Höldum áfram að tala sannleikann
1 Postularnir lýstu yfir: „Vér getum ekki annað en talað það, sem vér höfum séð og heyrt.“ (Post. 4:20) Við verðum líka að halda áfram að tala sannleikann. Þó að dreifing Varðturnsins og Vaknið! sé ein leiðin til að finna þá sem vilja hlusta verðum við að fara aftur til áhugasamra manna ef við eigum að kenna þeim meira um sannleikann.
2 Þegar þú ferð aftur til þeirra sem þáðu „Vaknið!“ gætir þú kynnt biblíunám með því að segja:
◼ „Þegar ég var hér síðast ræddum við um að það sé í rauninni ráðgáta hvers vegna líkamar okkar hrörni með aldrinum. Ég benti líka á að skaparinn hafi ekki ætlað manninum að hrörna og deyja. Hafðir þú gert þér grein fyrir þessu? [Gefðu kost á svari. Sýndu Þekkingarbókina og lestu fyrstu greinina í 6. kafla.] Þessi bók útskýrir þetta mál, svo og 18 önnur eins og sést hér af efnisyfirlitinu. [Sýndu blaðsíðu 3.] Ef ég má langar mig til að sýna hvernig þessi bók getur hjálpað þér að öðlast skilning á þessum mikilvægu málum.“ Ef viðbrögðin eru jákvæð skaltu hefja biblíunám á blaðsíðu 6.
3 Ef þú lofaðir að koma aftur og útskýra hvernig gerlegt er að búa við öryggi nú þegar, gætir þú sagt eitthvað á þessa leið:
◼ „Þegar ég hitti þig um daginn sýndi ég þér nokkur vers í Biblíunni sem gefa okkur tilefni til að líta framtíðina björtum augum. Núna langar mig til að vekja athygli þína á nokkru sem sýnir hver það er sem getur látið okkur njóta öryggis í vissum skilningi nú þegar.“ Lestu Sálm 4:9. Flettu upp á blaðsíðu 168 í Þekkingarbókinni og lestu 19. greinina. Spyrðu því næst: „Myndir þú hafa ánægju af að fá ókeypis heimabiblíunám sem sýnir greinilega hvernig þú getir líka fundið fyrir þessu öryggi í þínu lífi?“ Ef svarið er jákvætt skaltu snúa þér að 1. kafla.
4 Ef þú notaðir smáritið „Líf í friðsömum nýjum heimi“ til að koma samræðum í gang gætir þú í endurheimsókn sagt þetta:
◼ „Þegar ég var hérna síðast ræddum við um hvað fólk er í rauninni að biðja um þegar það fer með hina þekktu bæn ‚Faðirvorið.‘ Þegar vilji Guðs verður á jörðu eins og á himni, eins og beðið er um í Faðirvorinu, rætist það sem stendur í Sálmi 46:10.“ Lestu ritningarstaðinn og ef viðbrögðin eru jákvæð skaltu taka fram Þekkingarbókina og nota eitthvað af efninu á blaðsíðu 9 og 10 um líf í endurreistri paradís ásamt myndunum á blaðsíðu 4-5 og 188-9. Bentu á mikilvægi þess að kynna sér Biblíuna og bjóddu biblíunám í Þekkingarbókinni.
5 Í endurheimsókn gætir þú boðið biblíunám umbúðalaust með því að segja:
◼ „Við dreifum tímaritum okkar út um alla jörðina til að fræða fólk alls staðar um það sem Biblían kennir. Ef fólk kann að meta slíka fræðslu bjóðum við því ókeypis heimabiblíunám. [Bentu á rammann, ‚Myndir þú þiggja heimsókn?‘ á baksíðu Varðturnsins.] Við slíkt biblíunám notum við þessa bók, Þekking sem leiðir til eilífs lífs, sem leiðarvísi til að auðvelda námið og gera það markvissara. Leyfðu mér að sýna þér stuttlega hvernig svona nám fer fram.“
6 Ef við höldum áfram að tala sannleikann getum við verið viss um að einhverjir muni hlusta og bregðast vel við. — Mark. 4:20.