Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.96 bls. 8
  • ‚Trúin kemur af boðuninni‘

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • ‚Trúin kemur af boðuninni‘
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • „Það er hið eilífa líf“
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Útbreiðum þekkinguna sem leiðir til eilífs lífs
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Þekking frá Guði svarar mörgum spurningum
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Hjálpum öðrum að öðlast þekkingu sem leiðir til lífs
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 4.96 bls. 8

‚Trúin kemur af boðuninni‘

1 Þegar við finnum einhvern sem ‚hneigist til eilífs lífs‘ er nauðsynlegt að styrkja trú hans á það sem hann hefur heyrt. (Post. 13:48; Rómv. 10:17) Í þeim tilgangi ættum við að fara aftur til þeirra sem þáðu blöð til að færa þeim nýjustu blöðin og ræða meira við þá. Bjóða má áskrift þeim sem sýna einlægan áhuga. Hafðu samt sem áður í huga það markmið að hefja biblíunám í bókinni Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Hér eru nokkrar tillögur sem gætu komið að gagni:

2 Þegar þú heimsækir aftur þá sem þú ræddir við um greinina „Varanlegur endir ofbeldis — hvernig?“ gætir þú byrjað samtalið á þessa leið:

◼ „Þegar ég var hér síðast ræddum við um það hve ofbeldi væri orðið útbreitt. Athyglisvert er að ofbeldi er eitt af því sem Biblían spáir að einkenna skyldi hina síðustu daga sem svo eru nefndir. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1-3. Taktu síðan fram bókina Þekking sem leiðir til eilífs lífs og flettu upp á blaðsíðu 100.] Lýsa þessar myndir ekki vel ástandinu í heiminum nú á dögum?“ Ef húsráðandinn sýnir áhuga gætir þú farið yfir fyrstu tölugrein kaflans og bent síðan á hina ýmsu þætti táknsins í rammanum á blaðsíðu 102. Gerðu ráðstafanir til að koma aftur og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.

3 Þegar þú ferð aftur til þeirra sem sýndu greininni „Menntun — notaðu hana til að lofa Jehóva“ áhuga gætir þú fylgt málinu eftir með því að segja:

◼ „Þér fannst ef til vill athyglisvert að sjá við lestur greinarinnar hvernig Jesús notaði hina miklu þekkingu sína og menntun. Hann notaði hana ekki til að upphefja sjálfan sig heldur til að lofa Guð. Það ættum við líka að vilja gera. En hvaða menntun, eða þekking, ætli nýtist okkur best til þess? [Gefðu kost á svari.] Þessi bók, Þekking sem leiðir til eilífs lífs, hjálpar okkur að afla okkur þessarar mikilvægu þekkingar frá Biblíunni. Tökum þriðja kaflann sem dæmi. Til að geta lofað Guð verðum við að vita ýmislegt um hann.“ Sýndu myndina á blaðsíðu 20 og lestu myndatextann. Þegar þú hefur farið yfir fyrstu þrjár tölugreinarnar í 3. kafla ertu búinn að stofna biblíunám.

4 Ef húsráðandinn sýndi áhuga á forsíðugreinunum í „Vaknið!“ gætir þú í endurheimsókn reynt þess aðferð til að stofna nám í „Þekkingarbókinni“:

◼ „Síðast þegar ég kom hingað ræddum við um langlífi. Eins og þú tókst vafalaust eftir í greininni í Vaknið! gefa vísindamenn ekki mikla von um að geta hjálpað fólki að verða almennt mikið eldra en 70 til 80 ára. En hvað finnst þér um fyrirheit Biblíunnar? [Gefðu kost á svari.] Biblían sýnir að Guð hefur eitthvað miklu meira og betra í hyggju fyrir manninn en að lifa svona stutta ævi.“ Lestu síðan Jóhannes 17:3 og útskýrðu hvernig það að afla sér þekkingar getur leitt til eilífs lífs. Flettu upp á fyrsta kaflanum í Þekkingarbókinni og farðu yfir 6. og 7. tölugreinina. Spyrðu húsráðandann hvort hann vilji þiggja ókeypis heimabiblíunám. Ef viðbrögð hans eru jákvæð gætir þú farið yfir greinar 1 til 5 með honum og ákveðið síðan tíma til að koma aftur.

5 Ef sá sem þú hittir var upptekinn gætir þú sagt eitthvað á þessa leið þegar þú kemur þangað aftur:

◼ „Ég heimsótti þig nýlega og skildi eftir hjá þér eintök af tímaritunum Varðturninn og Vaknið! Þessi blöð efla virðingu manna fyrir Biblíunni og leiðsögn hennar í siðferðilegum efnum. Af því að ég tel að það sé öllum bráðnauðsynlegt að skilja orð Guðs er ég komin(n) hingað aftur til að sýna þér dálítið sem getur hjálpað þér til þess.“ Sýndu Þekkingarbókina og bentu á efnisyfirlitið á blaðsíðu 3. Spyrðu hvaða kafli honum finnist áhugaverðastur, flettu þar upp og farðu af stað með biblíunám.

6 Gleði okkar verður mikil ef við getum ‚lokið upp fyrir öðrum dyrum trúarinnar‘ sem leiðir til eilífs lífs. — Post. 14:27; Jóh. 17:3.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila