Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.07 bls. 6
  • Bjóðum blöð sem bera sannleikanum vitni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Bjóðum blöð sem bera sannleikanum vitni
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Undirbúningur fyrir blaðakynningu
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Hvernig ættum við að nota kynningartillögur?
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Nýttu blöðin sem best
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Blöðin kunngera Guðsríki
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 12.07 bls. 6

Bjóðum blöð sem bera sannleikanum vitni

1. Hvert er hlutverk tímaritanna Varðturnsins og Vaknið!?

1 Tímaritin Varðturninn kunngerir ríki Jehóva og Vaknið! eru helstu hjálpargögn okkar við að boða ríki Guðs og gera fólk að lærisveinum. (Matt. 24:14; 28:19, 20) Þau innihalda tímabært efni sem við höfum ánægju af að kynna í ýmsum greinum boðunarstarfsins.

2. Hvaða breytingar höfum við séð á Varðturninum og Vaknið! og af hverju hafa þær verið gerðar?

2 Á liðnum árum höfum við séð ýmsar breytingar á stærð og efni blaðanna og þeim aðferðum sem notaðar eru til að dreifa þeim. Breytingarnar hafa þjónað því markmiði að blöðin höfði sem best til fólks og boðskapurinn um ríki Guðs nái að snerta hjörtu þess þannig að sem flestir „verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum“. — 1. Tím. 2:4.

3. Hvernig notum við blöðin í boðunarstarfinu?

3 Vaknið! hefur komið út á íslensku á þriggja mánaða fresti um langt árabil og við erum orðin býsna fær í að nota ýmsar greinar í hverju tölublaði í kynningum okkar. Nú getum við beitt svipuðum aðferðum þegar við bjóðum almenna útgáfu blaðsins Varðturninn kunngerir ríki Jehóva sem kemur einnig út á þriggja mánaða fresti. Tillögur að kynningum á hvoru blaði um sig birtast á baksíðu Ríkiþjónustunnar. Þær eru yfirleitt miðaðar við aðalgreinar blaðsins en stundum við aðrar greinar sem ættu að höfða til margra á svæðinu. Kynningartillögurnar geta verið mjög árangursríkar ef við erum vel heima í greinunum sem vísað er í og lögum þær að aðstæðum á svæðinu.

4. Af hverju gæti stundum verið ástæða til að nota aðrar kynningar en þær sem er að finna í Ríkiþjónustunni?

4 Í Ríkisþjónustunni eru gefnar tvær tillögur að kynningu á hvoru blaði um sig en þú mátt auðvitað nota allt aðra kynningu ef þú vilt. Það gæti til dæmis verið ástæða til þess ef einhverjar aðrar greinar höfða betur til fólks á svæðinu. Og eins finnst þér ef til vill að þú getir kynnt blöðin betur með því að nota grein sem þú hefur sérstakan áhuga á sjálfur.

5. Hvað þarftu að gera áður en þú undirbýrð kynningu á ákveðinni grein?

5 Að undirbúa kynningu: Í fyrsta lagi þarftu að lesa vel og vandlega þá grein sem þú ætlar að kynna. Það er ekki víst að þú hafir tök á að þaullesa allar greinarnar í blaðinu áður en þú byrjar að nota það í boðunarstarfinu. Hins vegar þarftu að hafa augljósan áhuga á þeim greinum sem þú kynnir og gera það með einlægni. Til þess þarftu að vera vel heima í efninu.

6. Hvernig getum við undirbúið kynningarorð?

6 Þú þarft að vera sveigjanlegur þegar þú semur inngangsorðin. Gott getur verið að hefja samtal með því að varpa fram spurningu sem er til þess fallin að vekja áhuga viðmælandans. Hafðu hugfast að orð Guðs býr yfir miklum krafti til að snerta hjörtu manna. (Hebr. 4:12) Veldu viðeigandi ritningarstað tengdan efninu sem þú ætlar að kynna, helst vers sem er annaðhvort vitnað í eða vísað til í greininni sem þú kynnir. Hugleiddu hvernig þú getir tengt ritningarstaðinn greininni.

7. Hvernig getum við bætt kynningarorðin?

7 Við hvert tækifæri: Kynningarorðin koma auðvitað ekki að gagni nema þau séu notuð. Taktu þátt í blaðastarfi safnaðarins á laugardögum. Farðu með blöðin til fólks sem hefur þegið önnur rit áður. Bjóddu þau biblíunemendum og öðrum sem kunna að vera á staðnum þegar þú ferð í endurheimsókn. Ef til vill geturðu boðið blöðin þegar þú ferð út að versla og spjallar stuttlega við fólk, þegar þú ert á ferðalögum eða þegar þú bíður á biðstofu. Bættu kynningarorðin eftir því sem líður á tímabilið sem blaðið gildir fyrir.

8. Að hvaða leyti eru Varðturninn og Vaknið! einstök tímarit?

8 Varðturninn og Vaknið! eru einstök tímarit. Þau upphefja Jehóva sem Drottin alheims. (Post. 4:24) Þau hughreysta fólk með því að flytja fagnaðarerindið um ríki Guðs og hvetja til trúar á Jesú Krist. (Matt. 24:14; Post. 10:43) Og í þeim er fylgst með atburðum í heimsmálum sem uppfylla spádóma Biblíunnar. (Matt. 25:13) Stuðlaðu að því að fólk á svæðinu njóti góðs af þessum blöðum með því að bjóða þau hvenær sem við á.

9. Hvernig getum við undirbúið jarðveginn fyrir endurheimsókn?

9 Þegar fólk þiggur af þér blað eða þú átt vinsamlegt samtal við aðra um trúarleg efni skaltu hafa á takteinum spurningu eða staðhæfingu sem er til þess fallin að vekja áhuga viðmælandans og undirbúa jarðveginn fyrir aðra heimsókn eða annað samtal um trúarleg mál. Ef við erum dugleg að sá sæði sannleikans getum við treyst að Jehóva opni hjörtu þeirra sem þrá að kynnast honum og þjóna honum. — 1. Kor. 3:6.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila