Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.96 bls. 8
  • Leitum þeirra sem hneigjast til réttlætis

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Leitum þeirra sem hneigjast til réttlætis
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Talaðu sannleika við náunga þinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • ‚Trúin kemur af boðuninni‘
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Varðturninn og Vaknið! — sannleiksrit á réttum tíma
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Búum okkur undir blaðastarfið í apríl
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 4.96 bls. 8

Leitum þeirra sem hneigjast til réttlætis

1 Tilgangurinn með prédikunarstarfinu er meðal annars sá að finna þá sem ‚hneigjast til eilífs lífs.‘ (Post. 13:48) Dreifing blaðanna Varðturninn og Vaknið! hefur reynst afburðavel í þeim tilgangi þar sem blöðin okkar vekja athygli manna á voninni um Guðsríki. Í apríl leggjum við sérstaka áherslu á að bjóða blöðin. Þar sem við finnum áhuga getum við vonandi stofnað ný biblíunám í bókinni Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Hér eru tillögur sem gætu reynst þér vel:

2 Þegar þú notar apríltölublað „Varðturnsins“ gætir þú vakið athygli á hvernig ofbeldi mun hverfa fyrir fullt og allt. Þú gætir sagt eitthvað á þessa leið:

◼ „Margir hafa áhyggjur af því hversu ofbeldi er orðið almennt og útbreitt. Það sem sést hér á forsíðunni er lýsandi fyrir ástandið víða um lönd. Heldur þú að ofbeldið í samfélaginu eigi eftir að minnka eitthvað í náinni framtíð? [Gefðu kost á svari.] Í greininni hér á blaðsíðu 5 kemur fram að margir sérfræðingar telja að menntun sé besta leiðin til að binda enda á ofbeldi. Þó er langt í frá að ofbeldi einskorðist við samfélög þar sem tækifæri til menntunar eru lítil. En til að stemma stigu við ofbeldi þarf rétta tegund menntunar. Eins og greinin sýnir veitir Biblían áhrifaríkustu menntunina. Hún hefur breytt mörgum ofstopamönnum í friðsama menn. Og um þá sem engum sönsum vilja taka segir hún í Sálmi 37:10, 11: . . .“ Lestu versin frá Biblíunni eða blaðinu og bjóddu blöðin.

3 Þú gætir líka notað öftustu greinina í „Varðturninum,“ „Menntun — notaðu hana til að lofa Jehóva“ og sagt eitthvað á þennan veg:

◼ „Nú á tímum leggja menn mjög mikið upp úr menntun og ekki að ástæðulausu því menntun er manninum mjög mikilvæg. En hvaða þekking ætli hjálpi okkur meira en nokkur önnur að þóknast skapara okkar? [Gefðu kost á svari.] Það er sú þekking sem Biblían veitir þeim sem nema hana rækilega. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17.] Þetta er mikilvægasta menntunin sem við getum aflað okkur og getur orðið bæði okkur og öðrum til blessunar ef við notum hana rétt, til að lofa himneskan föður okkar, eins og Jesús gerði. Um slíka notkun menntunar fjallar þessi grein [sýndu greinina] og ég er viss um að þér muni finnast hún athyglisverð.“

4 Þegar þú býður „Vaknið!“ gætir þú sagt:

◼ „Hvað finnst þér um spurninguna á forsíðu þessa blaðs: ‚Af hverju er lífið svona stutt?‘ [Gefðu kost á svari.] Þessi greinaröð vekur athygli okkar á því sem nútímavísindamenn og aðrir hafa að segja um ellihrörnun og síðan beinir hún sjónum að þeim fyrirheitum sem skapari okkar hefur gefið um eilíft líf. Það væri mér ánægja að láta þig fá þetta eintak ef þú kærir þig um að lesa það.“

5 Ef þú hittir marga sem segjast vera uppteknir gætir þú reynt þetta:

◼ „Við höfum áhuga á að hjálpa fólki sem gefst lítill tími aflögu til að hugleiða hinar andlegu hliðar lífsins. Tímaritin okkar, Varðturninn og Vaknið! eru gefin út til að veita gagnorðar upplýsingar um mikilvæg málefni sem hafa áhrif á þig og fjölskyldu þína. Mig langar til að láta þig fá þessi eintök til aflestrar.“

6 Gættu þess að gefa þeim sem þiggja blöðin tækifæri til að leggja eitthvað af mörkum til alþjóðastarfs okkar. Þeir munu vissulega hafa gagn af því að lesa Varðturninn og Vaknið! sem flytja „gleðitíðindin.“ — Jes. 52:7.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila