Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.96 bls. 8
  • Semdu þína eigin blaðakynningu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Semdu þína eigin blaðakynningu
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Undirbúningur fyrir blaðakynningu
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Nýttu blöðin sem best
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Bjóðum blöð sem bera sannleikanum vitni
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Leiðir til að bæta prédikunarstarf okkar
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 10.96 bls. 8

Semdu þína eigin blaðakynningu

1 Við metum mikils Varðturninn og Vaknið! vegna hinna tímabæru og fræðandi greina sem fjalla um hvaðeina frá heimsmálunum til ‚djúps Guðs.‘ (1. Kor. 2:10) Öll munum við eftir mörgu nýju og uppbyggjandi sem við höfum lesið í þessum tímaritum sem Jehóva notar til að opinbera sannleikann stig af stigi. (Orðskv. 4:18) Við viljum vera áköf í að dreifa þeim eins víða og við með nokkru móti getum.

2 Sundurgreindu starfssvæði þitt: Hvers konar fólk býr á þínu svæði? Ef það er alltaf á hraðferð þarft þú ef til vill að útbúa kynningarorð sem eru stutt og gagnorð. Ef þú ert með svæði þar sem menn eru minna að flýta sér kannt þú að geta sagt meira. Ef flestir eru að heiman í vinnu á daginn nærð þú ef til vill betri árangri með því að banka upp á seint um daginn eða á kvöldin. Þú gætir notað götustarfið eða búðastarfið til að hitta einhverja á daginn. Sumir boðberar ná góðum árangri með því að taka fólk óformlega tali á bílastæðum eða almenningsgörðum.

3 Kynntu þér blöðin: Lestu hvert tölublað strax og þú færð það. Veldu þær greinar sem þú telur að höfði til fólks á þínu starfssvæði. Hvaða efni lætur það sig varða? Leitaðu að sérstökum atriðum sem þú getur vitnað í frá greininni sem þú hyggst nota. Láttu þér detta í hug spurningu til að vekja upp áhuga. Veldu heppilegan ritningarstað til að lesa fyrir húsráðandann ef tækifæri skyldi gefast til þess. Hugsaðu um hvað þú gætir sagt til að nefna framlagafyrirkomulagið og hvernig þú getir lagt grunn að endurheimsókn.

4 Semdu inngangsorð þín: Veldu af vandvirkni orðin sem þú ætlar að nota til að kynna þig og hefja samræðurnar. Þessi upphafsorð hafa reynst sumum vel: „Ég las alveg sérstaklega áhugaverða grein í þessu blaði og mig langar til að benda öðrum á hana.“ Margir hefja samtalið með spurningu sem beinir athyglinni að því umræðuefni sem þeir hyggjast nota. Til dæmis:

5 Ef þú notar grein um mikilfengleika sköpunarverksins gætir þú spurt:

◼ „Menn sjá alltaf betur og betur hve mikilfenglegur og flókinn heimurinn er og halda áfram að leita svara við stóru spurningunum um uppruna heimsins og tilganginn með þessu öllu. En ætli það skipti okkur einhverju máli að finna þessi svör?“ Nefndu að eðli mannsins kalli á slík svör og að þau séu nærtækari en margan grunar. Bentu á eitthvað í greininni sem sýnir hvar svörin er að finna og hvaða von þau jafnframt veita okkur. Þega þú kemur í endurheimsókn skaltu vekja athygli húsráðandans á fyrsta kaflanum í Þekkingarbókinni.

6 Þegar þú býður grein um líf fólks eða aðstæður á biblíutímanum gætir þú tekið til orða eitthvað á þessa leið:

◼ „Flestir hafa heyrt eitthvað eða lesið um söguslóðir Biblíunnar. Ætli þekking á staðháttum og lífi íbúanna þar til forna geti komið okkur að gagni nú á dögum?“ Bentu á sérstök atriði frá blaðinu og sýndu fram á hvaða gagnlegan lærdóm má af þeim draga. Þegar þú kemur aftur í heimsókn skaltu nota efnið í tölugrein 1-3 í 5. kafla Þekkingarbókarinnar.

7 Þegar þú býður grein um fjölskyldulífið gætir þú sagt:

◼ „Flestum foreldrum finnst það mjög krefjandi verkefni að ala upp börn nú á tímum. Margar bækur hafa verið skrifaðar um barnauppeldi en jafnvel ráð sérfræðinganna stangast á. Er til einhver sem getur veitt foreldrum áreiðanlega leiðsögn?“ Bentu á eitthvað sérstakt í blaðinu sem dæmi um þau viturlegu ráð sem er að finna í Biblíunni. Þegar þú ferð í endurheimsóknina skaltu ræða um þær biblíulegu hugmyndir um barnauppeldi sem fjallað er um á blaðsíðu 145-8 í Þekkingarbókinni.

8 Aðlagaðu aðferð þína að húsráðandanum: Þú hittir fólk með ólík áhugamál og bakgrunn. Búðu til kynningarorð í stórum dráttum sem þú getur síðan aðlagað að viðmælanda þínum. Hafðu í huga hvernig þú getur aðlagað það sem þú segir að karlmanni, konu, eldri borgara eða unglingi. Það eru engar stífar reglur um hvað þú verðir að segja. Notaðu það sem þér finnst þægilegt og leiðir til árangurs. En sýndu samt eldmóð, talaðu frá hjartanu og hlustaðu vel á það sem viðmælandi þinn segir. Þeir sem hafa rétt viðhorf munu skynja einlægni þína og bregðast vel við. — Post. 13:48.

9 Hjálpum hvert öðru: Þegar við skiptumst á hugmyndum lærum við nýjar leiðir til að tjá okkur. Ef við æfum saman kynningarorð okkar eykur það reynslu okkar og öryggi. (Orðskv. 27:17) Ef þú ferð nokkrum sinnum upphátt með það sem þú ætlar að segja verður þú rólegri þegar á hólminn er komið. Það er alger nauðsyn að foreldrar taki sér tíma til að hjálpa börnunum að undirbúa sig, hlusti á þau æfa kynningarorð sín og komi með tillögur um hvað má betur fara. Nýir geta haft gagn af því að starfa með reyndari boðberum.

10 Það þarf ekki að vera erfitt að semja sína eigin blaðakynningu. Málið snýst einfaldlega um það að láta sér detta eitthvað ákveðið í hug að segja og orða það síðan á aðlaðandi hátt. Með frumkvæði og fyrirhyggju getur þú sett saman ágæta kynningu sem gefur góðan árangur.

11 Blaðadreifingin er ein helsta leiðin sem við notum til að dreifa boðskapnum um Guðsríki út um allan heim. Ef þú getur komið Varðturninum og Vaknið! í hendur einlægra manna munu þessi tímarit tala sínu eigin máli. Mundu alltaf hve mikið gildi þau hafa og hvernig boðskapur þeirra getur bjargað mannslífum. Slík ‚velgjörðarsemi og hjálpsemi‘ er Jehóva mjög að skapi. — Hebr. 13:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila