessi bók rannsakar alla þróunarkenninguna með hliðsjón af því sem sagt er í Biblíunni.“ Vísaðu í efnisyfirlitið á blaðsíðu 5 og bentu á nokkur kaflaheiti, eins og 1., 7., 15. og 19. kaflans.
7 Þessi bók getur orðið til blessunar einlægu fólki sem látið hefur blekkjast af áróðri þeirra sem trúa ekki á Jehóva eða orð hans. Upplýsingarnar í Sköpunarbókinni eru byggðar á staðreyndum og geta hjálpað slíku fólki að meta enn betur að verðleikum skapara okkar sem af miklum kærleika ber umhyggju fyrir okkur.